Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 53

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 53
TlMARIT VFl 1960 83 bera fram, og þær mega gjarnan vera svolítið svæsnar i upphafi. Gunnar Böðvarsson skipti verkfræðingum i þrjár teg- undir, og sú skipting virðist allgagnleg. Mér dettur nú i hug að bæta við fjórðu tegundinni, þó að hún kynni að vísu að geta heimfærzt í einn flokk Gunnars; það er „þjóðfélagslegir verkfræðingar", forustumenn. Það hefur að vísu verið svo hingað til, að verkfræðingar hafa ekki verið mjög voldugir, þeir hafa verið starfs- menn, segjum þjóðfélagsins í einhverjum skilningi, hafa verið í vinnu hjá ríkinu eða öðrum vinnuveitanda. Þeir hafa að vissu leyti staðið þarna andspænis heildinni, hafa veitt sína þjónustu og viljað fá hana launaða bjarglega. En nú finnst mér, að þeirra bíði fleira. Við þurfum þess með, að í framtíðinni verði þeir súrdeig, sem sýrir allt brauðið. Steingrímur Jónsson: Ég þakka prófessor Leifi fyrir þetta innlegg, og því miður er hann ekki með tillögu, en mér dettur í hug, hvort það er ekki hægt að samræma þessa tillögu frá nefndinni þannig, að í staðinn fyrir að segja, að hún verði aukin og endurskipulögð, þá komi: að athugað verði, hvernig kennslan verði aukin og skipulögð. Þá er það komið niður í það, að þetta sé athugað, það var eiginlega tilgangur okkar. Bolli Thoroddsen hefur orðið. Bolli Thoroddsen: Heiðruðu fundarmenn. Þegar allt var í stríði, þá varð háskólinn að sinna þessum mönnum, sem komu úr stú- dentsprófi, og þá var byrjað að kenna með sjálfboða- liðum, Finnboga prófessor, Brynjólfi Stefánssyni, mér, Árna Pálssyni og fleirum. Þetta gekk, við settumst á skólabekkinn aftur til þess að repetera. Þetta gekk, svo voru allir vongóðir, að stríðið yrði búið að fyrra hluta prófi loknu, en það varð ekki. Þá urðum við að halda áfram. Við útskrifuðum 7. En það var sama, þetta tókst, og ég held, að við höfum verið svo heppnir, að þetta voru góðir menn, sem við útskrifuðum þarna, að þeir hafi sómað sér vel, bæði í prófi og í raun. Þetta eru, má ég segja, einir af okkar betri verkfræðingum, sem við útskrifuðum. Nú er okkar þjóðskipulag svoleiðis, að allt er miðað við tölur. Stúdentsprófið segir okkur, hver á að fá að læra verkfræði og ýmsar aðrar sérgreinar. Takmörkun er á akademisku frelsi. Það geta allir skrifað sig inn í lækna- og prestadeildina, svo og lögfræði, en tímatak- markanir um próf hafa verið settar og fleiri hömlur á hinu akademiska frelsi koma sjálfsagt í kjölfarið. Við vitum, að við þurfum tæknimenntaða menn og stærð- fræðimenntaða menn og menn menntaða í öllu þvi, sem máll skiptir. Þess vegna datt mér í hug að bera fram ályktun, sem hljóðar svona: ..Ráðstefnan vekur athygli Háskóla Islands og ráðamanna þjóðarinnar á þvi, að það er hættulegt að láta stúdentsprófseinkunn ráða því, hverjir fá að læra framhaldsnám". Sumir okkar beztu verkfræðingar eru með lélega stúdentsprófseinkunn. Þjóðin hefur ekki ráð á að útiloka þá stúdenta, sem e. t. v. gætu orðið beztir. Þakka. Steingrimur Jónsson: Ég held að tillögurnar stangist hvergi á. Finnbogi R. Þorvaldsson: Ég ætla þá fyrst að minnast á misskilning Skúla okkar Guðmundssonar. Það er síður en svo, að ég álíti að það útskrifist nægilega margir islenzkir verkfræð- ingar. Ég veit