Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 21
TlMARIT VFÍ 1960 51 sama hátt í eitt skipti fyrir öll. Að þessu leyti er fjár- magnið frábrugðið tækninni. Við getum sagt að tækni- þekking, sem menn hafi öðlast, glatist ekki aftur, heldur verði almenningseign, en sama er ekki hægt að segja um fjármagnið. Því verður í rauninni aðeins viðhaldið með ákvörðun um að nota verðmætin ekki til neyzlu, þ. e. a. s. að eyða ekki verðmætunum í þarfir líðandi stundar. Og sér í lagi er þetta ljóst, þegar um nýtt fjár- magn er að ræða, viðbótarfjármagn. Sú leiðin til þess að auka framleiðni, sem mesta at- hygli vekur, er aukning fjárfestingarinnar. Hinar nýju vélar kosta fé. Hin nýju og betri hjálpartæki kosta mikið fjármagn. Hvað er það þá, sem við köllum kostnað og sem er hinn mikli Þrándur í Götu? Þegar við athugum verð á nýjum framleiðslutækjum, eins og vélum eða skipum, sjáum við að framleiðslu- kostnaður þeirra skiptist í nokkra höfuðþætti. Fyrst og fremst er greiðsla til verkafólksins, sem hefur unnið við framleiðslu vélanna. 1 öðru lagi eru ýmis hráefni eins og málmar. Þá er eldsneyti eða orkugjafi eins og kol, olía eða rafmagn. Þá er greiðsla fyrir notkun á húsnæði, og svo greiðsla fyrir notkun á tækjum eins og vélum, bifreiðum o. þ. h. Ef við svo aftur skoðum hvað vélarnar séu, sem not- aðar eru, og húsin sem notuð eru, og hráefnin og elds- neytið sem notað er, þá sjáum við fljótlega að einnig þessir þættir eru að langmestu leyti vinnulaun. Við kom- umst því fljótt að raun um, að vinnulaunin eða greiðsl- ur fyrir aðra hliðstæða mannlega þjónustu, er lang- stærsti liðurinn. Maðurinn sjálfur er beint eða óbeint lang stærsti framleiðsluþátturinn. 1 raun og veru kom- umst við fljótlega að niðurstöðu um það, að auk vinnu- launa, beinna eða óbeinna, eru aðeins tveir þættir sem skipta máli. Annar er greiðsla fyrir notkun á náttúru- auðlindum, sem ekki er nægilega mikið til af, eins og t. d. landrými á heppilegum stað, eða vatnsafl, þar sem vatns- aflið er ekki ótakmarkað. Það verður að greiða eitthvað fyrir notkun þessara náttúruþátta til þeirra sem eiga þá, og ekki er hægt að kalla það vinnulaun, þ. e. a. s. það er greidd renta eða leiga. 1 öðru lagi er svo greidd þóknun til þeirra, sem leggja fram fjármagnið. Allur kostnaður við vélar og tæki, og allur kostnaður við nýja tækni, verður þess vegna skipt í vinnulaun, leigu eftir takmörkuð náttúrugæði og leigu eftir fjármagn. Hvað viðkemur leigu eftir náttúrugæði, þá sjáum við fljótlega, að það er síður en svo að það séu kostnaðar- lausar tekjur fyrir eigandann. Eigandinn hefur í flest- um tilfellum keypt viðkomandi náttúrugæði og goldið fullf verð fyrir. Eins og venjulegt er, í þjóðfélagi þar sem gæðin ganga kaupum og sölum, er auðvitað hægt að kaupa og selja hin misjöfnu gæði náttúrunnar, alveg eins og hægt er að kaupa mannlega þjónustu, sem er misjafnlega góð og af mismunandi tagi. Viljum við sakast um einhvern fyrir það, að við skulum þurfa að greiða gjald fyrir náttúrugæðin, þá yrðum við að fara býsna langt aftur í tímann, því að það voru landnáms- mennirnir, sem í upphafi köstuðu eign sinni á þau. Þá er það fjármagnið. Hvað er þetta fjármagn ? Ef við lesum um fjármagnið hjá höfundum hinnar svoköll- uðu sígildu hagfræði, þá sjáum við að þeir töluðu yfir- leitt um fjármagnið sem neyzluvöru, Þegar talað er um fjármagnið í dag, þá meina menn yfirleitt hluti eins og vélar, skip, hús og þessháttar. En fyrr meir áttu menn aðallega við neyzluvörur þær, sem verkalýðurinn kaupir, þegar þeir töluðu um fjármagn. Og það