Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 66
96
TlMARIT VPl 1960
Áhrif veiSanna á stofninn.
Aukin veiði hækkar dánartöluna í stofninum og getur
fljótlega leitt til ofveiði, ef um mikið nýttan fiskistofn
er að ræða. Gerð veiðarfæranna hefur einnig mikil á-
hrif í grisjun stofnsins. Stækkun möskva í botnvörpu
hefur t. d. þau áhrif, að smáfiskur sleppur í gegn og
bjargast, en eftir verður stærri og verðmætari fiskur.
Þetta getur haft bein áhrif á afkomu útgerðarinnar:
verðmætari fiskur, minni tafir og að lokum fæst einnig
sá fiskur, sem bjargað var, þegar hann hefur náð
hæfilegri stærð. Þannig er hugsanlegt, að auka afla-
magnið með skynsamlegum ráðstöfunum án þess að
auka sóknina, en slíkar ráðstafanir verða að sjálfsögðu
að byggjast á niðurstöðum ýtarlegra rannsókna.
Rannsóknir á þorskstofninum hér við land hafa sýnt,
að það er svo til beint samhengi milli sóknarinnar á
stofninn og heildardánartölu hans. Með núverandi sókn
á Islandsmið er heildardánartalan um 60%. Hægt er
að sýna fram á, að 4/5 af þessari tölu er afleiðing veið-
anna, en um 1/5 er af eðlilegum dánarorsökum. tJt
frá þessari vitneskju má áætla, að íslenzki þorskstofn-
inn geti gefið af sér hámarksafla er nemur 600—650
þúsundum tonna árlega miðað við venjulegar aðstæður.
Skarkolastofninn við Island er sígilt dæmi um ofveidda
fisktegund. Fyrstu ár þessarar aldar var mikil skarkola-
veiði hér við land, en fór brátt minnkandi vegna si-
aukinnar sóknar. Á árunum 1914—1918 mátti heita, að
stofninn væri alfriðaður, enda jókst veiðin stórlega að
stríðinu loknu. En bráðlega sótti I sama horfið. Heims-
styrjöldin síðari var nýtt friðunartímabil fyrir kolann.
Rétt eftir stríðið var skarkolaveiðin miðað við fyrirhöfn
rúmlega ferfalt meiri en á árunum fyrir stríð. Hófzt nú
gengdarlaus sókn að nýju, og var svo komið árið 1952,
að veiðin, miðað við fyrirhöfn, var litlu skárri en þegar
hún var minnst á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari.
Eftir útfærsluna 1952, þegar fjörðum og flóum hafði
verið lokað, tók skarkolastofninn brátt að ná sér aftur.
Rannsóknir undanfarinna ára hafa sýnt, að vaxtar-
hraði skarkolans hefur ekki minnkað fram að þessu,
þrátt fyrir mikla fjölgun á grunnmiðum. Ennþá er því
ekki um offjölgun að ræða.
Lifnaðarhættir karfans eru langt frá því að vera vel
þekktir, enda eru aldursgreiningar á þessari tegund mikl-
um erfiðleikum bundnar. Á undanförnum árum hefur
þó miklum efnivið verið safnað til rannsókna. Margt
bendir til þess, að karfinn sé mjög hægvaxta fiskur, þ.
e. a. s. það taki hann mörg ár að vaxa upp í þá stærð,
sem er verzlunarvara. Slíkum stofni er mun hættara
en hraðvaxta fiskstofni. Hins vegar er viðkoman allstór,
og af lirfurannsóknum má ráða, að sennilega sé meira
magn af þessum fiski í sjónum en nokkurri annarri
þekktri fisktegund i norðanverðu Norður-Atlantshafi. Ef
athugaðar eru sveiflurnar í karfaveiðunum, kemur I ljós,
að þær má fyrst og fremst rekja til funds nýrra, mis-
munandi auðugra veiðisvæða, eða þá tímabila, þegar
engin ný svæði hafa fundizt. Telja má, að nú þegar
sé búið að leita á flestum þeim svæðum, sem karfa er
von I nokkru magni. Við getum því ekki vænzt þess að
finna ný karfamið svo nokkru nemi, enda myndi það
ná skammt til frambúðar. Hingað til höfum við verið
að taka kúfinn af lítt nýttum fiskstofni. Virðist senni-
legt, að karfaveiðar í Norður-Atlantshafi hafi náð há-
marki árið 1958, séu enn nálægt hámarki, en fari bráð-
lega minnkandi, ef ekkert verður aðgert til þess að
hindra óskynsamlega veiði á komandi árum.
