Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 29
TlMARIT VFI 1960
59
stuðla að því að menn vilji geyma verðmætin til morg-
undagsins, að menn vilji leggja fyrir, að rnenn vilji
spara, að menn sjái sér einhvern haga í því að spara,
að þetta sé lofsverð viðleitni, að menn séu hvattir til
þess, að menn sjái dyggð i þvi að einhver leggi til
hliðar fjármagn, eða leggi fram fjármagn, sem síðan
sé hægt að kaupa fyrir vélar, tæki, skip, byggja hafnir,
vegi, brýr, leggja i framkvæmdir i jarðrækt, og margt
fleira, og þá náttúrulega að menn fái hæfilega greiðslu
fyrir slíka þjónustu, því að hún byggist á sjálfsafneitan.
Hér getur löggjafinn orkað miklu með heppilegri
lagasetningu, en launþegasamtökin geta hér haft mikil
áhrif til góðs, með þvi að koma fram með sanngirni og
skilningi.
UMRÆÐUR
Steingrímur Jónsson:
Ég þakka dr. Benjamín bankastjóra fyrir þetta ítar-
lega erindi og fróðlega og sérstaklega athyglisverða.
Það liggur hér fyrir, að við tökum til við umræðuþátt,
en ég held það gæti verið hressandi að fá eins og fyrri
daginn fimm mínútna frí, svo menn geti staðið upp
og hvílt sig. —
Háttvirta samkoma. Ég hafði hugsað mér, að við
byrjuðum á umræðum um þessi síðari mál, vélvæð-
ingu, vinnuhagræðingu og efnahagslegar framfarir núna
fyrst, geymdum svo menntamálin, þar til á eftir. Nefnd-
in hefur gert hér tillögu að ályktun um vélvæðingu,
vinnuhagræðingu og efnahagslegar framfarir. Ég vil
biðja Skúla Guðmundsson að gera svo vel að útbýta
henni meðal manna, en ég skal lesa það upp á meðan.
„Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga haldin 22.—23.
september 1960 vekur athygli landsmanna á því, að und-
anfarin ár hefur ekki tekizt að auka verðmæti þjóð-
arframleiðslu á mann hér á landi með sambærilegum
hraða við það, sem nú gerist með öðrum þjóðum.
Hefur þó þjóðin lagt harðar að sér um fjárfestingu
til sköpunar varanlegra verðmæta og öflun framleiðslu-
tækja en flestar nágrannaþjóðirnar, enda haft mikið fé
milli handa, bæði afrakstur framleiðslustarfsemi sinnar,
erlent lánsfé og bein framlög frá öðrum þjóðum.
Mikil og kostnaðarsöm vélvæðing, sem átt hefur sér
stað í flestum greinum atvinnulífsins, hefur ekki borið
þann árangur, sem vænta mátti. Til jafnaðar hafa fram-
leiðsluafköst einstaklinganna ekki farið nægilega vax-
andi, og hafa þó flestir Islendingar langan vinnudag.
Afleiðing þessa getur naumast orðið önnur en sú, að
lífskjör landsmanna fari rýrnandi miðað við aðrar þjóð-
ir, ef svo heldur sem horfir, enda sjást þess glögg merki.
Islendingar geta ekki til lengdar lifað af öðru en af-
rakstri þeirra náttúruauðæfa, sem landsmenn ráða yfir,
ásamt hugviti, vinnuafli og fjármagni því, sem þjóðin
á eða er trúað fyrir.
Fámenn þjóð eins og Islendingar, sem algjörlega er
háð utanríkisviðskiptum, býr í harðbýlu landi með fá-
breytta atvinnuvegi, getur ekki viðhaldið lífskjörum á
við aðrar þjóðir nema hún sé samkeppnisfær á mörk-
uðum heimsins með útflutningsvörur sinar.
Á undanförnum árum hefur verið leitazt við að tryggja
samkeppnishæfni útflutningsframleiðslunnar með ýmsum
annarlegum ráðum, sem mörg hver hafa allt annað en
örvað viðleitni framleiðenda til þess að lækka tilkostn-
aðinn með hagkvæmari rekstri, eða hækka verðmæti
framleiðslunnar með vöruvöndun og bættum framleiðslu-
aðferðum. Þessum mikilvægu atriðum hefur því miður
verið allt of lítill gaumur gefinn í sambandi við þá vél-
væðingu á atvinnuvegunum, sem farið hefur fram.
Það hlýtur þvi að vera megin viðfangsefni Islend-
inga næstu ár, að bæta nýtingu og auka afköst fram-
leiðslutækjanna og vinnuaflsins, sem starfandi er í land-
inu, þannig að framleiðsluverðmætið að frádregnum til-
kostnaði verði til jafnaðar sambærilegt við það, sem
þekkist hjá öðrum þjóðum S hverjum tíma.
Vélvæddir framleiðsluhættir gera nýjar og strangari
kröfur um skipuleg vinnubrögð í undirbúningi að upp-
byggingu, rekstri og stjórn hverskonar framleiðslustarf-
semi, en áður var. Þeir útheimta sifelldar rannsóknir
og sífellt vakandi eftirlit með nýtingu allra þátta fram-
leiðslunnar, hráefna, framleiðslutækja, vinnuafls, fjár-
magns, markaða o. s. frv., að ógleymdri framleiðsluvör-
unni sjálfri. Markmiðið á að vera framleiðsla sem beztr-
ar vöru með sem lægstum tilkostnaði. Sé þessara mik-
ilvægu atriða ekki gætt, getur vélvæðingin eins vel
orðið baggi.
Flestar þjóðir aðrar en Islendingar hafa lagt á það
mikla áherzlu á undanförnum árum að efla hverskonar
tilrauna- og rannsóknastarfsemi í þágu atvinnuveganna
og jafnframt að þjálfa sem flesta menn í tæknifræðum
og þeim greinum náttúruvísinda, sem þau byggjast á,
beinlinis með þarfir framleiðslustaríseminnar fyrir aug-
um. Árangur þessara aðgerða er þegar að koma fram
i vaxandi velmegun meðal flestra nágrannaþjóða okkar.
Það er álit ráðstefnunnar, að Islendingar geti ekki
fremur en aðrar þjóðir viðhaldið lífskjörum sínum hvað
þá bætt þau, nema þeir taki upp vísindalegar nútíma
vinnuaðferðir í rekstri atvinnuvega sinna, og raunar í
rekstri þjóðfélagsins alls.
Til þess að þetta sé mögulegt verður nú og framvegis
að leggja hina ríkustu áherzlu á að þjálfa með þjóð-