Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 28
58
TlMARIT VFl 1960
Einkaframtakið.
Ég vík þá með nokkrum orðum að rekstrarformi fyr-
irtækjanna.
Á áratugnum eftir 1930, eða upp úr kreppunni miklu,
voru gerðar ýmsar tilraunir hér á landi til þess að
bæta úr atvinnuleysi með framtaki sveitarfélaganna, og
voru þá sett á stofn nokkur fyrirtæki, rekin af sveitar-
félögunum. Ríkið veitti mikilvægar skattaívilnanir. Þjóö-
in hafði litla reynslu af slíkum rekstri og naumast nein-
ar fastmótaðar skoðanir með eða móti. En allir vildu
bæta úr atvinnuleysinu. Þessi rekstur gekk misjafnlega
vel. Þannig gekk útgerðin á vegum þessara sveitarfélaga
heldur illa, svo ekki sé meira sagt. Siðan kom styrjöld-
in og þá græddu þessi útgerðarfyrirtæki náttúrulega
eins og aðrir, þar sem þær voru, sérstaklega í Hafnar-
firði. Þetta varð svo til þess að mörg sveitarfélög fóru
af stað eftir styrjöldina og ætluðu að græða á útgerð,
þótt styrjöldin væri liðin hjá og þar með gróðamögu-
leikarnir, enda hefur reynslan orðið sú, að bæjarút-
gerðirnar hafa alls staðar, eða svo til alls staðar,
tapað og sums staðar gífurlega miklu fé. Bæjarútgerð-
irnar eru einhver veikasti og lakasti þáttur atvinnulífs
þjóðarinnar.
Ég minnist á þetta atriði vegna þess að þeir, sem
ákvarðanir taka um ráðstöfun fjármagnsins, standa
stundum andspænis þeirri spurningu, hvort eigi að lána
einstaklingi, sem hefur fátt annað fram að leggja en
ef til vill lítilsháttar sérþekkingu á þvi að skipuleggja
nýtt fyrirtæki, eða að lána sveitarfélagi til þess að
stofnsetja eða reka fyrritæki, sem það hefur enga
möguleika til að gera að góðu fyrirtæki, en sem gæti
dregið fram lífið með því að fá í fyrsta lagi Ivilnun á
sköttum I sambandi við reksturinn og í öðru lagi hefur
skattgreiðendurna upp á að hlaupa til að hjálpa sér
út úr vandræðunum, ef að illa fer. Hvorum á að lána?
1 rauninni get ég svaraði þessu. Pólitíska ástandið er
þannig í landinu að það er mjög erfitt að komast hjá
því að lána þessu fyrirtæki sveitarfélagsins, þó að
rekstur þess og stuðningur við það sé ekki til þess
fallinn að bæta varanlega lifskjör þjóðarinnar. Þvert á
móti tekur fyrirtækið fjármagn og vinnuafl frá ann-
arri framleiðslu, sem annars myndi fara af stað. En
það getur verið fullt eins öruggt að lána sveitarfélaginu
og að lán eignalitlum einkaaðila. Ef í nauðirnar rekur
borga skattgreiðendur sveitarfélagsins fyrir það, eða
ríkið gerir það. Þegar sveitarfélögin fara af stað leggja
þau aðaláherzluna á það, að afla atvinnutækja, svo sem
togara eða byggja frystihús, og haga sér þá oft eins
og fyrirtækin sjálf myndu skila afrakstri á vélrænan
hátt. En þetta er misskilningur. Þessi tæki eru ekki
annað en hjálpargögn mannsins. Kjarni málsins er þess
vegna hverjir stjórni fyrirtækjunum.
Enn um framleiðni.
Annað atriði, sem skiptir allmiklu máli, þegar verið
er að ráðstafa fjármagni til framkvæmda, er það, hvort
atvinnugreinin hafi almenna þýðingu eða ekki. Ég nefni
sem dæmi, að við byggjum hús fyrir mörg hundruð
milljónir króna á ári. Byggingarframkvæmdir nema ár-
lega gífurlegum upphæðum. Það er augljóst mál, að
lán til byggingariðnaðarins hefur mikla þýðingu, ef það
stuðlar að því að auka framleiðni hans. 5% framleiðni-
aukning I byggingariðnaðinum sparar tugi milljóna
króna á hverju ári. Það er því augljóst, að með rann-
sóknum, bættum vinnuaðferðum, bættri skipulagningu
og tækni í þessari grein, er til gífurlega mikils að vinna.
