Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 69

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 69
TlMARIT VFl 1960 99 Rögnvaldur Þorkelsson: Framleiðsla á vörum úr steinsteypu 1. Yfirlit. Framleiðsla á vörum úr steinsteypu hefst hér á landi 1907, en þá stofnuðu Jón Þorláksson og Böðvar Jónsson fyrirtœki til að annast þessa framleiðslu. Ári síðar gerð- ist Þorleifur Andrésson meðeigandi þess, en þessar upp- lýsingar eru hafðar eftir honum. Þetta fyrirtæki fram- leiddi steinsteyptar pípur og síðar einnig gangstéttar- hellur, hleðslusteina o. fl. Upphaflega var öll framleiðsla gerð án hjálparvéla af nokkru tagi. Nú eru starfandi milli 20 og 30 fyrir- tæki, sem framleiða vörur úr steinsteypu og nota flest eða öll vélar að meira eða minna leyti við framleiðsluna. 2. Fjáxfesting. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um heildarfjárfest- ingu í þessari grein, en hér fara á eftir upplýsingar um fyrirtæki í Reykjavík, sem telja má með þeim stærstu á landinu. Fjárfesting (árslok 1959). Þús. Byggingar kr. 1100 (brunabótamat) Vélar og tæki — 1600 (áætl. endurkaupsverð) Birgðir — 1100 (kostnaðarverð) Kr. 2800 3. Stofnfjárstuðull. Framleiðsluverðmæti á útsöluverði var árið 1959 kr. 3,9 millj. Verð rekstrarvöru, viðhalds og þjónustu skiptist þann- ig: Erl. Innl. Alls þús. kr. þús. kr. þús. kr. Rekstrarvara (sement, sandur, möl, olía, rafmagn o. fl.) 337 1010 1347 Viðhaldsvara og þjónusta (skipting í innl. og erl. er áætl.) 70 180 250 Þjónusta vegna reksturs 330 330 Alls þús. kr. 407 1520 1927 Fyming af byggingum, en þær eru ekki úr varanlegu efni, er áætluð 5% eða kr. 55 þús. Fyrning af vélum er áætluð 8% eða kr. 128 þús. Samanlögð fyrning verður þvi kr. 183 þús. Stofnfjárstuðull verður því: 2800 ____________ 16 3900 — (1927 +183) 4. Afköst vinnueiningar. Unnar vinnustundir á árinu voru samtals 48400 (verk- stjórn og afgreiðsla meðtalin). Ef gert er ráð fyrir að í árinu séu 47 fullar vinnuvikur með 58 stundum á viku þá samsvarar þetta 17,8 mann-árum, og er þá verk- stjórn meðtalin. Afköst vinnueiningar verður skv. þessu: 3900 - (1927 + 183) = 100 þús. kr. 17,8 Vinnukraftur er allur ófaglærður. 5. Erlendur samanburður. Erlendar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til saman- burðar. 6. Fraintíðarhorfur. 1 þessari iðngrein má vænta mikilla framfara hér á landi á sama hátt og orðið hefur víða erlendis. Síðustu árin hefur það færzt mikið í vöxt að hlutar úr húsum eru framleiddir i verksmiðjum. Þessir hlutar geta verið hlutar úr útveggjum húsa, tröppuþrep eða heilar tröpp- ur, svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna að stöðugar endurbætur eiga sér stað á þeim vélum, sem framleiða pípur, hellur og annan steyptan varning. Þessar nýju vélar framleiða betri vör- ur fyrir minna fé og spara mikið vinnuafl við fram- leiðsluna. Ólafur Tryggvason: STEINSTÓLPAGERÐ 1. Yfirlit um steinstólpagerð hér á landi. Rafmagnsveita Reykjavíkur byggði á árunum 1935 og 1937 steinstólpalínu frá Elliðaárstöð upp í Mosfellssveit, samtals tæpa 12 km að lengd. Stólparnir voru steyptir liggjandi með áföstum örmum. Stólparnir voru steyptir á staðnum, við línustæði. Á árinu 1944 tók til starfa verksmiðjan „Steinstólpar h/f“ í Reykjavík, og framleiðir steinsteypustólpa eftir þeytisteypuaðferðinni. Stólpar þannig gerðir eru holir að innan, en holrúmið myndast við það, að mót stólpanna er látið snúast í þar til gerðum vélum, þannig að steyp- an þeytist vegna miðflóttaaflsins út að veggjum rnóts-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.