er ekki svo erfitt að gera sér grein fyrir hvers vegna. Ef við tökum mannvirki eins og orkuverin, þá sjáum við að fjár- magnið, sem notað er til þeirra, fer að mestu leyti til þess að greiða með vinnulaun beint — og miklu meira en helmingur af því, sem eftir er, fer til að greiða vinnu- laun — óbeint, Fjármagnið er þess vegna fyrst og fremst greiðsla á vinnulaunum. Verkamennirnir, sem vinna að byggingu orkuveranna fá greidd vinnulaun sín um leið og verkið er af hendi leyst. Vinnulaun sín nota þeir siðan til þess að kaupa fyrir það sem þeir þurfa til daglegs viðurværis. Fjármagnseigandinn, kapitalistinn, leggur þess vegna í raun og veru til neyzluvörur og önnur gæði, sem verkamaðurinn þarf sér til lífsviðurværis. 1 staðinn má segja fær hann verðmætin sem myndast, þ. e. a. s. orkuverin eða önnur mannvirki, sem gerð eru, og verðmæti þeirra er jafnt hinum útlagða kostnaði. Verðmæti þau, sem bundin eru í orkuverunum, verða ekki notuð ti! þess að fullnægja þörfum okkar á líðandi stund, þeirri líðandi stund þegar þau eru byggð. Verka- maðurinn þarf að fá viðurværi í dag, og það jafnmikil og svarar til verðmætis vinnu hans, en gæðin, sem raf- stöðin, eða hin nýju mannvirki mynda, þau sjá fyrst dagsins Ijós á næstu 10, 20 eða 30 árum og jafnvel á lengri tíma. Það sem fjármagnseigandinn gerir þá er að hann er maðurinn, sem er reiðubúinn að bíða, hann er maðurinn sem er reiðubúinn að geyma verðmætin til framtíðarinnar, í stað þess að neyta þeirra í dag. Fyrst verðmætin eru í þeirri mynd, að þau verða alls ekki not- uð i dag, þau eru vélar en ekki matvæli, skulum við segja, þá verður einhver aðili að vera reiðubúinn að geyma til morgundagsins. Á þessari staðreynd byggjast efnahagslegar framfarir. Ég er langorður um þetta atriði, vegna þess að ég hef hvað eftir annað séð í blöðunum frásagnir af opin- berum fundum ýmiskonar fyrirtækja, eins og t. d. Sogs- virkjunarinnar, þar sem gerðar eru þær athugasemdir við reikninga, að stór hluti kostnaðarreikningsins sé greiðsla til fjármagnseiganda, þ. e. a. s. vextir og afborg- anir, og að þetta mætti hreinlega skera niður. Hug- myndin er ákaflega barnaleg, en ekki óalgeng. Hvað eru þessir vextir og afborganir? Af því sem ég hef þegar sagt ætti að vera ljóst, að afliorgarnirnar eru að megin- hluta endurgreiðsla á vinnulaununum, sem verkamönn- unum voru greidd þegar mannvirkið var byggt, eða end- urgreiðsla á vinnulaununum sem greidd voru verkamönn- unum, sem unnu að því að smíða vélarnar. Meginhluti allra afborgana eru ekki annað en vinnulaun, sem greidd eru þarna eftir á. Fjármagnseigandinn lagði þau út um leið og verkið var unnið. Afborgarnirnar eru greiðsl- ur til hans, sem koma, maður gæti sagt: seint og síðar- meir. Það er því síður en svo að hlutverk fjármagnsins sé lítilvægt i þessu 9ambandi, enda vita menn ósköp vel, að það sem tefur æskilegar framfarir, er fyrst og fremst skortur á fjármagni. Verkamaðurinn verður að fá greitt verk sitt i dag, en mannvirkið skilar verð- mætinu fyrst á löngum tíma. Þetta er kjami málsins. Það er takmarkað hvað menn eru reiðubúnir að leggja á sig mikla sjálfsafneitun og geyma til framtiðarinnar af verðmætum. Fólkið er bráðlátt, þarfirnar knýjandi og brýnar, og það er takmarkað hve mikið menn vilja að sveitarfélögin og ríkið taki af okkur í sköttum og leggi i verðmæti, sem ekki verða notuð í dag, heldur eingöngu smám saman i framtiðinni. Þess vegna er fjár- magnið takmarkað og nauðsynlegt að varðveita það sem til er, og örva myndun nýa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.