Vera - 01.06.2004, Síða 43
/ VIÐTAL
um og hefur gert samstarfssamninga
við skóla í Kína, Ameríku, Kanada,
Japan, Þýskalandi, Finnlandi og víð-
ar. Það er mjög mikilvægt fyrir nem-
endur að fá að kynnast öðrum skól-
um en um helmingur fyrstu út-
skriftarnemanna tók hluta af námi
sínu erlendis.“
Ingibjörg segir að undanfarin ár
hafi orðið sprengja í meistaranámi
hér á landi sem sé merki um hækk-
andi menntunarstig þjóðarinnar. Á
síðasta ári hófst kennsla til meistara-
náms í viðskiptafræði á Bifröst og
undirbúningur að doktorsnámi er
hafinn. „Það er í vaxandi mæli litið á
BA og BS nám sem grunn og MA
próf sem fyrstu gráðu enda hefur
doktorsnemum farið fjölgandi í há-
skólum landsins. Bifröst er kjörinn
vettvangur fyrir nám af þessu tagi en
þar hefur risið öflugt háskólaþorp á
síðustu árum. Starfsemin er lífleg
allt árið og ýmsar hugmyndir um
vaxtarmöguleika. Fyrir utan hið
hefðbundna nám er boðið upp á
styttri námskeið og minni gráður og
það munum við einnig gera í lög-
fræðideildinni. Margt fólk hefur á-
huga og þörf á frekari lögfræði-
kunnáttu og ég get séð fýrir mér
ÞAÐ ER ALVARLEG STAÐREYND ÞEGAR KONUR HAFA VERIÐ MEIRA EN HELM-
INGUR ÚTSKRIFTARNEMA ÚR LÖGFRÆÐI- OG VIÐSKIPTADEILDUM í MEIRA EN
ÁRATUG AÐ ÞÆR SKILI SÉR EKKI í STJÓRNIR FYRIRTÆKJA, FRAMKVÆMDA-
STJÓRNIR NÉ FORSTJÓRA- EÐA BANKASTJÓRASTÓLA. ÞAÐ SEGIR OKKUR AÐ
EINHVERS STAÐAR ER KERFISBUNDIN SKEKKJA í DÆMINU
ýmsar áhugaverðar samsetningar af
lögfræðitengdu námi. Ég gæti líka
vel hugsað mér að kenna á nám-
skeiði fyrir almenning um lögfræði-
lega hugsun eða aðferðafræði. Málið
er nefhilega að lögfræðileg umræða í
samfélaginu verður skemmtilegri og
frjórri eftir því sem fleiri öðlast
færni í henni. Það er svo heillandi
við fagið.“
Verðum að breyta viðhorfunum
Þegar talið berst að ráðstenfunni
Völd til kvenna - tengslanet segir
Ingibjörg að þar hafi rnargt komið
fram sem hefur orðið henni um-
hugsunarefni. „Mér þótti t.d. merki-
legt að lilusta á konu sem býr ein
lýsa viðhorfi samfélagsins til kvenna
í hennar stöðu og á lögfræðinginn
sem sýndi fram á að í lögum er
hvergi gerður greinarmunur á körl-
um og konum. Lögin eru sem sé
ekki hindrun, heldur samfélagsgerð-
in. Ég var ánægð með að ekki var
talið að vandamálið með stöðu
kvenna myndi leysast af sjálfu sér,
það væri næstum úr sögunni, eins
og heyrist oft. Á ráðstefnunni var
breiður hópur kvenna sem taldi á-
standið ekki viðunandi og það væri í
okkar verkahring að breyta því.“
lngibjörg er ekki í vafa um að
konur verði að vera duglegri að
mynda tengslanet og segist hafa
glaðst í vetur þegar stelpurnar í lög-
fræðideildinni ákváðu að gera eitt-
hvað án strákanna. Þær kornu á því
sem þær kalla „Rauðir dagar“, þar
sem þær hittust til að styrkja böndin
og fengu til sín gesti.
„Ég notaði tækifærið og brýndi
fyrir stelpunum að konur verði að
standa saman um að ná árangri. Ég
hvatti þær til að stofna tengslanet sín
á milli og styðja hver aðra þegar út í
vera / 3. tbl. / 2004 /