Rannsóknir.
1 einu af þeim erindum, sem flutt hafa verið í sam-
bandi við þessa ráðstefnu, hefur verið bent á það
hversu mjög við stöndum öðrum nágrannaþjóðum að
baki um fjármagn til rannsókna. Það er ekki nokkur
vafi að hér þarf að gera miklu stærra átak. Sam-
kvæmt reynslu Bandaríkjamanna skilar það fé, sem fer
til tilrauna og rannsókna fyrr eða síðar margföldum
hagnaði. En þarfirnar eru brýnar og því erfitt að taka
fé frá þeim i dag, vegna rannsókna og tilrauna sem
ef til vill skila árangri, ef til vill ekki. En sannleikurinn
er sá, að þótt hver einstök tilraun sé óviss, er við-
leitnin örugg með að skila árangri fyrr eða síðar.
Á þessu sviði sem fleirum kemur fram árekstur milli
þarfanna og hagsmunanna í dag og hagsmunanna í
framtíðinni. Þessi árekstur kemur að vísu fram á fleiri
sviðum. Sérstaklega kemur hann fram í viðhorfi verka-
lýðsfélaganna, sem heimta alltaf hámarkslaun hverju
sinni, alveg eins þó atvinnuvegirnir gangi með tapi,
sem þýðir auðvitað að fyrirtækin eru í sifelldum vand-
ræðum með að afla fjármagns til tæknilegra framfara,
sem eru þó það sem gefa raunverulega bætt lífskjör.
Aukin afköst koma með betri tækjum, betri tæki kosta
meira fjármagn. Fyrirtækin hafa þvi aðeins meira fjár-
magn frá sjálfum sér, að meiri afgangur verði af rekstri
fyrirtækjanna.
Sama er að segja um fé til rannsókna. Fyrirtækin
þurfa að hafa það mikinn afgang að þau geti lagt fé til
rannsókna. Hin harða kröfupólitík verkalýðsfélaganna
er þess vegna mikil skammsýni.
Það má segja að það sé að bera i bakkafullan læk-
inn, að tala um skatta i þessu sambandi. Við erum með
nóg af sköttum. En þó er það svo að ég á erfitt með að
stilla mig um það að benda á það, að peningum varið
til rannsókna er betur varið en hjá skattgreiðandanum,
í því sambandi, sem ég hefi í huga.
Það mundi vera til hags fyrir þjóðina, ef hægt væri
að leggja á skatt, sem hún bæri öll í sameiningu, er
rynni til rannsókna í þágu atvinnuveganna. Læt ég mér
helzt detta í hug, að lagður væri á skattur, t. d. á
allar framkvæmdir, sem síðan yrði varið til rannsókna
og tilrauna. 1% af áætluðum kostnaði framkvæmda, sem
síðan yrði varið til þess að kosta rannsóknir á sviði
atvinnulífsins, myndi þýða mikla aukningu frá því, sem
nú er, og verða til mikils hags i framtíðinni.
Framfarir.
Efnahagslegar framfarir hvíla á tveimur megin stoð-
um. Annars vegar er tæknin, hins vegar fjármagnið.
Hvort tveggja þarf að styðja og örva. En hvort um sig
krefst sérstakra aðferða.
Innleiðsla nýrrar tækni og aukning hennar byggist
fyrst og fremst á menntun þjóðarinnar. Hún hvílir á víð-
um og víkkandi sjóndeildarhring. Tæknin heimtar
menntun og þekkingu og mennirnir, sem beita sér fyrir
henni, þurfa að hafa framsýni og framtak, og þetta
hvorttveggja er bezt eflt með hæfilegri og réttri teg-
und af menntun og þjálfun. Ég þarf víst ekki að vera
langorður til þess að sannfæra ykkur, kæru verkfræð-
ingar, um þetta atriði.
Hitt atriðið, aukning fjármagnsins, er ákaflega háð
andrúmsloftinu í þjóðfélaginu. Andrúmsloftið þarf að