Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 57

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 57
TlMARIT VFÍ 1960 87 Haraldur Árnason: VÉLABlJSKAPIiR 1. Sögulegt yfirlit. Landbúnaður er elzti atvinnuvegur Islendinga. Búskap- arhættir voru að heita má óbréyttir frá söguöld til síð- ustu aldamóta og jafnvel enn lengur. Fyrstu hestaverk- færin, sláttuvél og rakstrarvél, voru flutt inn rétt fyrir síðustu aldamót. Það er þó ekki fyrr en um og eftir 1910 sem bændur fara að eignast hestasláttuvélar og rakstr- arvélar að einhverju ráði. Ekki varð þó verkfærakostn- aður almennari en það, að í árslok 1945 var talið, að í landinu væru 3050 hestasláttuvélar, 1750 rakstrarvélar, 177 snúningsvélar, 80 múgavélar og 170 áburðardreif- arar. Þá munu einnig hafa verið til um 260 hjólatraktor- ar, 30 beltatraktorar og 200 traktorsláttuvélar. Flestir traktoranna, eða 200 stk., höfðu verið fluttir inn árið 1945. Fjöldi bænda mun þá hafa verið ca. 6300 á landinu. 1 þessari greinargerð verður miðað við, að vélabúskap- ur hefjist 1946, enda byrja bændur þá að hagnýta vél- knúin landbúnaðartæki, traktora og traktorsverkfæri. Innflutningur traktora var frá 1945-—1950 um 1300 traktorar, en frá 1951—1958 voru fluttir inn rúmlega 3500 traktorar. Innflutningur annarra búvéla hefur einn- ig verið mikill á þessum árum. Þá hefur fjöldi bænda eignazt jeppa og nokkrir vörubíla. 1 árslok 1958 er talið, að bændur landsins, um 6000 að tölu, hafi átt 2567 jeppa, 4843 hjólatraktora, 4543 traktorsláttuvélar, 2111 múga- vélar, 872 snúningsvélar, 1217 plóga, 724 herfi, 161 jarð- vegstætara, 368 mykjudreifara, 742 áburðardreifara (fyr- ir tilbúinn áburð), 486 ámoksturstæki og margt af öðr- um verkfærum. Þó að bændur séu taldir eiga allmikið af hestaverkfærum, eru flest þeirra komin úr notkun, enda hafa þau lítið sem ekkert verið flutt inn á seinni árum. Um 1000 bændur hafa mjaltavélar og e. t. v. 2500 súgþurrkunartæki eru í notkun (áætluð tala). Ræktunarsambönd eru um sextíu á landinu. Sjá þau um ræktun fyrir bændur. Þau eru talin eiga um 160 beltatraktora, um 30 hjólatraktora, um 200 þungbyggð herfi, 44 skjærpeplóga (djúpristuplóga), 25 kílplóga o. fl. tæki. Þá eiga ræktunarsambönd 10 skurðgröfur. Enn- fremur vinna á vegum Landnáms ríkisins 4 skurðgröfur og 32 á vegum Vélasjóðs. Nýting véla þeirra, sem íslenzkur landbúnaður hefur yfir að ráða, er mjög misjöfn. Skurðgröfur eru yfirleitt mjög vel nýttar, enda vinna flestir skurðgröfumenn á- kvæðisvinnu. Jarðyrkjuvélar ræktunarsambandanna eru margar vel nýttar en sumar illa. Sumar jarðýtur rækt- unarsambanda eru næstum eingöngu notaðar til vega- vinnu. Búvélar bænda eru nýttar mjög misjafnlega. 2. Yfirlit yfir heiklarfjárfestingu og mannfjölda. Fjármunaeign í íslenzkum landbúnaði er sýnd í töfl- unni hér neðan við í millj. kr. 1946 1958 Á verðlagi Á verðlagi ársins 1954 ársins 1954 Búfé 154.1 333 538 445 Vélvæðing 33.1 71 285 217.9 Útihús 160 341 830 636.6 Ræktun 198 423 990 814.7 Samtals: 545.2 1168 2643 2114.2 I aftari dálkinum fyrir hvort ár eru heildarfjárfest- ingartölur umreiknaðar i verðlag ársins 1954 samkvæmt vísitölu neyzluvöruverðs, en vísitala neyzluvöruverðs var 46.9 1946 og 130.3 árið 1958 miðað við 100 árið 1954. Vélar eru afskrifaðar um 10% af stofnverði hvers árs (minnkandi afskriftir). títihús eru afskrifuð um 5% af stofnverði á ári. Fjöldi fólks, sem starfar við lændbúnað 1946 og 1958. Tölurnar eru þannig fengnar: I. Bændur eru taldir 6300 árið 1946 en 6000 árið 1958 og eru það e. t. v. ekki alveg réttar tölur vegna þess, að ekki er alltaf hægt að henda reiður á, hverja telja ber bændur, enda er skilgreining á því ónákvæm. II. Kaupgreiðslur bænda hafa verið eins og taflan sýnir: 1946 1958 Dagar Dagar Karlar 941.061 646.187 Konur 887.919 575.584 Liðléttingar 197.730 377.768 Samanlagður starfsmannaf jöldi (karlmannsgildi) er fundinn með því að gera ráð fyrir 300 vinnudögum í árinu. Vinnukona er talin svara til % karlmanns og lið- léttingur til y2 karlmanns miðað við afköst. Taflan sýnir starfsmannafjölda: 1946 1958 Karlmanns- gildi 1946 1958 Bændur 6300 6000 1/1 6300 6000 Vinnumenn 3137 2120 1/1 3137 2120 Vinnukonur 2960 1940 % 2220 1455 Liðléttingar Samtals 648 1258 % 324 11.981 629 10.204 Verð rekstrarvöru, viðhaldsvöru og þjónustu skiptist þannig árið 1958. (Sjá töflu): Erl. Tollar Innl. Alls 1. Rekstrarvara (benzín, olíur, áburður, útsæði, fóðurvörur) 2. Flutningskostnaður 3. Leiga af jörðum 4. Fyrning véla 5. Annar rekstrarkostnaður 82.450.000 6.000.000 11.420.000 2.500.000 104.444.000 22.000.000 2.947.000 16.320.000 32.337.000 198.314.000 30.500.000 2.947.000 16.320.000 32.337.000 6. Alls 88.450.000 13.920.000 178.048.000 280.418.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.