Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 52

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 52
82 TlMARIT VPl 1960 Steingrímur Jónsson: Ég þakka Skúla Guðmundssyni fyrir ágæta greinar- gerð fyrir tillögu þeirra fimmmenninganna. Hún er fá- orð og almennt orðuð, svo að hún segir ekki allt það, sem þeir eru að hugsa um, en með þessari greinargerð er hún skýrð mjög ánægjulega og skemmtilega. Tillag- an hljóðar þannig: „Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga 1960, telur nauð- synlegt, að tæknimenntun í landinu verði tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar, þannig að hún verði aukin og endurskipulögð í samræmi við kröfur tímans“. Ég vil biðja menn að ræða þessa tillögu frekar. Ég ber hana fyrst upp af því að hún er almennust og víð- tækast orðuð. Leifur Ásgeirsson: Ég hef því miður ekki fylgzt með öllum umræðum hér, en ég hlustaði á Skúla Guðmundsson og líkaði vel margt, sem hann sagði. Hann minntist á ýmis atriði, sem skipta vissulega miklu máli. Mér finnst tillaga nefndarinnar, eins og hún er nú, vera álitlegri en eins og hún var í gær. En ekki að síður held ég, að enn mætti fella eitthvað úr henni. Það, sem fyrst þarf að gera, er að athuga málin. Það tjáir yfir- leitt ekki að ákveða neina framkvæmd, fyrr en athug- un hefur farið fram, eins og verkfræðingum er bezt kunnugt. Og t. d. þegar nefnt er í tillögunni, að kennsl- an við háskólann „verði aukin og endurskipulögð þannig, að hún fullnægi ströngustu kröfum, sem tækniháskólar erlendis gera á hverjum tíma til fyrrihlutaprófs í verk- fræði", þá sýnist mér erfitt að skilgreina nákvæmlega, hvað átt er við. Því að tækniháskólar erlendis eru marg- víslegir, fyrrihlutapróf eru sums staðar til og sums stað- ar ekki, og þar sem þau eru, þá eru þau mjög misjöfn. Auk þess erum við íslendingar búnir að fá helzt til mik- ið af orðalagi eins og að „fullnægja ströngustu kröfum, sem gerðar eru erlendis;" við slógum talsvert um okkur með þessu og þvílíku á gullöldinni okkar. Hins vegar finnst mér það góð stefna, að þessi mál verði tekin til athugunar, og sjálfsagt að það verði í samráði við Verkfræðingafélagið. Þegar reglugerð fyrir deildina var sett, sú sem gildir enn í aðalatriðum, þá vorum við þar fulltrúar frá Verkfræðingafélaginu, og ég tel, að þeir hafi verið þar þarfir menn. Ég er ekki að bera hér fram tillögu, en vildi láta í ljós, að mér finnst orðalagið á tillögu nefndarinnar ó- þarflega ákveðið. Svo er í henni málsgrein um náttúru- vísindi. En náttúruvísindi og náttúruvísindi er ekki allt það sama; þau sem okkur standa næst, eru eðlisfræði og efnafræði, en svo er f jölmargt annað, t. d. öll hin líf- fræðilegu vísindi, og ég veit ekki hvað liér er ætlunin að taka. Auðvitað má segja gott um það, að „kannaðir séu möguleikar á þvi að taka upp kennslu til fyrri hluta í þessum fræðum". En ég fyrir mitt leyti er nokkuð hik- andi við að reyna að fá inn í landið allt, sem stórþjóðir hafa til síns ágætis. Það er mikil hætta samfara því fyrir smáþjóð að ætia sér að vera sjálfri sér nóg í vís- indalegum efnum. Samkeppnina vantar, og forpokunin situr um menn. Að vísu er verkfræðideildin þannig sett nú, þar eð hún veitir engin lokapróf, að hún verður að skila árangri, sem erlendar stofnanir taka gildan. En hættan er fyrir hendi hjá öllum menntastofnunum okkar. Skúli Guðmundsson benti, að mér finnst, mjög rétti- lega á, að það, sem mestu varðar, er það, að