ekki, hvernig hann hefur fengið þá hug- mynd af því, sem ég sagði, og viðvíkjandi tölunum þarna á töflunni, þá er þar borið saman allt annað en hjá mér. Þessar tölur hans eru fjöldi verkfræðinga í hlutfalli við íbúatölu í hverju þjóðfélagi, en sá saman- burður, sem ég gerði, var útskrifaðir verkfræðingar á ári hverju móti fjölda íbúanna. Ég þakka Bolla Thoroddsen fyrir það, sem hann sagði um undirbúningskennslu okkar í verkfræði haustið 1940. Þegar rætt var um, hvort við ættum að innrita til náms alla þá, sem sæktu um að komast í verkfræðideild- ina, var ég því fylgjandi, að allir væru teknir, að við reyndum að koma öllum, sem sæktu um innritun, Ég leit svo á, að við ættum ekki að vera barnfóstrur fyrir menn, sem hefðu náð stúdentsprófi, að þeir gætu valið sér lífsstarf án þess að við settum hömlur vegna kennslu í deildinni. En reynslan hefur sýnt, að ég hafði þar ekki að öllu leyti á réttu að standa. Þrátt fyrir þær hömlur, sem settar voru á inntöku í deildina, höfðum við fengið stúdenta til kennslu í deildinni, sem virtust ekki geta valdið náminu. Það er ömurlegt að hafa nemanda í 4—5 ár og verða svo að segja við hann: „Góði minn, þú getur ekki haldið áfram verkfræðinámi hér". En samt sem áður eru settar takmarkanir við flesta skóla t. d. takmarkanir á tíma. Já, það eru takmarkanir og t. d. eru Danir komnir inn á þessa sömu braut. Þeir takmarka aðgang að náminu og takmarka tíma, sem hver nemandi má vera við námið. Hér í fámenninu kynnist lærisveinn og kennari miklu betur en hjá stærri þjóðum. Þar kynnast prófessorarnir venjulega lítið nemendum sínum. Hér er því ennþá ömurlegra að taka þátt i að eyða 4 eða 5 árum úr lífi þeirra stúdenta, sem að lokum gefast upp við nám í verk- fræðideildinni og vita, að þessum stúdentum gagnast lítið eða ekkert af því, sem þeir hafa lært hjá okkur. Auk teiknivinnu væri helzt, að þeir gætu tekið að sér kennslu, en einmitt þessir stúdentar eru oftast ekki heppilegir til þess að vera kennarar. Prófessor Leifur Ásgeirsson tók saman þá formúlu, sem höfð hefur verið við inntökuskilyrði í verkfræði- deildina. Reynslan hefur sýnt, að þessi inntökuskilyrði um lágmarkseinkunn eru sízf of ströng. Þeir stúdentar, sem eru nærri þeim mörkum, sem þarna eru sett, eiga oftast erfitt með að komast gegnum deildina. Ég vil að lokum lýsa ánægju minni yfir tillögu Skúla Guðmundssonar og stuðningsmanna hennar. Hún er stut't og gagnorð eins og hæfir verkfræðingum. Stelngrímur Jónsson: Ég þakka fyrir þetta. Ég vil geta þess í sambandi við þetta mál, sem siðast var rætt um, þá er það vissu- lega vandamál. Eins og við heyrðum i gær, er það helm- ingur af umsækjendum að tækniháskólunum í Noregi og Danmörku, sem ekki fá að komast inn, og á einhvern hátt verður að gera úrval. Þetta hefur verið rætt mikið, á hvern hátt þetta ætti að ske. Og það hafa komið viðbótartillögur, sem ég geri ráð fyrir að verði teknar að einhverju leyti upp í þessa nýju skipan um það, að fari fram próf strax á fyrsta ári, þannig að eftir tiltölulega stuttan námstíma, þá skeður úrvinnsla, þannig að ekki sé verið í þrjú ár með nemendur, sem valda náminu illa. Það væri til heilla fyrir alla aðila, að það sé skorið úr því sem allra fyrst. En það eru ýmsar hliðar á þessu og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.