Vera - 01.06.2004, Page 58

Vera - 01.06.2004, Page 58
Ef þú ert kvenkyns hefur atkvæðisrétt. Þakkaðu femínista. ... færð borgað eins mikið og karlmenn sem vinna sama starf. Þakkaðu femínista. ... fórst í framhaldsnám í stað þess að ætlast væri til þess að þú hættir eftir skyldunámið svo bræður þínir gætu farið í nám, því „þú giftist hvort eð er bara." Þakkaðu femínista. ...getur sótt um hvaða starf sem er, ekki bara „kvennastörf". Þakkaðu femínista. ... getur fengið eða gefið upplýsingar um getnaðarvarnir án þess að lenda í fangelsi. Þakkaðu femínista. ... læknirinn þinn, lögmaðurinn, prestur, dómari eða þingmaður ÞAKKAÐU FEMÍNISTA er kona. Þakkaðu femínista.... tekur þátt í keppnisíþróttum. Þakkaðu femínista.... getur verið í buxum án þess að vera útskúfuð úr söfnuðinum eða flæmd burt úr bæn- um. Þakkaðu femínista. ... yfirmanni þínum leyfist ekki að þvinga þig til að sofa hjá sér. Þakkaðu femínista. ... þér er nauðgað og réttarhöldin fjalla ekki um síddina á pilsinu eða fyrri kærasta þína. Þakkaðu femínista. ... kemur litlu fyrirtæki á laggirn- ar og getur fengið lán út á eigið nafn og lánstraust. Þakkaðu femínista.... kemur fyr- ir rétt og er leyfilegt að bera vitni þér til varnar. Þakkaðu femínista.... átt eign sem er eingöngu þín. Þakkaðu femínista.... hefur rétt til að ráðstafa launum þínum enda þótt þú sért gift eða eigir karlkyns ættingja. Þakkaðu femínista. ... færð forræði yfir börnunum í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Þakkaðu femínista.... skoðanir þín- ar skipta máli við uppeldi barna þinna í stað þess að þeim sé algerlega stjórnað af eig- inmanninum/föðurnum. Þakkaðu femínista. ... eiginmaður þinn iemur þig og það er ólöglegt og lögreglan stoppar hann í stað þess að lesa þér pistilinn um hvernig þú eigir að bæta hegðun þína sem eiginkona. Þakkaðu femínista. ... þér er veitt próf- gráða að loknu framhaldsnámi í stað viðurkenningarskjals fyrir þátttöku. Þakkaðu femínista. ... getur gefið barni þínu brjóst á almannafæri svo lítið beri á, án þess að vera tekin föst.Þakkaðu femínista. ... og borgaraleg réttindi þín renna ekki saman við réttindi eiginmanns þíns þegar þú giftist. Þakkaðu femínista.... hefur rétt til að neita kynlífi með sýktum eiginmanni (eða bara „eiginmanni"). Þakkaðu femínista.... hefur rétt á að sjúkraskýrslur þínar séu þitt einkamál en komi ekki fyrir sjónir karl- mannanna í fjölskyldu þinni. Þakkaðu femínista. ... hefur rétt til að lesa þær bækur sem þú vilt. Þakkaðu femínista. ... getur borið vitni fyrir rétti um glæpi eða mis- gjörðir eiginmanns þíns. Þakkaðu femínista.... getur valið að eignast barn eða eign- ast ekki barn þegar þú vilt en ekki eftir hentugleikum eiginmanns eða nauðgara. Þakkaðu femínista. ... sérð fram á að lifa til 80 ára aldurs í stað þess að deyja á þrí- tugsaldri vegna ótakmarkaðra barneigna.Þakkaðu femínista. ... sérð sjálfa þig sem heilsteypta, fullorðna manneskju í stað ósjálfráða einstaklings sem þarfnast karl- manns til að stjórna sér. Þakkaðu femínista. Höfundur ókunn - þýðing Bára Magnúsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.