Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Síða 25
TlMARIT VFl 1960 55 kjör þjóðarinnar. Hér er um að ræða bæði aukna fram- leiðni og aukið atvinnuöryggi. Um vatnsaflið gegnir svipuðu máli og um jarðhitann. 1 báðum þessum tilfellum þarf mikið fjármagn, en þvi er varið til þarfra og öruggra hluta. Ég myndi segja: þarfra og öruggra þegar rafmagnið er um að ræða, en þarfra, öruggra og sérlega arðvænlegra, þegar um jarðhitann er að ræða. Er þá nokkuð nýtt í þessu sem ég var að segja, er ekki einmitt þetta sem við erum að gera? Við leggj- um mikið fé í landbúnaðinn, geysimikið fé. Við leggj- um líka mikið fé í rafmagnið og talsvert fé í jarðhit- ann, en ekki nóg. Sérstaklega á sviði jarðhitans þarf að auka rannsóknir og framkvæmdir. 1 raun og veru gildir þetta líka um rafmagnið, það þarf að vinna að rann- sóknum á nýtingu rafmagns og jarðhita. Um rafmagn- ið ríkir lítill ágreiningur. Og ég mundi segja að jarð- hitinn lægi nær okkur en margt annað, sem menn tala um og fé er lagt í. Mat. á fjárfestingu. Áður en ráðizt er í stofnsetningu nýs fyrirtækis, er óhjákvæmilegt að menn reyni að gera sér grein fyrir því, hverju búast megi við um afkomu fyrirtækisins. Venjan hefur verið að styðjast við kostnaðarreikninga. Framleiðslukostnaðinum skipta menn oft í tvennt: ann- ars vegar kostnað, sem þarf að leggja út í nokkurn veginn réttu hlutfalli við framleiðslumagnið, hins veg- ar kostnað, sem er nokkurn veginn óbreyttur, hvort mikið eða lítið er framleitt, fastan kostnað. En þó eru á þessu ýms millistig. Afgangurinn er svo gróði. Eigi að ráðast i fyrirtæki, þarf að vera hægt að reikna með því að framleiðslumagnið seljist á verði, sem nær ekki aðeins því að greiða allan framleiðslukostnað, heldur nokkuð að auki. Nú er það svo, að í ýmsum kostnaðarliðum eru þættir, sem reynast vafasamir þegar á að fara að meta hag- kvæmni framkvæmdanna frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Stundum er um að ræða kostnað, sem fyrirtækið verð- ur að greiða sem hluta af framleiðslukostnaði, þótt ekki sé sá kostnaður kostnaður fyrir þjóðina í heild. Má þar t. d. nefna suma skatta. En ef skattlöggjöfin er réttlát og gengur jafnt yfir alla, þá skiptir þetta auð- vitað ekki miklu máli, þar sem þá er um að ræða byrði, er allir bera jafnt. En þó er því þannig farið, að ýmsir kostnaðarliðir eru misjafnir frá landi til lands og eftir atvinnugreinum. Á undanförnum árum hefur borið nokkuð á því, að menn væru að leita eftir prófsteinum á það, með hversu mikilli hagkvæmni og arðsemi fjármagn væri notað. Menn hafa verið að leita að aðferðum til þess að prófa, hvort það fjármagn sem lagt væri í atvinnuvegina væri lagt í þá atvinnuvegina, sem, eins og menn segja, gefa mest af sér. Fyrr meir hafa menn stuðzt við fram- leiðslukostnaðarreikninga. Menn hafa reiknað út fram- leiðslukostnaðinn og reiknað hve rnikið yrði afgangs, þegar allt væri greitt, borið þennan afgang síðan sam- an við það fjármagn, sem lagt hefur verið i fyrir- tækið og sagt, að fyrirtækið skilaði svo og svo mörgum hundraðshlutum arðs. Eftir því sem arðurinn hefur verið meiri, eftir þvi hafa menn sagt að fyrirtækið væri betra, fjármagninu betur varið. Eitt af því nýja á þessu sviði er það, að menn hafa verið að reyna að reikna út svokallaða stofnfjárstuðla, þ.e.a.s. hvað þurfi að leggja mikið fé i eina atvinnu- grein til þess að fá tiltekinn árangur, til þess að fá til- tekin áhrif á þjóðartekjurnar. Menn reyna að svara spurningu eins og þessari: Hvað leiðir mikla aukningu á þjóðartekjunum af 100 milljón króna fjárfestingu ? Útreikningar af þessu tagi sýna, að fjármagnið skilar misjafnlega miklu eftir atvinnugreinum. Hinsvegar er ekki að sama skapi Ijóst í hverju sá mismunur liggur. 