Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 67

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 67
TlMARIT VPl 1960 97 Erlendis eru víða sérstakar stofnanir, er eingöngu sinna vísindalegum undirstöðurannsóknum, auk þeirra stofnana, er annast allar greinar hafrannsókna. Við hljót- um því ávallt að leggja mikið kapp á undirstöðurann- sóknir, og kann það að koma okkur síðar í koll, ef við drögumst mjög aftur úr öðrum þjóðum í þvi efni. Hvað veldur því, að sum árin lánast klakið i sjónum svo vel, að aflinn margfaldast, þegar ungviðið er komið í gagnið, en önnur ár misheppnast klakið að verulegu leyti ? Hvert er útlit veiðanna á næstu árum? Slíkum spurn- ingum verður ekki svarað, fyrri en fyrir liggja niður- stöður af skipulögðum undirstöðurannsóknum, sem ná yfir mörg ár. Samkvæmt fjárlögum 1960 er veitt til: 1. Haf- og fiskirannsókna .............. kr. 525.000,00 2. Leit nýrra fiskimiða ................ — 1.600.000,00 3. Tilraunir með nýjar síldveiðiaðferðir — 1.900.000,00 4. Síldarleit og fiskirannsóknir......... ■— 2.000.000,00 Samtals kr. 6.025.000,00 Lið 1 hefur Fiskideild til eigin umráða, en liði 2—4 hefur Fiskileitar- og veiðitilraunanefnd til ráðstöfunar fyrir hönd Sjávarútvegsmálaráðuneytisins. Ef Islendingar ættu eigið rannsóknaskip virðist eðli- legt og sjálfsagt, að þessi fjárveiting, sem veitt er til leitar, tilrauna og rannsókna á sjó, rynni til reksturs skipsins. Samanburður við reksturskostnað Ægis, sem er gamalt skip og dýrt í rekstri, sýnir, að þessi upp- hæð, kr. 6.025.000, myndi fyllilega nægja til reksturs hafrannsóknaskipsins. Fyrir utan stofnkostnað yrði því ekki um að ræða aukin fjárframlög vegna reksturs eins hafrannsóknaskips. Hitt er svo annað mál, að fjárfram- lög til hafrannsókna þyrftu að stóraukast, og munu fljót- lega reka að því, að eitt rannsóknaskip geti ekki annað þeim fjölmörgu verkefnum, sem íslenzkum hafrann- sóknum mun ætlað að leysa í framtíðinni. Höfundur óskar að þakka forstjóra Fiskideildar og samstarfsmönnum fyrir aðstoð og upplýsingar við samn- ingu þessarar greinargerðar. Runólfur Þórðarson: FRAMLEIÐSLA ÁBURÐAR 1. Yfirlit um tæknilega þróun. Framleiðsla einnar tegundar áburðar, köfnunarefnis- áburðar, hófst hér á landi í marz 1954. Um tæknilega þróun þessarar starfsemi er því enn ekki að ræða hér á landi, þar sem svo stutt er síðan starfsemin hófst. 2. Fjárfesting. Áætluð í árslok 1958: Byggingar og önnur mannvirki . 27.8 millj. kr. (brunabótamat) Vélar og tæki til framleiðslu 180.0 -1 Önnur áhöld og tæki . 3.8 — — | (áætlað Birgðir varahluta . . . . 5.0 — }• endur- Birgðir hráefnis 1 kaupsverð) og framl.vara 18.0 -J 234.6 millj. kr. 3. Stofnfjárstuðull (fjárfestingarstuðull). Framleiðsluverðmæti verksmiðjunnar er um 55,2 millj. kr. miðað við mestu möguleg afköst verksmiðjunnar (nægilega raforku) og verðmæti ammoníum-nítrat köfn- unarefnisáburðar um áramótin 1958—1959. Verð rekstrarvara, viðhaldsvara og þjónustu skiptist þannig: 1 skýrslum þeim, sem sendar hafa verið sem fyrir- myndir (sementsframleiðsla og vélræn netaframleiðsla) er „fyrning" áætluð 3% af vélum og mannvirkjum, þ. e. áætlað er, að verðmæti eignanna í þessum starfs- greinum sé ekkert eftir ca. 33 ár. Til samræmingar mun hér vera gengið út frá sömu „fyrningarprósentu", án þess að nokkur dómur sé lagður á réttmæti hennar. Árleg verðmætisrýrnun verður skv. þvi 6,4 millj. kr. Stofnfjárstuðullinn (fjárfestingarstuðullinn) verður samkv. þessu: 235,2 55,2 — (13,0 +' 6,4) 6,6 5 Afköst vinnueiningar. Meðalfjöldi starfsmanna yfir árið er 98. Afköst vinnueiningar verða skv. því: 55,2- (13,0+_M) — 0,366 millj. kr. 98 6. Erlendur samanburður. Engar sambærilegar erlendar upplýsingar eru fyrir hendi um þá starfsemi, sem hér er fjallað um, og þvi ekki unnt að gera samanburð á ofangreindum stuðlum við erlenda stuðla. Erl. Innl. kostn. Tollar kostn. Alls. Rekstursvörur (leir, pokar sýra, sódi, olía, raforka o. s. frv. .. 3,4 0,8 5,8 10,0 Viðhaldsvörur 0,7 0,2 1,1 2,0 Þjónusta .... 1,0 1,0 Alls 4,1 1,0 7,9 13,0 (55% yfirfærslugjald tekið með). 7. Tæknilegar umbætur. Verksmiðja sú, sem hér er fjallað um, var reist á árunum 1952—1954, og er því aðeins rúmlega 5 ára göm- ul. Verksmiðjan var þá eins fullkomin að útbúnaði og slíkar verksmiðjur gerðust beztar á þeim tíma. Ekki er hægt að segja, að stórfelldar tæknilegar nýjungar í fram- leiðsluaðferðum hafi komið fram á þessu sviði, síðan verksmiðjan tók til starfa, en hins vegar hefur stöð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.