Rækju- og humarveiðar eru tiltölulega ungar atvinnu-
greinar, en hafa aukizt mjög að undanförnu. Litlar rann-
sóknir hafa verið gerðar á þessum tegundum hér við
land fram að þessu, en munu verða auknar á komandi
árum. Óttazt er, að rækjustofninn í Isafjarðardjúpi sé
ofveiddur, og því eru nú fyrirhugaðar athuganir, er miða
að því að koma á skynsamlegum friðunarráðstöfunum.
Þá er nú í undirbúningi leit að nýjum rækjumiðum víðs-
vegar kringum landið. >
Fiskileit- og veiðarfæratilraunir.
Ásamt Norðmönnum eru Islendingar brautryðjendur
I notkun bergmálstækja við hvers konar fiskileit. Hafa
skilyrði til sildarleitar batnað stórlega síðan asdictæk-
in komu til sögunnar. Frá því á árinu 1954 hefur verið
stunduð skipulögð leit á sildarmiðunum hér við land til
leiðbeiningar fyrir síldveiðiflotann. Er óhætt að full-
yrða, að síldarleitin hefur borið mjög góðan árangur.
Á síðustu árum hefur bergmálstækjum einnig verið beitt
I vaxandi mæli við veiðarnar sjálfar og á þann hátt
hafa síldveiðamar orðið miklum mun arðbærari og ör-
uggari atvinnugrein en áður var, þrátt fyrir stopular
göngur.
Árið 1954 var hafizt handa um leit að karfamiðum á
fjarlægum slóðum, því að karfaaflinn hér við land hafði
þá farið þverrandi um nokkurt árabil. Við Austur-Græn-
land fundust ný mið, sem gáfu karfaveiðunum byr und-
ir báða vængi, a. m. k. í bili: Hafa síðan verið farnar
2—3 leitar- og rannsóknaleiðangrar árlega til fjarlægra
hafsvæða. Á þennan hátt tókst að halda I horfinu, en >
ella hefði mátt ætla, að veiðin hefði farið stöðugt minnk-
andi, því að reynslan hefur verið sú, að karfamiðin
hafa enzt stutt eins og fyrr var sagt. Árið 1958 var
metár í karfaveiðum Islendinga og var það að þakka
fundi nýrra karfamiða við Nýfundnaland. Það ár nam
karfaveiðin 110 þúsund tonnum eða 22% af heildarfisk-
afla Islendinga.
Siðan á árinu 1956 hefur Fiskideild haft nokkur af-
skipti af tilraunum með ný veiðarfæri. Hafa einkum
verið reyndar flotvörpur hentugar til vetrarsíldveiða hér
við land. Eftir lærdómsríkar en neikvæðar tilraunir í
nóvember 1956 og 1958 fékkst loks jákvæður árangur
í desember 1959. Eru nú talsverðar líkur fyrir þvi, að
mögulegt kunni að verða að stunda vetrarsíldveiðar með
flotvörpu. Er sennilegt að sú vertíð gæti staðið frá þvi
í nóvember og fram í apríl. Loks eru nú í undirbúningi
tilraunir til að veiða karfa í flotvörpu.
Lokaorð.
Sjálfstæðar íslenzkar hafrannsóknir hafa nú þróazt
um rúmlega 20 ára skeið. Af þeim dæmum, sem rakin
voru hér að framan, má ljóst vera, að þessi starfsemi ^
hefur þegar skilað töluverðum arði í þjóðarbúið. Þótt
mikið hafi áunnizt, eru þó að sjálfsögðu fjölmörg verk-
efni, sem bíða úrlausnar, og nokkuð vantar á, að rann-
sóknastarfsemin sé komin í fastar skorður. Brýn nauð-
syn er á því, að geta gert rannsóknaáætlanir fram í
tímann, en slíkt er erfitt meðan við eigum ekki okkar
eigin hafrannsóknaskip, sem við höfum full umráð yfir.
Slíkt skip þyrfti að vera búið nýtízku tækjum, svo að
það geti sinnt jöfnum höndum undirstöðurannsóknum,
fiskileit og veiðarfæratilraunum. títvegun fullkomins
hafrannsóknaskips er því tvímælalaust mesta nauðsynja-
mál íslenzkra hafrannsókna í dag.