Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 13
TlMARIT VFl 1960
43
gæfi rétta mynd af efnakerfinu. En víða er svo ekki,
m. a. hér á landi. Þróun mála undanfarin ár hefur valdið
ósamræmi milli fjárkerfis og efnakerfis. Er þetta af-
leiðing óeðlilegrar verðmyndunar í skjóli hafta.
Eingöngu efnahagsleg sjónarmið liggja til grundvall-
ar eftirfarandi greinargerð. Með hliðsjón af þessu hefur
verið horfið að því að meta innlenda vinnslu yfirleitt á
verðlagi í nágrannalöndunum.
Þá er og nauðsynlegt að gera grein fyrir því, að
eftirfarandi gögn og niðurstöður eru með öllu óháð
stjórnskipan iðngreina og þjóðfélaga, þ. e. þær hafa
ekkert „pólitískt gildi“. Þær gilda jafnt um séreignar-
sem sameignarþjóðfélög. Virðist mönnum hollt að íhuga,
að þau miklu átök, sem nú fara fram milli þjóðfélaga
með ólíkri stjórnskipan, eiga rót sina fyrst og fremst
að rekja til sálfræðilegra atriða, þ. e. hér er fyrst og
fremst um að ræða valdabaráttu og fylgifiska hennar.
Hugtölc og sluðlar.
Notaðar verða eftirfarandi meginstærðir:
K = Stofnkostnaður fyrirtækis.
B = Árleg verg (brúttó) vinnsla fyrirtækis.
R = Árlegar aðkeyptar rekstrarvörur.
V = B — R = Árleg vinnsla (nettó) fyrirtækis.
N = Fjöldi starfsmanna fyrirtækis, eða raunveru-
lega fjöldi vinnuára, sem þarf til þess að
skapa B.
Þessi hugtök má nota jafnt um einstök fyrirtæki sem
um þjóðfélagssheildina.
Á grundvelli framangreindra hugtaka má skilgreina
eftirfarandi stuðul og stærðir:
s = K/V = Stofnfjárstuðull.
A = V/N = Afköst vinnuárs.
F = K/N = Fjárfesting á vinnandi mann.
Stofnfjárstuðul verður að skilgreina á tvennan hátt.
Annars vegar er stuðull alls fyrirtækisins, en hann er
nefndur heildarstuðull (total) og merktur sh- Hins vegar
er stuðull aukningar fyrirtækisins á gefnu tímabili, en
hann er nefndur aukningarstuðull (marginal) og merkt-
ur sH.
Stærðir þessar má nota til þess að meta efnahagsleg
gæði fyrirtækja. Stofnfjárstuðullinn, sem hagfræðingar
nefna almennt „capital coefficient", er mat á nýtingu
stofnfjár. Afköst vinnuárs er mat á nýtingu vinnu. Fjár-
festing á mann er mat á kostnaði vinnustaðar.
Framangreindai' stærðir eru mjög breytilegar. 1 eftir-
farandi töflu eru gefin nokkur athyglisverð dæmi. I fyrsta
lagi eru töflur, sem lagðar hafa verið fram um nokkra
þætti iðnaðar á Norðurlöndum.
1 öðru lagi eru tölur, sem undirritaður hefur reiknað
um danskan landbúnað samkvæmt landbúnaðarskýrsl-
um dönsku hagstofunnar. Einnig eru tölur frá Finnlandi
og Svíþjóð.
1 þriðja lagi eru tölur um landbúnað og sjávarútveg
á Islandi. Undirritaður hefur reiknað þessar tölur með
hliðsjón af landbúnaðarskýrslum og rekstraryfirliti
Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Stuðlar fyrir islenzkan landbúnað eru reiknaðir á
grundvelli meðal nýbýlis. Vinnsluvörur og rekstrarvörur
eru reiknaðar á meðalverði í Danmörku. Það skal tekið
fram, að þessar tölur eru ekki fyllilega nákvæmar,
þar sem gögn um landbúnað hér á landi eru nokkuð
ónákvæm.
Tölur um íslenzka togaraútgerð eru miðaðar við meðal-
afkomu togara hjá Bæjarútgerðinni 1956 og 1958. Fisk-
vinnslan í landi er talin með skipinu þannig, að vinnslan
er reiknuð á erlendu markaðsverði fyrir fullunninn fisk.
Til stofnkostnaðar togarans er talinn hluti hans í vinnslu-
stöðvum í landi. Vinna I vinnslustöðvunum er einnig tal-
in með vinnu sjómanna.
Loks eru gefnar vergar tölur fyrir 32 stærstu iðnaöar-
fyirtæki Bandaríkjanna. Þar sem fyrirtæki þessi gefa ekki
upp verðmæti aðkeyptra rekstrarvara er þvi miður aðeins
um vergar tölur að ræða. Líklega eru þessi fyrirtæki
að miklu leyti sjálfum sér nóg og er því ólíklegt, að
rekstrarvarningur sé hlutfallslega stór liður. Einnig eru
tilsvarandi tölur um efnaiðnað á Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandi.
TAFLA I
Dœmi um stuðla fyrirtœkja.
Stofnfjár- Afköst Fjárfesting
stuðull mannár á mann
Iðnaður: Svíþjóð sh s„ Á F
(1) Trjáiðnaður 1,5 $ 2.750 $ 4.000
(2) Leður- og gúmmíiðn. 1,5 2.800 4.250
(3) Fataiðnaður 2,2 2.000 4.000
(4) Málmiðnaður 1,8 3.250 5.750
(5) Jarð- og steinefni 2,5 2.000 5.000
(6) Matvælaiðnaður 2,1 4.000 8.200
(7) Efnaiðnaður 2,2 4.750 10.500
(8) Pappírsiðnaður 2,6 4.250 11.000
(9) Stáliðnaður 4,4 3.250 14.000
Iðnaður: Norðurlönd 1,6 2,3 2,1—4,7
yfirlitstölur án Islands
Rafefnaiðnaður: Noregur Norsk Hydro, reiknað út frá bókuðu stofnfé 3,2 6.000 19.000
Landbúnaður: Norðurlönd (1) Danmörk, heildin (2) Danmörk, aukning 1.800 6.800
1948—1954 8,1
(3) Finnland, Svíþjóð 4,5
lsla>id (1) Landbúnaður 10,0 1.200 12.000
(meðal nýbýli)
(2) Landbúnaður, heildin (3) Togaraútgerð 1.200
ásamt fiskvinnslu 2,7 7.500 20.000
Stóriðnaöur, vergar tolur sh s„ Á F
(1) Bandaríkin 0,8 22.000 18.000
32 stærstu iðnaðar- fyrirtæki.
(2) Bandaríkin 29.000
efnaiðnaður, heildin
(3) Bretland,
Þýzkaland 0,9- -1,3 12.000
efnaiðnaður, heildin
Samkvæmt þýzkum heimildum er stofnfjárstuðull hins
þýzka iðnaðar yfirleitt 1,0 til 1,5. Skýrir þetta að nokkru
leyti hina athyglisverðu þróun þar í landi eftir styrjöldina.
Með hliðsjón af niðurstöðutölum í töflu I má yfirleitt
skipta atvinnugreinum í þrjá aðalflokka eftir afköstum
eins og sýnt er í töflu II.