Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 53
SANNLEGA SEGI ÉG YÐUR AÐ ÞETTA HEFÐI ÞJÓNAÐ TRÓJU BETUR: HELENA SEM FJARLÆG ÍMYND
OFURFEGURÐAR HEFÐI VIRKAÐ MUN BETUR EN ÞETTA VÆLANDI STELPUGREY SEM OKKUR VAR
BOÐIÐ UPPÁ. HETJUMYNDIR AF ÞESSU TAGI ERU JÓ BÚNAR TIL UTANUM KARLA
verk þeirra er fyrst og fremst að vera íkon, einskonar stillimyndir
fegurðar og upphafningar, gyðjur í raun, og Peter Jackson stýrir
þeim í þá átt. Á mótsagnakenndan hátt virkar þetta bara vel,
þær eru báðar eftirminnilegar sem slíkar (Kate Blanchett og Liv
Tyler tókst að kreista það besta fram úr þessum 'hlutverkum'),
mun eftirminnilegri en víkingaprinsessan (Miranda Otto), sem
þrátt fyrir að hafa virkara hlutverk hlýtur þau örlög að falla
stöðugt í skugga karlhetjanna, meira að segja litlu hobbitanna.
(Ég bið lesendur afsökunar að rekja ekki söguþráð og hlutverk
frekar, en þá yrði öll Veran undirlögð.)
Gladiator fór á sínum tíma þá hefðbundnu leið að láta konu
vera bitbein skylmingaþrælsins og keisarans, bróður hennar, og
þó Connie Nielsen hafi verið áhrifamikil í sínu hlutverki var það,
þegar á allt er litið, aukahlutverk. Kynningarefnið fyrir myndina
um Artúr konung gefur til kynna að reynt sé að gera meira úr
hlutverki Genevieve en hingað til hefur sést, en af kvennamálum
Alexanders mikla hef ég engarfregnir.
Konur í aukahlutverkum freistinga og verðlauna
Það sem ég hlýt að velta fyrir mér, þegar ég hef dregið þetta
svona saman, er hvort ekki sé bara betra að hafa kvenhlutverkin
íkonísk í þessum karlahetjumyndum. Sannlega segi ég yður að
þetta hefði þjónað Tróju betur: Helena sem fjarlæg ímynd ofur-
fegurðar hefði virkað mun betur en þetta vælandi stelpugrey
sem okkur var boðið uppá. Hetjumyndir af þessu tagi eru jú
búnar til utanum karla; eins og Joseph Campell rakti á sínum
tíma þá er hið goðfræðilega mynstur hetjusögunnar birtingar-
mynd þroskasögu sjálfsins og það sjálf var að sjálfsögðu karl-
mannsins, með tilheyrandi baráttu við foreldraímyndir í anda
ödispusarduldar. Konan á einfaldlega ekki heima þar, nema í
aukahlutverkum freistinga og verðlauna. Mynstur Campbells
var síðan heimfært upp á formúlu fyrir kvikmyndahandrit og allt
á þetta að virka svo vel því mynstrið er alþjóðlegt og sammann-
legt, augljóslega að því leyti sem það á við alla karlmenn.
Konur sem henta í stórmyndir
Hinsvegar er ekki úr vegi að minna á að það eru til konur sem
bara ganga ágætlega upp í þetta, Júdith, til dæmis, sem hjó
hausinn af Hólófernusi er gott dæmi um epíska kvenhetju. Af
öðrum (ómynstruðum eða ekki) má nefna Medeu, Guðrúnu okk-
ar Gjúkadóttur, Medúsu jafnvel, og gyðjur eins og Díönu, Aþenu
og Persefónu, sem allar eiga sér dramatískar sögur sem myndu
án efa henta í stórmyndir. Það væri meira að segja hægt að
henda inn í þetta eins og einu stríði - Júdith er náttúrlega stríðs-
hetja, og það sama má segja um Guðrúnu. Persónulega finnst
mér þetta vera áhugaverðari lausn, leyfum köllunum að njóta
sín í sínum myndum en gerum kröfu til þess að það komi á móti
alvöru kven-epíkusögur.
Elding - Reykjavik v/ Ægisgarö | Sími: 555 3565 | Fax: 554 7420 | info@elding.is | www.elding.is
Ævintýrí
á sjó
SjóstangavBÍði
Fyrsta flokks skemmtun fyrir stóra sem smáa hópa, saumaklúbba. gæsapartý
eða starfsmannaskemmtanir. Bar um borð og möguleiki á að skella aflanum
beint á grillið og snæða á staðnum.
Sérferðir fyrir hópa
Hvalir í kvöldsólinni, Siglt um sundin blá eða Víkingaslóðir sóttar heim
eru dæmi um sérferðir með leiðsögn sem við bjóðum upp á. Einnig getum við
sérsniðið feröir að þínum óskum, við erum opin fyrir öllum hugmyndum.
Hvalaskoðun
Sjáðu stærstu spendýr veraldar og upplifðu eftirminnilegan dag í náttúrunni
með fjölskyldunni. Þrjár ferðir daglega yfir sumarmánuðina.
Hringdu i sima SSS 3SBS eða kíktu á www. elding.is 1
Eldino
advcnture at ses
vera / 3. tbl. / 2004 / 53