Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 69
TlMARIT VFl 1960
99
Rögnvaldur Þorkelsson:
Framleiðsla á vörum úr steinsteypu
1. Yfirlit.
Framleiðsla á vörum úr steinsteypu hefst hér á landi
1907, en þá stofnuðu Jón Þorláksson og Böðvar Jónsson
fyrirtœki til að annast þessa framleiðslu. Ári síðar gerð-
ist Þorleifur Andrésson meðeigandi þess, en þessar upp-
lýsingar eru hafðar eftir honum. Þetta fyrirtæki fram-
leiddi steinsteyptar pípur og síðar einnig gangstéttar-
hellur, hleðslusteina o. fl.
Upphaflega var öll framleiðsla gerð án hjálparvéla
af nokkru tagi. Nú eru starfandi milli 20 og 30 fyrir-
tæki, sem framleiða vörur úr steinsteypu og nota flest
eða öll vélar að meira eða minna leyti við framleiðsluna.
2. Fjáxfesting.
Það liggja ekki fyrir upplýsingar um heildarfjárfest-
ingu í þessari grein, en hér fara á eftir upplýsingar um
fyrirtæki í Reykjavík, sem telja má með þeim stærstu
á landinu.
Fjárfesting (árslok 1959).
Þús.
Byggingar kr. 1100 (brunabótamat)
Vélar og tæki — 1600 (áætl. endurkaupsverð)
Birgðir — 1100 (kostnaðarverð)
Kr. 2800
3. Stofnfjárstuðull.
Framleiðsluverðmæti á útsöluverði var árið 1959 kr.
3,9 millj.
Verð rekstrarvöru, viðhalds og þjónustu skiptist þann-
ig:
Erl. Innl. Alls
þús. kr. þús. kr. þús. kr.
Rekstrarvara (sement, sandur, möl, olía, rafmagn o. fl.) 337 1010 1347
Viðhaldsvara og þjónusta (skipting í innl. og erl. er áætl.) 70 180 250
Þjónusta vegna reksturs 330 330
Alls þús. kr. 407 1520 1927
Fyming af byggingum, en þær eru ekki úr varanlegu
efni, er áætluð 5% eða kr. 55 þús. Fyrning af vélum er
áætluð 8% eða kr. 128 þús. Samanlögð fyrning verður
þvi kr. 183 þús.
Stofnfjárstuðull verður því:
2800 ____________ 16
3900 — (1927 +183)
4. Afköst vinnueiningar.
Unnar vinnustundir á árinu voru samtals 48400 (verk-
stjórn og afgreiðsla meðtalin). Ef gert er ráð fyrir að
í árinu séu 47 fullar vinnuvikur með 58 stundum á viku
þá samsvarar þetta 17,8 mann-árum, og er þá verk-
stjórn meðtalin.
Afköst vinnueiningar verður skv. þessu:
3900 - (1927 + 183) = 100 þús. kr.
17,8
Vinnukraftur er allur ófaglærður.
5. Erlendur samanburður.
Erlendar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til saman-
burðar.
6. Fraintíðarhorfur.
1 þessari iðngrein má vænta mikilla framfara hér á
landi á sama hátt og orðið hefur víða erlendis. Síðustu
árin hefur það færzt mikið í vöxt að hlutar úr húsum
eru framleiddir i verksmiðjum. Þessir hlutar geta verið
hlutar úr útveggjum húsa, tröppuþrep eða heilar tröpp-
ur, svo eitthvað sé nefnt.
Einnig má nefna að stöðugar endurbætur eiga sér stað
á þeim vélum, sem framleiða pípur, hellur og annan
steyptan varning. Þessar nýju vélar framleiða betri vör-
ur fyrir minna fé og spara mikið vinnuafl við fram-
leiðsluna.
Ólafur Tryggvason:
STEINSTÓLPAGERÐ
1. Yfirlit um steinstólpagerð hér á landi.
Rafmagnsveita Reykjavíkur byggði á árunum 1935 og
1937 steinstólpalínu frá Elliðaárstöð upp í Mosfellssveit,
samtals tæpa 12 km að lengd. Stólparnir voru steyptir
liggjandi með áföstum örmum. Stólparnir voru steyptir
á staðnum, við línustæði.
Á árinu 1944 tók til starfa verksmiðjan „Steinstólpar
h/f“ í Reykjavík, og framleiðir steinsteypustólpa eftir
þeytisteypuaðferðinni. Stólpar þannig gerðir eru holir að
innan, en holrúmið myndast við það, að mót stólpanna
er látið snúast í þar til gerðum vélum, þannig að steyp-
an þeytist vegna miðflóttaaflsins út að veggjum rnóts-