Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 60
90
TlMARIT VFI 1960
andi eftir árstíðum, því mjög mikill munur er á mjólk-
urmagninu sumar og vetur. Ef tekið er meðaltal af
breytingum þessum, reyndist starfsmannafjöldinn vera
53 konur, 160 karlar, eða samtals 213. Samkvæmt fram-
anrituðu verða því afköst vinnueiningar:
295.591.050 — (244.144.467 + 3.177.838)
213 - 226 614
5. Erlendur samanburður:
Ekki liggja fyrir upplýsingar erlendis frá til saman-
burðar við ofangreinda stuðla.
6. Tæknilegar umbætur:
Síðan 1958 má segja að allt að því bylting hafi orðið
í mjólkuriðnaði hér á landi. Er þar fyrst að nefna Mjólk-
urbú Flóamanna, sem byggt hefur verið upp frá grunni
og búið nýtízku vélakosti. Þá hafa risið upp nýjar mjólk-
urstöðvar á Ólafsfirði, Hvammstanga, Egilsstöðum, Nes-
kaupsstað og Höfn í Hornafirði. Ennfremur munu á
þessu ári og næstu árum fara fram gagngerar breyt-
ingar og endurbyggingar á Mjólkurstöðinni í Reykja-
vik, mjólkurbúinu í Borgarnesi og á Blönduósi.
Varðandi tæknilegar nýjungar, skal það eitt sagt, að
þær eru frekar hægfara, en þó stöðugar og mun íslenzk-
ur mjólkuriðnaður í framtiðinni hagnýta sér þær er-
lendar nýjungar, er að gagni megi koma við íslenzkar
aðstæður.
Páll Lúðvíksson:
K JÓTIÐN AÐIJR
1. Sögulegt yfirlit og tæknileg þrómi.
Vélræn framleiðsla kjötvara hefst hér á landi um
1920. Var sú framleiðsla hafin af fyrirtækjum, sem
jafnframt framleiðslunni höfðu sölu á framleiðsluvör-
um sínum í eigin sölubúðum og til annara aðila. Er það
fyrirkomulag ríkjandi enn í dag, því að ennþá er ekkert
sérfyrirtæki eða verksmiðja starfandi, sem rekur kjöt-
vinnslu eingöngu þrátt fyrir tilkomu nýrra fyrirtækja í
þessari grein. Má segja, að flest fyrirtæki, sem hafa á
hendi sölu og dreifingu kjötvara, reki einnig kjötiðnað
í misstórum stíl. Vegna þess hve iðnaður þessi er ná-
tengdur smásölu matvæla er næstum ókleift að fá ná-
kvæmar upplýsingar og þá einkum tölur um framleiðslu
og fjárfestingu í iðnaðinum.
Kjötiðnaður var lögfestur sem iðngrein 1951. Stétt-
arfélag kjötiðnaðarmanna var stofnað 1947 og eru fé-
lagsmenn nú um 60 talsins á öllu landinu, en þó flestir
í Reykjavík. Auk fagmanna starfar við iðngrein þessa
mikill fjöldi ófaglærðra starfsmanna.
Framleiðsluaðferðir í þessari iðngrein hafa mjög litið
breytzt frá því vélræn framleiðsla hófst hér, svo að varla
er um tæknilega þróun að ræða, frekar tæknilegar um-
bætur.
Gerðir framleiðsluvéla hafa engum stórbreytingum
tekið á þessu tímabili, en komið hafa fram stærri og
fullkomnari vélar. Aðalefni til kjötiðnaðar eru innlend,
en einnig eru notuð erlend aukaefni. Innlendu efnin eru
kindakjöt, nautakjöt og svínakjöt og auk þeirra mjólk-
urduft og kindagarnir. Erlendu efnin eru einkum mjöl,
allt krydd, nautagarnir, svínagarnir, og garnir úr gerfi-
efnum. Er þetta að mestu óbreytt frá því vélræn fram-
leiðsla hófst hér, en fjölbreytni framleiðsluvara hefur
stöðugt aukizt á þessu tímabili.
2. Fjárfesting.
Af ástæðum, sem áður hafa verið nefndar, er mjög
erfitt að fá upplýsingar um fjárfestingu í þessari iðn-
grein og hefur reynzrt ókleift að fá upplýsingar um heild-
arfjárfestingu í iðngreininni.
Hefur því verið reynt að fá upplýsingar um fjárfest-
ingu eins fyrirtækis, en það gefur því miður ekki alveg
rétta mynd af fjárfestingu iðnaðarins, vegna þess að
jafnframt framleiðslunni selur fyrirtækið framleiðslu-
vörur sínar bæði í eigin verzlun ásamt aðkeyptum vör-
um og til annara aðila í heildsölu, og er iðnaður og sala
ekki aðskilin tölulega. Þá eru hjá fyrirtækinu framleidd-
ar vörutegundir, sem ekki geta talizt kjötvörur og er
framleiðsla þeirra heldur ekki aðgreind frá öðru. Tölur
þær, sem hér fara á eftir, gilda því um fyrirtæki, sem
jafnframt framleiðslu selur sínar vörur og annara og
starfar í leiguhúsnæði.
Fjárfesting í árslok 1958:
1. Húsakostur 950.000.00
2. Aðalvélar 150.000.00
3. Aðrar vélar og áhöld 440.000.00
4. Innréttingar 860.000.00
5. Bifreiðir 180.000.00
6. Birgðir 750.000.000
Kr. 3.330.000.00
Hér skal tekið fram, að liður 2 er tengdur kjötvinnslu
eingöngu og liður 6 að mestu tengdur smásöluverzlun,
en aðrir liðir skiptast í ókunnum hlutföllum milli vinnslu-
deildar og verzlunar.
3. Stofnf járstuðull.
Söluverðmæti allra vara fyrirtækisins ásamt sölu smá-
söluverzlunar var um 10,2 millj. kr. á árinu.
Verð rekstrarvöru, viðhaldsvöru og þjónustu var sem
hér segir:
Rekstrarvara 8.061.000.00
Þjónusta vegna reksturs 18.000.00
Viðhaldsþjónusta og
viðhaldsvörur 113.000.00
Alls. kr. 8.192.000.00
(brunabótamat)
(áætl. kostnaðarverð)
(kostn.verð meðalb.)