Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 24
54 TÍMARIT VFl 1960 mál, að það eigi að fara í þá atvinnuvegi, þar sem arð- urinn af fjármagninu er mestur hverju sinni. Þegar full er atvinna mundi ég segja að framleiðnisjónarmiðið eigi skýlaust að ráða, en þegar atvinnuleysi er, þá verði einnig að taka tillit til atvinnutækifæranna. Þegar á að fara að tala um framleiðniatriðið og velja þær atvinnugreinar þar sem framleiðniaukningin er eða mundi verða mest, þá er ýmiskonar vandi á höndum. Flestir telja fram iðnaðinn, það þurfi að setja upp nýj- an iðnað eða endurskipuleggja iðnað sem fyrir er. Af því sem ég hef þegar sagt, ætti samt að vera ljóst að aukning tekna fyrir hverja vinnustimd er að fá fyrir okkur öll úr hverri þeirri atvinnugrein, sem getur auk- ið framleiðni sína. 1 okkar landi eru alveg eins miklir möguleikar á því að auka lifskjörin og bæta með því að auka framleiðnina á sviðum eins og í landbúnaðinum. Ef við getum aukið afköstin í landbúnaðinum þannig að þau tvöfaldist — og reynsla seinustu ára styður þessa tilgátu — þá er augljóst mál, að þetta er gífurlegt hagsmunamál fyrir alia þjóðina, ekki aðeins bændurna. Ef við lítum á tölurnar, þá sjáum við, að framleiðslu- magn landbúnaðarins hefur aukizt um kringum 55% frá 1946 til 1958, eða á sama tíma og fólkinu í landbúnað- inum hefur fækkað um 15%. Það hefur þvi orðið rífleg framleiðsluaukning, sem byggist á framleiðniaukningu. Nú þarf auðvitað að taka tillit til þess, að landbúnaður- inn er rekinn með meiri tilkostnaði en áður. Landbúnað- urinn hefur verið vélvæddur, og mikið fé hefur verið lagt í ræktun. En þótt tekið sé tillit til aukins tilkostn- aðar í landbúnaðinum, þá verður samt eftir mikilvæg framleiðniaukning. Það vantar mikið á það að hér hafi allir möguleikar verið tæmdir. 1 rauninni er málið ekki komið lengra en það, að hægt sé að segja að það sé á góðum rekspeli. Þurrkun landsins er að vísu komin vel á veg, og þar verður gífurlega mikið gert á næstu ára- tugum. En það er annað mál skilt því, sem ekki er nægi- lega mikill gaumur gefinn ennþá, vegna þess að það er ekki eins arðbært og skilar ekki eins fljótt arðinum og aðrar framkvæmdir í landbúnaðinum, og það er skóg- ræktin. Þegar hún er orðin fastur liður í búskap bænda mun hún gefa mikið i aðra hönd. Skógurinn bætir landið, sérstaklega rakaástand jarðvegsins, forðar landskemmd- um, og bætir allar aðstæður fyrir annan gróður, og er þess vegna gífurlega þýðingarmikill liður í jarðrækt og landbúnaði. 1 þessu máli eru bændurnir ekki ennþá byrjaðir. En ég er sannfærður um það, að kynslóðir framtíðarinnar munu þekkja hið nakta og nagaða, hið rænda og rúða land okkar, aðeins af afspum. Að svo miklu leyti sem bændurnir eru farnir að fást við skóg- rækt, þá er það að skilja fremur sem garðrækt eða tilraunastarfsemi, en sem landbúnað. Með skóginum skapast einnig möguleikar til miklu fjölbreyttari land- búnaðar en nú. Ég skal ekki fara nánar út I það mál í þetta sinn. Aðal tilgangur minn með þessum orðum um landbún- aðinn er sá, að benda á það, að það sem allt veltur á í sambandi við fjárfestinguna er að hún sé í atvinnugrein- um, þar sem hægt er að auka framleiðnina. Það skiptir ekki máli hvort það er menntun og tækniþjálfun, í iðn- aði, landbúnaði, sjávarútvegi, í samgöngum eða — mér liggur við að segja — skrifstofuvinnu. Aðalatriðið er það, að fjárfestingin eigi sér stað þar sem framleiðnin