Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 7
TlMARIT VFl 1960
37
ingur húsanna hafa framleitt innan við tvö tonn á
dag að jafnaði s. 1. ár. Fjórtán húsanna framleiddu
minna en 250 tonn það ár. Til samanburðar má geta
að 11 hús framleiddu meira en 2000 tonn, þar af eitt
yfir 5000 tonn.
1 öðrum greinum fiskiðnaðar hafa miklar framfarir
átt sér stað t. d. í sambandi við hagnýtingu úrgangs, og
störfuðu 53 mjöl- og lýsisverksmiðjur hér s. 1. ár. Af-
kastageta þessara framleiðslutækja mun þó nýtast ákaf-
lega misjafnlega, ekki síður en hjá frystihúsunum.
Nokkur rannsóknarstarfsemi hefur átt sér stað í þágu
sjávarvöruiðnaðar með góðum árangri, og virðist sjálf-
sagður hlutur að efla hana til muna í þeim tilgangi að
bæta framleiðsluvöruna og gera hana verðmeiri.
Tæknileg leiðbeiningastarfsemi i þágu fiskvinnslu hef-
ur verið mjög af skornum skammti og bíða á þeim vett-
vangi verðug verkefni fyrir vinnuhagræðingarsérfræð-
inga.
Annar iðnaður.
Erfitt er að gera sér heillega mynd af þróun annars
iðnaðar hér á landi. Þrátt fyrir itrekaða tilraun Hag-
stofu Islands til útgáfu fullkominna iðnaðarskýrslna, hef-
ur ekki tekizt að safna upplýsingum, sem nægðu til við-
unandi árangurs. Iðnfyrirtækin skiptast á margar grein-
ar og eru mörg hver lítil, svo að erfitt er að draga al-
mennar ályktanir af þeim takmarkaða fróðleik, sem er
fyrir hendi um einstakar greinar. Það, sem hér verður
sagt á þvi jafnt við um iðnaðinn allan.
Þegar undan er skilið innréttingar Skúla Magnússonar
(ullarverksm., sútun og kaðlagerð), brennisteinsvinnsla
og saltvinnsla (sem festi aldrei rætur að ráði) og heim-
ilisiðnaður, sem hér tíðkast frá fornu fari og þróast
á síðustu öld í ýmsum greinum í handiðnir með aukinni
verkaskiptingu, er ekki um beina iðnaðarframleiðslu að
ræða hér á landi, fyrr en kembing og spuni ullar hefst
á nokkrum stöðum fyrir aldamót.
Áhrifa Iðnbyltingarinnar, sem talin er standa á Bret-
landseyjum 1760—1830, gætir þannig lítið í framkvæmd
hér á landi fyrr en síðar. Árið 1910 er t. d. aðeins talið
að 8% þjóðarinnar hafi framfæri sitt af iðnaði, og er
þar fyrst og fremst um handverk að ræða. Framan af
öldinni býr meirihluti Islendinga í sveitum og skilyrði
öll til iðnaðarframleiðslu eru fátækleg. Einkum vantar
tæknikunnáttu og fjármagn. Á árunum milli 1920—30
gerist sú breyting, að meirihluti íbúanna býr orðið i bæj-
um (með yfir 300 íbúum) og leiðir þessi breyting smátt
og smátt af sér stóraukna verkaskiptingu, sem aftur
leiðir af sér betri skilyrði til betri nýtingar vinnuafls-
ins, hagnýtingar tæknimenntunar og vélvæðingar. Árið
1940 er talið, að 14,2% íbúanna hafi viðurværi af iðnaði
og hann sé þriðji stærsti atvinnuvegurinn, næst á eftir
landbúnaði (30,5%) og fiskveiðum (15,9%). Tíu árum
síðar er iðnaður kominn í fyrsta sæti með 21% (landb.
19,9% og fiskv. 10,8%) og sé byggingarstarfsemi talin
með verður þetta 31%. Þessar tölur bera með sér, að
iðnaður landsmanna tekur að aukast að verulegu ráði
í byrjun siðustu heimsstyrjaldar og hefur sú þróun haldið
áfram meira og minna óslitið síðan.
Af tölum, sem fyrir hendi eru um vélvæðingu iðnaðar
1945—55 sést, að langmest áherzla hefur verið lögð á
hvers konar fiskiðnaðarvélar og -tæki og frystivélar.
