Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 27

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 27
TlMARIT VFl 1960 57 í lágmarki og aflinn í lágmarki, þá getur þetta munað helming verðmætis útflutningsins. Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, hefur gert mjög athyglisverðar athugan- ir á þessu máli, og komizt að þessari niðurstöðu, sem ég nefndi og hefur hann birt þær í bók sinni, sem ný- lega er út komin. Þá kem ég að þriðja atriðinu. Það er að við höfum haft allmiklar tekjur af dvöl erlends hers í landinu, og naumast er hægt að segja, að þær miklu tekjur hafi stafað af okkar eigin fjárfestingu. I Framkvæmdabankanum hafa verið gerðar athuganir á þessum þremur liðum og hverju munar þegar tekið er tillit til þeirra árin 1940 til 1958. Það verður þó að viðurkenna, að þessar tölur eru fremur ófullkomnar eins og margt, sem lýtur að okkar þjóðhagsreikningum. Nið- urstaðan er sú, í stuttu máli, að meðalaukningin á þjóðartekjunum fyrir allt tímabilið 1940 til 1958 er um 2,9% á ári, þ.e.a.s. aukning á þjóðartekjum á íbúa. Þetta ætti að vera framleiðniaukningin. Hvað viðkemur fjármagnsstuðlinum miðað við verga fjárfestingu, þá virðist hann vera í kringum 6. Hvemig stendur á því að dr. Gunnar Böðvarsson fær svona lága aukningu á þjóðartekjunum, 0,3% og hvern- ig stendur á því að hann fær svona ótrúlega háan fjár- magnsstuðul, kringum 10,5 ? Rétt er að geta, að í báð- um tilfellunum er um að ræða verga fjárfestingu, sem gerir stuðulinn hærri, Svörin við þessum sþurningum eru tiltölulega einföld. Við mælingar á sveiflufyrirbrigði eins og þjóðartekjun- um, þar sem um stórar sveiflur er að ræða, er augljóst að ekki þýðir að taka skemmra timabil en svo að það nái að minnsta kosti yfir heila sveiflu. Og þegar þætt- irnir eru margir, eins og t.d. aflabreytingarnar, verzl- unarkjörin og tekjurnar af hernum, þá er augljóst að það verður að taka nokkuð langt timabii, þannig að athug- unin nái yfir heila sveiflu hjá hverjum þætti fyrir sig. Séu tekin 18 ár, fá menn þá niðurstöðu sem ég neíndi. En það er alltaf hægt að fá lágan vöxt, með því að leggja til grundvallar árið, sem einhver aldan er í toppi, og enda svo, að taka til samanburðar eitthvert ár, siðar, þegar komið er í öldudalinn. Með því móti fæst nátt- úrulega lína, sem sýnir ekki mikla hækkun. Dr. Gunnar hefur notað aðeins tímabilið 1948 til 1957, þ.e.a.s. 10 ár. Þetta er að mínu áliti of stutt. Aukning tekna getur stafað af ýmsum orsökum. Fyrst er að telja aukna menntun. Síðan má telja meiri og bætt hjálpargögn, framleiðslutæki, en fjárfestingin er tengd öflun þeirra. Þá er að telja nýtingu nýrra og arð- gæfari náttúrugæða en áður. Þá má ennfremur telja framfarir í öðrum löndum, þannig að við fáum keypt að neyzluvöru og tæki á lægra verði en áður. Allt þetta og fleira eykur tekjurnar. Þá hefi ég minnst á sveifl- urnar á aflamagni i róðri, og tekjur af erlendum her. Það ætti því að liggja i augum uppi, að þegar þjóðar- tekjur breytast, þá er fráleitt að segja að öll breytingin stafi af auklnni fjárfestingu einni saman og draga síðan af því víðtækar ályktanir. Hvað þýðir stofiii'járstiiðull. Ég hefi hér aðeins reynt að leiðrétta ófullnægjandi meðferð talna, að því er mér finnst. En ég vil um leið taka það fram, að ég tel vel af stað farið, ef þess- ir útreikningar dr. Gunnars verða til þess að menn gaum- gefi meir þessi mál en hingað til. En