Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 46

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 46
76 TlMARIT VPl 1960 þarf þvi mikið átak og stóraukin framlög til rannsókna, en fjárframlög eru ekki nóg. Það þarf menn, verkfræð- inga, efnafræðinga, eðlisfræðinga, stærðfræðinga o.s.frv. Þörfin fyrir fleiri sérfræðinga er augljós, en þá kemur sú spurning, að hve miklu leyti við getum menntað eða ættum að mennta þá sjálfir. Um 20 ára skeið hefnr verið haldið uppi kennslu til fyrrahlutaprófs í verkfræði við Háskóla Islands. Þetta fyrirkomulag, að hafa aðeins fyrrahlutanám, hefur verið framkvæmanlegt með því móti að hafa samband við erlenda tækniháskóla, eink- um þann í Danmörku. Hafa þeir tekið við verkfræði- stúdentum til seinnahlutanáms, enda hefur námsefnið hér verið það sama og i Danmörku, einmitt með tilliti til þessa. Eins og fyrr er sagt stendur fyrir dyrum töluverð aukning á námsefni til fyrrahlutaprófs við tækniháskól- ann í Danmörku. Meðan við höfum ekki aðstöðu til að halda uppi kennslu til seinnahlutaprófs, verðum við að halda sambandi okkar við hann, og aðra háskóla, sem gera svipaðar kröfur til fyrrahlutaprófs. Að sjálfsögðu er æskilegt að hafa samband við sem flesta tæknihá- skóla, en þá verður að fylgja þeim, sem gerir strang- astar kröfur. Þar sem allir erlendir háskólar eru að auka kröfur til fyrrahlutaprófs er óhjákvæmilegt að auka kennsluna við verkfræðideildina hér á næstu árum. Ann- að væri uppgjöf og dauðadómur yfir tæknimenntun á Islandi. Hversu æskilegt sem það er að hafa hér einnig kennslu til seinnahlutaprófs í verkfræði, virðist vafasamt, að við getum í náinni framtíð skapað þær aðstæður, sem nauð- synlegar eru, til að gera það á fullnægjandi hátt. Það yrði erfitt að hafa þá fjölbreytni í námsvali, sem æski- legt væri. Það virðist hyggilegra að einbeita sér að þvi að koma fyrrahlutakennslunni í fullnægjandi horf og auka hana svo, að hér verði ekki einungis hægt að mennta verkfræðinga til fyrrahlutaprófs, heldur einnig stærð- fræðinga, efnafræðinga og eðlisfræðinga. Þegar hefur verið bent á, að hér er ekki einungis þörf á fleiri verk- fræðingum, heldur einnig öðrum tækni- og vísindamennt- uðum mönnum. Á því er enginn vafi, að það dregur kjark úr mönnum að hefja slikt nám erlendis. Ef hægt væri að halda uppi hér á landi kennslu til fyrrahlutaprófs í stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði og skyldum grein- um, er áreiðanlegt, að fleiri legðu út í það nám en nú gera. Sjálfsagt mundu einhverjir heltast úr lestinni, en það ættu þá að vera möguleikar hér til að fara yfir í annað nám, sem er ekki eins kröfuhart. Stefna ber að því að koma hér á fót verkfræði- og vísindadeild, sem veitt geti kennslu til fyrrahlutaprófs. Benda má á ýmsa erfiðleika á framkvæmd þessarar stefnu. Ef til vill er sá mesti að fá nægilegt starfslið til að annast kennslu. Það er þó ekki víst, að þetta verði svo óskaplegt vandamál. Hið nýja verkfræðinám er svo mjög byggt á grundvallarvísindum, að ekki þarf þar miklu við að bæta, til að það nægi þeim, sem leggja vilja stund á eðlisfræði og slíkar greinar. Munurinn á náminu kemur fyrst fram verulega á seinni hluta þess. Að sjálfsögðu verður að auka kennaralið i þessum fræðum við háskólann, en það má gera eins og gert er við alla erlenda háskóla. Þar eru fleiri eða færri rannsóknastofnanir, sem heyra undir hvern háskóla, svo að hann geti gegnt sínu raunverulega hlutverki að vera bæði kennslu- og rannsóknastofnun. Þeir menn, sem þar vinna hafa yfirleitt tvíþætt starf, kennslu og rannsóknir. 1 okkar litla landi megum við ekki dreifa kröftunum. Eðlilegt er, að þær rannsóknir, sem telja verður hrein- vísindalegar, en ekki miða t. d. að einhverri þjónustu, séu settar undir háskólann. Þegar er kominn vísir, sem á eftir að vaxa, en það er Eðlisfræðistofnun háskólans. Rannsóknastofnanir á sviði jarðeðlisfræði, efnafræði o. s. frv. ættu að rísa upp hér við háskólann. Með þessum stofnunum kæmi sérfrótt starfslið, sem gæti haft á hendi kennslu samhliða rannsóknum. Þegar þessu marki er náð, er óhætt að segja, að tæknimenntun hér á landi sé komin í gott horf, en ekki fyrr. Þá er kominn traust- ur grundvöllur, sem hægt er að byggja á. Þegar talað er um tæknimenntun er venjulega átt við háskólamenntun, en i raun og veru byrjar sú menntun fyrr en i háskóla. Nú er sífellt meiri áherzla lögð er- lendis á visindakennslu í framhaldsskólum. Þetta er auð- vitað ekki hægt nema skólamir hafi hæfum kennurum á að skipa. Hér á landi er mjög mikill skortur á stærð- fræði- og eðlisfræðikennurum í framhaldsskólum. Til- raun hefur verið gerð til að ráða bót á þessu með kennslu í þessum greinum í B.A. deild háskólans, en árangurinn hefur ekki orðið sem skyldi. Menntun fram- haldsskólakennara er verkefni, sem hægt er að ráða við, og er nauðsynlegt að taka þetta mál upp til nýrrar at- hugunar. Að lokum er enn eitt, sem rétt er að minnast á, en það er nýting þeirra sérfræðinga, sem við höfum á að skipa. Það er víst því miður staðreynd hér á landi, að sá hluti timans, sem sérfræðingur beitir sérkunnáttu sinni, er ekki mikill. Mestur hluti tímans fer I störf, sem krefjast ekki sérmenntunar hans, og aðrir menn, ekki eins menntaðir, gætu unnið. Þessi skortur á aðstoðarfólki er mjög áberandi, og samanburður við aðrar þjóðir sýnir enn, hve illa við stöndum. Hlutfallið milli fjölda sér- fræðinga og aðstoðarmanna er hér tveir á móti einum, en í Noregi einn á móti einum og í Svíþjóð og Bret- landi einn á móti þrem, og í sumum löndum er hlut- fallið enn minna. Nauðsynlegt er að ráða bót á þessum skorti á tæknilegum aðstoðarmönnum, því að sérfræð- ingar eru alltof dýr vinnukraftur, til að þeir séu ekki vel notaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.