Þannig er vélvæðing í fiskiðnaði að verðmæti í upphafi
tímabilsins um 2/3 af vélvæðingu hvers árs, en fer aðeins
lækkandi og aðeins niður fyrir helming siðustu fjögur
árin, Að fiskiðnaði slepptum á sér mest vélvæðing stað
i vefjariðnaði, þá kemiskum iðnaði, málmsmíðaiðnaði,
matvælaiðnaði, skó- og fatagerð, prentun og bókbandi og
tréiðnaði, en í öðrum greinum minna, þó er áburðarverk-
smiðjan hér sér á blaði, en vélar til hennar námu 55%
heildarvélakaupa til iðnaðar 1953.
Um tæknilega þróun er varla að ræða enn i þeim
greinum iðnaðarins, sem yngstar eru, t. d. í framleiðslu
áburðar og sements, en í öðrum eldri, má finna mörg
dæmi um tæknilegar framfarir s. s. i málmsmiðaiðnaði,
kemiskum iðnaði, matvælaiðnaði o. m. fl. Ýmsar tækni-
legar nýjungar leysa mannaflið af hólmi, gera fram-
leiðsluna fljótvirkari eða betri, svo sem vélvæðing inn-
anhússflutninga og pökkunar, notkun rafknúinna hjálp-
artækja og verkfæra, bætt nýting hráefna auk margs
annars. Þeim greinum hefur farið fjölgandi síðari ár,
sem hafa tekið tæknilega menntaða menn í þjónustu
sina og í örfáum fyrirtækjum á sér stað nokkur rann-
sóknarstarfsemi.
Flest iðnfyrirtæki eru litil eins og sést af því, að af
tæplega 1100 iðnfyrirtækjum, sem talin eru vera hér
1953, eru aðeins 50 með meira en 50 starfsmenn, en 622
með færri en 5 manns. Meðalstarfsmannafjöldi var 11,7
manns. 115 þessara fyrirtækja töldust hafa meira vá-
tryggingarverðmæti en 2 millj. kr., i fasteignum, vélum,
tækjum og áhöldum samanlagt. Talið er, að óraunhæf
skattlagning fyrirtækja hafi m. a. átt drjúgan þátt i að
draga úr vexti þeirra.
Lítið hefur verið um beina hagræðingarstarfsemi í þágu
iðnfyrirtækja, enda má segja, að mikill skortur sé á
kunnáttumönnum í þeim efnum. Tæknileg leiðbeininga-
og upplýsingastarfsemi og ýmsar athuganir (m. a. á
vegum IMSl) hafa að einhverju leyti bætt úr þeirri
vöntun, sem hér um ræðir. Raunveruleg rannsóknar-
starfsemi á sviði iðnaðar umfram það, sem áður er
getið, er mjög lítil, en nokkuð er hins vegar um prófanir
efna og framleiðsluvörn.
Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð o. fl.
Hér hefur verið drepið á ýmsa þætti í þróun atvinnu-
lífs okkar. Augljóst er, að margt vantar í þessa mynd.
Veigamest af því, sem ekki hefur verið nefnt er ein-
mitt sá hlutinn, sem verkfræðingastéttin hefur átt mest-
an þátt í að móta, þ. e. byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, orkuvinnsla, samgöngur o. fl. Án orkuvera,
vatnsveitna, vega og brúa, hafna og vita, flugvalla og
fjarskipta, síma o. s. frv., hefði hin öra þróun atvinnu-
veganna verið óhugsandi með öllu.
Ekki er unnt að gera þróun mannvirkjagerðar nein skil
hér, en þróun rafvæðingar er að vissu leyti táknræn
fyrir hana um leið og fyrir alla tækniþróun hér á landi.
Fram til ársins 1937 er raforka nær eingöngu notuð
til lýsingar og rekstrar smáhreyfla, enda er afl almenn-
ingsrafstöðva þá aðeins um 5000 kw. Árið 1959, eða
rúmum 20 árum síðar, hefur aflið rúmlega 24 faldast
(121,9 þús. kw) og orkuvinnslan, sem fer að 97 hundr-
aðshlutum fram i vatnsaflsstöðvum, hefur fertugfaldast
(484 millj. kwst. 1959) og er verg heildarneyzla raf-
magns á ibúa i Evrópu 1958 aðeins meiri I fjórum lönd-
um (Noregi, Svíþjóð, Luxemburg og Sviss). Iðnaðurinn
er þá með um 40% neyzlunnar (þar af tæplega 2/3 til
áburðarframleiðslu). 1 byrjun þessa árs höfðu 91% þjóð-
arinnar aðgang að raforku.
Vélanotkun við vegagerð hefst fyrir alvöru á stríðs-