1 erindi því sem dr. Gunnar Böðvarsson hefur flutt hér á ráðstefnunni er vitnað I reikninga, sem sýna hag- kvæmni og arðsemi fjárfestingar á Islandi og nokkrum nágrannalöndum. Þar er t. d. komizt að þeirri niður- stöðu, að fjárfesting í iðnaði á Norðurlöndum sýni, að framkvæmdir í iðnaði skili tiltölulega mestri aukningu þjóðarteknanna, framkvæmdir á sviði landbúnaðar langt- um minni, en framkvæmdir á sviði orkuvinnslu, eins og rafvirkjanir, þó tiltölulega minnstri. Þetta stangast senni- lega á við það sem flestir hefðu annars búizt við. Hér ætla ég að gera nokkrar athugasemdir við þessa reikn- inga og þessar niðurstöður. Því miður verð ég að byrja á því að draga fram nokkrar óþægilegar og óskemmtilegar staðreyndir í sam- bandi við þjóðhagsreikningana. Þjónusta og afurðir er yfirleitt reiknað í þjóðarframleiðslunni á framleiðslu- kostnaðarverði, eða á söluverði, þar sem slíkar upplýs- ingar er að fá. Mikið veltur á því hvernig verðlagning vörunnar og þjónustimnar er fengin. Við skulum taka dæmi sem er alkunnugt. Það er útr.eikningur á framlagi ríkisins til þjóðarframleiðslunnar. Hann er einfaldlega gerður á þann hátt, að tekið er kaupgjald það sem greitt er opinberum starfsmönnum og sagt: Þeir leggja í þjóðarbúið þjónustu sem jafngildir og er jafn verð- mæt og kaupgjaldið sem þeir fá. Þar með er það mál leyst. En málið er ekki alltaf svona einfalt. Við skulum taka dæmi af verðlagningu rafmagnsins. Setjum að byggt sé nýtt orkuver og að það njóti, eins og venja er til, einokunaraðstöðu. Þá er spurningin þessi: Hvernig á að verðleggja rafmagnið til kaupend- anna ? Ýmislegt kemur til greina. 1 fyrsta lagi sú að- ferð sem fólgin er í lögunum um Sogsvirkjunina, sem segja að rafmagnið skuli selt á þvi verði er greiðir framleiðslukostnaðinn, þó að viðbættum 59f. Fram- leiðslukostnaðurinn er reiknaður þannig, að fyrst er tekinn sá kostnaður sem er við það að reka stöðina. Hann er náttúrulega tiltölulega lítill, síðan eru teknar aðrar greiðslur sem inna þarf af hendi. En það eru fyrst og fremst vextir og afborganir af lánum. Þar með höfuð við fengið framleiðslukostnaðinn. Siðan er raf- magninu, þ.e.a.s. kílowattstundafjöldanum deilt í þessar tölur og fengið út hvað þarf að selja kílowattið til þess að greiða allan kostnaðinn. Við rekum strax augun i eitt við þessa aðferð, og það er það að i framkvæmdinni verður framleiðslu- kostnaðurinn allt í einu háður því hvað lánin eru til langs tíma. Ef lánin eru til 20 ára, þá er framleiðslu- kostnaðurinn eitt. Ef lánin eru til 40 ára, þá er fram- leiðslukostnaðurinn annað. Með öðrum orðum, það skakkar miklu hvaða verðmæti við teljum að rafstöðv- arnar framleiði A hverju ári, hve mikið þær auki þjóð- arframleiðsluna, hvort lánin, sem hafa verið fengin, eru til stuíts eða langs tíma. Séu lánin til stutts tima, þá framleiða rafstöðvarnar tiltölulega mikil verðmæti á hverju ári. Séu lánin til langs tíma, þá eru stöðvarnar tiltölulega afkastalitlar og gefa lítið í aðra hönd. Þetta held ég að sé skýringin á þvi hvers vegna rafstöðvam-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.