menn okkar fái nægilega menntun. Hitt, hvort það skal fara fram hér í bæ eða annars staðar, verður að fara eftir því, hvernig okkur lízt á getu okkar í þeim efnum. Nú stendur svo á, að verkfræðideildin verður að taka til athugunar endurskipulagningu, óhjákvæmilega. Við höfum miðað svo mikið við samband við danska verk- fræðiháskólann. Þeir þar hafa verið okkur mjög vin- samlegir og gert okkur, við getum sagt þjóðinni, mjög mikinn greiða með þvi að taka við svona mörgum mönn- um. En nú eru þeir að breyta miklu hjá sér, og við vit- um alls ekki enn, hvernig við getum fylgzt með í því. Það er afar hæpið, að við getum greint sundur byrjun- arkennslu fyrir t. d. þrjár tegundir verkfræðinga, þó að ekki séu fleiri. Það eru ef til vill hjá okkur einn eða tveir menn á ári, sem ætla í rafmagnsverkfræði, eða þá í vélaverkfræði, og það er erfitt að halda uppi sér- kennslu fyrir þá. Enn er það, sem líka hefur komið hér fram, að verk- fræðistörf eru unnin af mönnum með mjög misjöfnu námi. Iðnfræðingarnir skipta hér miklu máli, einnig tölu- lega. T. d. í Þýzkalandi eru hlutfallstölur svipaðar og þær, sem búið er að nefna frá Noregi og Svíþjóð; þar er 1 diplómverkfræðingur á móti 2 „teknikurum". Og þar er enn annar munur frá því, sem hér er, sem sýnir nokkuð, hvar við stöndum, nefnilega, að vélaverkfræð- ingarnir og rafmagnsverkfræðingarnir eru miklu fleiri tiltölulega; byggingaverkfræðingatalan yfirgnæfir þar alls ekki, eins og hér. Það sem veldur, er að iðnaður- inn er þarna á miklu hærra þróunarstigi. Vitanlega er ljóst, að ekki má miða verkfræði- og tæknikennsluna eingöngu við eftirspurnina í dag, held- ur ber hér að horfa nokkru lengra. Við verðum að hafa í huga, að byggja þarf upp í landinu á næstu 40 árum möguleika til lífsafkomu fyrir eitthvað um tvö hundruð þúsund manns fram yfir það, sem nú er. Og ég sé ekki annað, en að mikill hluti þessa hóps verði að lifa af iðnaði, sem verður að stofna vel til, og þá hljóta að koma hér mikil verkefni fyrir verkfræðinga. En hverjir eiga að leiða okkur á þessa braut? Ég held, að við verðum að ætlast til þess, að verkfræðingarnir hafi þarna forustu, að þeir taki þarna að sér mikið forustuhlutverk. Hjá okkur vantar svo mjög stétt svo- kallaðra framkvæmdamanna og iðjuhölda, vantar hin stóru fyrirtæki, sem eru í hinum háþróuðu iðnaðarlönd- um. Hér verða nýir menn að koma inn í þetta allt sam- an, og verkfræðingarnir verða að finna þarna til vand- ans og taka hann að sér. Þeir verða að segja okkur, hvað á að gera, leiða okkur á þessa nýju braut, sem við verð- um að fara, nauðugir, viljugir. En til þess að geta sinnt þessu og öllu því, sem atóm- og spútniköldin kallar á, þarf sennilega að byrja all- djúpt niðri. Skúli Guðmundsson minntist líka á það mál. Það þarf að taka til umræðu undirstöðuna, ekki aðeins kennslu í eðlisfræði í gagnfræðaskólum og víðar; allt skólakerfið ætti að vera til umræðu, og verkfræðingar mættu gjarnan hafa forustu við það að hreyfa þessum málum. Nú er kyrrðin fullmikil, skólar okkar hafa ekk- ert við að keppa, og það vill færast ró yfir þá, og við getum átt á hættu að dragast aftur úr — ég er hrædd- ur um, að við séum þegar búnir að því. Svo að eitthvað sé nefnt, þá er mikil spurn, hvort 4. bekkur menntaskólanna á að hafa latínu sem yfirgnæf- andi námsgrein fyrir þá, sem ætla stærðfræðiveginn. Og þannig eru ákaflega margar spumingar, sem mætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.