Vera - 01.06.2004, Qupperneq 47

Vera - 01.06.2004, Qupperneq 47
sönglög frekar en djass, og þar sem ég á erfitt með að semja texta, datt mér í hug að semja út frá íslenskum Ijóð- um." Á nýjasta diski sínum, Live in Europe sem kom út í fyrra, snýr Sunna sér aftur að instrumental djassi og stillir upp kvartetti með saxófóni en diskurinn var hljóðritaður á velheppnuðum tónleikum í djassklúbbnum Reduta í Prag. Sunna hefur mikinn hug á að fara í fleiri tónleikaferðir um Evrópu þar sem tónlist hennar hefur verið vel tekið og fólk er opið fyrir allskonar djassi en á undanförnum árum hefur Sunna farið í tónleikaferðir bæði austan hafs og vestan, leikið í Kanada og Bandaríkjunum vítt og breitt, í Japan og á meginlandi Evrópu, sem og auðvitað á íslandi. Sjálf lýsir hún tónlist sinni sem opnum og lagrænum djassi með evr- ópsku ívafi. „Ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki sem ekki hlustar mikið á djass." Á stefnuskrá að flytja heim Um þessar mundir stundar Sunna nám í hönnun og miðl- un og stefnir á að Ijúka mastersnámi í því fagi næsta vetur. Hún hefur hannað töluvert af geisladiskaumslögum fyrir aðra tónlistarmenn, og hreppti á dögunum fyrstu verð- laun í hönnunarsamkeppni um plakat fyrir hinn heims- þekkta Brodsky-strengjakvartett á Listahátíð í Reykjavík. Dæmi um hönnun Sunnu má finna á síðunni d-steam.com en D'Steam er fyrirtæki sem Sunna stofnaði með manni sínum, trommuleikaranum og vefsíðusérfræðingnum Scott McLemore. Sunna hefur einnig lengi haft umsjón með útvarpsþættinum DjassgalleriNew York, á Rás 1 í Rík- isútvarpinu, þar sem hún talar við fremstu djassleikara New York borgar og kynnir tónlist þeirra. Eftir meira en áratug í Bandaríkjunum er nú loksins á stefnuskrá hjá Sunnu að flytja heim til íslands. „Þetta er rosalegt puð í New York og ekki mjög vinaleg borg til að búa í til lengd- ar." Á íslandi verður Sunna nær meginlandi Evrópu þar sem ný og spennandi tækifæri bíða og það verður sannar- lega fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að endurheimta djas- spíanistann og tónskáldið Sunnu Gunnlaugsdóttur. Umsagnir um diska Sunnu Gunnlaugs „...hér er um óvenju glæsilega frumraun píanóteikara að ræða." Guðjón Guðmundsson, Morgunblaðið 1997, um Far far away. „...leitandi heimur sáiarinnar brúaður aflistfengi með ósvik- inni sveifíu". Mike Joyce, Washington Post 2001, um Mindful. „Diskurinn erprýddur glæsilegri rödd Kristjönu Stefánsdóttur, fáguðum píanóleik Sunnu Gunnlaugsdóttur og Ijóðrænum tónsmiðum hennar.j...] Einstaklega fallegurdjassdiskur." Roger Crane, bandaríska netritið All about jazz, 2003, um Fögru veröld. „Hin undurfagra ballaða Sunnu, A Garden Someday, [...] hefði átt skilið að vera útnefnd til íslensku tónlistarverðlaun- anna ídjasslagaflokknum." Vernharður Linnet, Morgunblaðið 2004, um lag af Live in Europe. Diskar Sunnu: Far, far away (1997), Mindful (2000), Fagra veröld (2002) og Live in Europe (2003). Þeirfást allir í versluninni 12 Tónum á Skólavörðustíg. X vera / 3. tbl. / 2004 / 47

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.