verður aukin og þá næstum sama í hvaða grein fram- ieiðslu eða þjónustu hún er. Sjávarútvegurinn og hafnirnar. Þá vildi ég einnig í þessu sambandi benda á annan þátt efnahagsmálanna, og það er sjávarútvegurinn og hafnirnar. Það er ekki nokkur vafi að brýn þörf er á stórframkvæmdum í hafnarmálum. Hingað til hefur sjávarútvegurinn stuðzt við náttúrlegar hafnir, eða hafn- ir sem hafa risið upp þar sem hafa verið góð skilyrði frá náttúrunnar hendi. Nú er hinsvegar sala fiskafurða þannig að breytast, að fiskinum þarf að koma sem mest nýjum á land. Þegar svo er komið, þá er augljóst mál, að hafnirnar þurfa að vera sem næst miðunum. Þá er ekki lengur spurning um það, hvað séu náttúruleg hafn- arskilyrði, heldur hvar miðin séu. Þar sem miðin eru, þar verður að byggja hafnirnar. 1 hafnarmálunum hafa þess vegna myndast ný viðhorf. Jarðhitinn. Ég hef hér rætt um atvinnugreinar þar sem hægt væri að auka framleiðnina og hef ég þar ekki gert upp á milli framleiðslu til útflutnings og framleiðslu fyrir innlenda markaðinn. En nú ætla ég sérstaklega að víkja að grein framleiðslu, sem er fyrst og fremst fyrir inn- anlandsmarkaðinn. Við leggjum venjulega mesta áherzlu á framleiðslu til útflutnings, það að reynt sé að auka gjaldeyristekj- urnar. En í rauninni má ná alveg sama takmarki með því að minnka gjaldeyrisþörfina, þ. e. a. s. að við fram- leiðum meira innanlands hver fyrir annan, án þess að skapa í þvi sambandi óeðlilegar peningatekjur. Sú fram- leiðsla verður því að vera nokkurnveginn jafn ódýr og sú vara sem við flytjum inn. Er nokkurs staðar un slíka möguleika að ræða, sem við höfum ekki gefið nægilegan gaum ? Ég mundi segja að það séu möguleikar á óteljandi sviðum, þótt í smáum stíl séu. En hér ætla ég að minnast á eitt stórt mál. Við flytjum inn í vaxandi mæli orku í mynd olíu. Talsvert af þessari olíu er notað innanlands sem hita- gjafi. Nú eigum við sjálfir náttúrulegan hitagjafa þar sem jarðhitinn er. Og reynslan af Hitaveitu Reykjavíkur sýnir, að hiti fenginn með skynsamlegri nýtingu jarð- hitans er ódýrari heldur en sá hiti, sem við fáum með því að flytja inn olíuna. Hvers vegna er þá ekki lagt allt kapp á það að nýta jarðhitann, þar sem því verður við komið ? Þarna er um að ræða framleiðniaukningu í stórum stil. Jarðhitinn hefur tvennt gott við sig. Ann- ars vegar þýðir beizlun jarðhitans aukna framleiðni. Hin innlenda vara er ódýrari en innflutta varan, sem fengin er með framleiðslu á fiski. Þetta út af fyrir sig eitt ætti að nægja, en það er lílca fleira. Hér er um að ræða fram- leiðslu fyrir algjörlega öruggan markað, 1 stað þess að auka sjávarútveginn, bæði útgerð og fiskiðnað, um t. d. 100 millj. króna, og auka útflutninginn með því, þá er auðséð að við getum fengið miklu meira eftir okkar 100 milljónir með því að leggja þær I nýtingu jarðhit- ans. Til þess að komast með hina auknu framleiðslu sjávarafurða inn á markaði erlendis, verðum við að olnboga okkur áfram, og jafnvel sæta lækkandi verði. Við erum auðvitað alltaf háðir öðrum þjóðum þegar við þurfum að sækja til þeirra um markaði, markaði sem eru óvissir. 1 stað þess að sæta slíkri aðstöðu, þá gætum við framleitt hita fyrir markað innanlands. Markað- urinn fyrir jarðhita er algjörlega öruggur. Nýting jarð- hitans á Islandi er þess vegna glfurlegt hagsmunamál og eitt af þeim hlulum sem myndu bæta að mun lífs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.