eftir er samt það, sem ég tel vera aðalatriðið: hve mikið vit er í þessari notkun á stofnfjárstuðlum ? Hugsum okkur að við tökum dæmi svipað því, sem dr. Gunnar er með. Við skulum taka fyrirtæki, þar sem stofnfjárstuðullinn er mjög hár. Hann telur að við höf- um lagt of mikið í atvinnugreinar, þar sem stofnfjár- stuðullinn er mjög hár, við fáum ekki nægilega mikla aukningu á þjóðartekjunum. Hugsum okkur að við byggjum rafstöð fyrir 100 milljónir króna. Þessi rafstöð er svo fullkomin að hún þarf ekkert viðhald og aldrei neina endurnýjun, hún er varanleg. Auk þess höfum við smeygt inn í hornsteininn góðum heila úr einhverjum vitrum manni, sem stjórnar rafstöðinni frá upphafi um aldir alda. Við skulum segja að við seljum rafmagn- ið árlega í heimi, sem ekki þekkir verðbólgu, á 10 millj- ónir króna. Það fyrsta, sem við sjáum er að þessar 10 milljónir króna eru hreinar tekjur, að stöðin er ekki annað en hluti af náttúrunni, hluti takmarkaðra náttúru- gæða, að stofnfjárstuðullinn er 10, aukning þjóðartekna af fjármagninu 10%. Setjum nú svo að í staðinn fyrir þetta orkuver byggj- um við heldur annað, grundvallað á annarri tækni. Þetta orkuver kostar einnig 100 milljónir króna. Það framleiðir tvöfalt meiri orku en hið fyrra eða fyrir 20 milljónir króna. Til þess að þetta orkuver endist um aldur og ævi þarf viðhald og endurnýjun sem árlega kostar 10 mill- jónir króna. Þessa upphæð þarf að draga frá andvirði rafmagnsins og verða þá eftir tekjur orkuversins, sem nema 10 milljónum króna, eins og í fyrra tilfellinu, þrátt fyrir tvöfalt meiri framleiðslu á rafmagni. Afrakstur fyrirtækisins er 10%, en hinsvegar myndast í atvinnulífinu tekjur hjá öðrum aðilum, þeim sem vinna viðhaldsvinnu hjá orkuverinu. Þeir skapa verðmæti, tekj- ur, sem nema 10 milljónum króna. Þetta er þeirra framlag til þjóðarteknanna. Við sjáum þess vegna, þeg- ar við förum að leggja saman þjóðartekjurnar, að þær hafa aukizt um 20 milljónir við fjárfestingu upp á 100 milljónir. Stofnfjárstuðullinn í þessu fyrirtæki er aðeins 5 en ekki 10 eir.s og í hinu. Hér er miðað við verga fjárfestingu eins og í fyrri dæmum. Arðurinn eftir fjár- magnið er sá sami og í fyrra tilfellinu, 10%, en þjóð- artekjurnar hafa aukizt tvöfalt meira. Er þetta betri fjárfesting heldur en hin ? Væri atvinnuleysi myndi ég segja að þetta væri betri og viturlegri fjárfesting en í fyrra tilfellinu. Ef svo væri ekki, þá myndi ég halda mér við hið fyrra. Eins og ég hefi áður sagt: eftir því sem atvinnu- lífið kemst á hærra stig, eftir því verður viðhald og framleiðsla til þess að viðhalda atvinnutækjunum meiri og stærri þáttur framleiðslunnar. Fjármagnið veldur þá aukinni framleiðslu, án þess að tekjur og arður aukizt að sama skapi. Hinsvegar þarf miklu meiri endurnýjun framleiðslutækjanna en áður. Einhvern veginn finnst mér, að eftir þvl sem fram- leiðslutækin eru varanlegri, og við þá að sama skapi festum fjármagnið til lengri tíma, eftir þvi þarf að nota minni hluta framleiðslunnar til þess eins að endur- nýja og viðhalda okkar mikla framleiðslubákni. Mér virðist að stærri hluti afurðanna sé þá hreinar tekj- ur. Og mér sýnist af þessu, sem ég hefi sagt, að lágur fjármagnsstuðull bendi eindregið til þess, að mikill hluti framleiðsluaukningarinnar sé aðeins til viðhalds og endurnýjunar á sjálfum framleiðslutækjunum. Þetta sé eðli málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.