Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 68

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 68
98 TlMARIT VFl 1960 ugt verið unnið að ýmsum umbótum á tækjum og aðferðum, sem notuð eru í slíkum verksmiðjum. Sem dæmi um slíkt má nefna nýjar gerðir tækja til vetnis- framleiðslu með rafgreiningu og nýjar gerðir afriðla. Einnig hefur sjálfvirkni í verksmiðjum tekið miklum framförum á undanförnum árum, og væri nú í dag hægt að koma slíku við í miklu stærri stíl en hægt var, þegar verksmiðjan var byggð, og spara með því vinnuafl. Gera má ráð fyrir því, að þegar afköst Áburðarverk- smiðjunnar á köfnunarefnissamböndum verða aukin, verði allar slíkar nýjungar nýttar eins mikið og hag- kvæmt þykir. Um aukna fjölbreytni á framleiðsluvörum verksmiðjunnar hefur verið rætt og þá helzt ráðgert að fara út í framleiðslu alhliða áburðar, þ. e. köfnunarefnis, fosfór og kalíáburðar. Engar endanlegar ákvarðanir í þeim málum hafa hins vegar verið teknar. Það er ljóst, að aukin fjölbreyt'ni á framleiðsluvörum verksmiðj- unnar mundi hafa hagstæð áhrif á þá stuðla, sem reikn- aðir voru út hér að framan, sérstaklega afköst vinnu- einingarinnar. Þannig er áætlað, að yrði t. d. stofn- kostnaður slíkrar viðbótar um 50 millj. kr., yrði stofn- fjárstuðull heildarinnar ca. 6,3 fyrsta árið, sem slík við- bót væri starfrækt. Afköst vinnueiningarinnar yrðu hins vegar ca. 0,43 millj. kr. Dr. Jón E. Vestdal: FRAIVILEIÐSLA SEMEIMTS 1. Framleiðsla sements hófst á miðju ári 1958, og er því enn eigi um tæknilega þróun að ræða á því sviði hér á landi. 2. Fjárfesting í þessari atvinnugrein var um áramót- in 1958—59 alls 161 milljón, er sundurliðast þannig: Byggingar og önnur mannvirki kr. 73,9 millj. Vélar og tæki til framleiðslu — 74,7 — Bílar og önnur áhöld — 3,4 — Birgðir hráefna og framl.vara — 9,0 — 3. Verð framleiðsluvöru verður að áætla, þar sem verð hennar frá verksmiðju er misjafnt eftir því, hvar á land- inu hún er notuð og enn hefir ekki fengizt reynsla fyrir því, hve mikið er notað í hverjum landshluta. Á næsta ári ættu að verða til öruggar tölur í þessu sam- bandi. Áætlað verð frá verksmiðju á árlegri framleiðslu er 66,0 millj. Verð rekstrarvöru, viðhaldsvöru og þjónustu er sundurliðað i eftirfarandi töflu: Erl. Tollar Innl. Alls þús.kr. þús. þús. þús. Rekstrarvara (skeljasandur, gips, umb., olía, rafm., ýmisi.) 11.704 19 6.600 18.323 Viðhaldsvörur, (varahlutir) 1.093 148 914 2.155 Þjónusta tengd rekstri 100 25 125 Þjónusta tengd viðhaldi 100 100 Alls 12.897 167 7.639 20.703 (Yfirfærslugjaldið, 55%, er alls staðar innifalið í inni. kostnaði). Raunveruleg verðmætisrýrnun fjármuna þeirra á hverju ári, sem bundnir eru í verksmiðjunni til fram- leiðslu sements, verður að teljast fremur lág, því af- kastagetan helzt óbreytt áratugum saman, ef verksmiðj- unni er vel haldið við. Þykir þvi ekki ósanngjarnt að áætla fyrningu 3% á ári á vélum og mannvirkjum, eða kr. 4,6 millj. Samkvæmt ofanrituðu er stofnfjárstuðullinn: 161 66,0 — (20,7 + 4,6) 4. Starfsmannafjöldi sex vetrarmánuðina nóv.—apríl er nokkru lægri en sumarmánuðina, maí—okt. Stafar það af tvennu: a) Líparit er sprengt, malað og flutt til verksmiðjunn- ar að sumarlagi, og fellur sú starfsemi algjörlega nið- ur á veturna. b) Afhending sements frá verksmiðjunni er miklu meiri að sumrinu en að vetrarlagi. Starfsmannahald verður því þannig: Mánuðina nóv.—apríl 79 karlar 7 konur maí—okt. 107 — 7 — Ársmenn 100. Afköst vinnueininga verður skv. ofanrituðu: 66,0 — (20,7 + 4,6) 100 0.407 millj. kr. 5. Eigi er unnt sem stendur að gera samanburð við erlendar verksmiðjur á stofnf járstuðli og afköstum vinnueininga. 6. Verksmiðja sú, sem hér er um að ræða, er nýtek- in til starfa, og var hún þannig gerð, að allar tæknilegar nýjungar voru hagnýttar og reynt að spara vinnuafl eftir megni. Sem stendur er því ekki útlit fyrir tæknilegar um- bætur eða afkastaaukningu á næstunni, 7. Skýrsla þessi byggist að verulegu leyti á áætlun- um, enda hefur verksmiðjan ekki enn verið starfrækt heilt ár, en stuðzt hefur verið við rekstursreikninga eftir föngum. Varla mun þó ónákvæmni sú, sem af þessu leið- ir, raska lokaniðurstöðum verulega. En þess er vinsam- legast vænzt, að þetta sé haft í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.