Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 34

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 34
64 TÍMARIT VFl 1960 fyrir svo miklum áföllum af völdum náttúrunnar og af völdum efnahagsþróunar erlendis. Þið hafið náttúrlega allir séð það í blöðunum, að í ár getum við gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur okkar minnki um 175 milljón- ir króna, bara vegna verðfalls á mjöli. Eftir að ég las erindin tvö I næði, þá fannst mér að ég hefði átt að gera verzlunarkjörunum betri skil i mínu erindi. Ég gerði þess vegna nokkrar athugasemdir, skrifaði þær niður og með leyfi formanns, þá hefði ég gjarnan vilj- að flytja þær, það tekur svona korter. Eftir að ég hafði samið erindi mitt, varð mér ljóst, að sem innlegg í þessa ráðstefnu var það nokkuð ófull- komið. Ég hafði að vísu séð erindi dr. Gunnars Böðvars- sonar og rennt lauslega yfir það augum, enda vék ég nokkuð að því í erindi mínu, en ég hafði ekki séð er- indi Sveins Björnssonar, verkfræðings, né heldur önnur erindi, er haldin hafa verið hér á ráðstefnunni. Mér var því ekki fyllilega ljóst, hvað ráðstefnan snerist um fyrr en eftir fundina í gær. Ég vil þvi gjarnan mega bæta við nokkrum orðum um erindi þeirra dr. Gunnars Böðv- arssonar og Sveins Björnssonar. Það kann að þykja smásmugulegt að vera að finna að notkun orða og hugtaka, en það er þó það, sem ég ætla að byrja á. Orð þessi eru hugtök, sem notuð eru sem undirstaða stærðfræðilegra líkinga. Síðan er þeim beitt eftir sérstökum reglum og að lokum dregn- ar almennar og jafnvel pólitískar ályktanir af niður- stöðunum. Það er því ekki hægt að leiða hjá sér þessa notkun málsins. Fyrst er notkun dr. Gunnars á orðinu vinnsla. Ég hefi alltaf hugsað mér að orðið vinnsla stæði í sambandi við vinnu og merkti verknað. Dr. Gunnar notaði orðið vinnsla í merkingunni framleiðslumagn. Hjá honum er vinnslan í þjóðfélaginu framleiðslumagnið. Við nánari athugun sér maður þó, að þetta málfar þjónar vissum tilgangi, því það er ekki framleiðslumagn í hagfræðileg- um skilningi, sem er hans vinnsla, heldur eingöngu framleiðslumagnið, þegar um er að ræða efniskennda afurð. Afurðin verður að vera áþreifanlegur hlutur, eins og brauð eða kjöt, járn eða stál. 1 hagfræðinni er hug- takið framleiðslumagn ekki endilega efnisbundið á þenn- an hátt, heldur getur verið um að ræða óefniskennda hluti. Stundum er þó greint á milli vöruframleiðslu og þjónustu, en þá í tæknilegri merkingu. Ástæðan til þess að hagfræðingum er lítið gefið um þessa skiptingu í hagfræðinni er sú, að það er í raun og veru enginn mun- ur á vöruframleiðslu og þjónustu. Ef við athugum hvað það er sem gerist, þegar bak- arinn býr til rúgbrauð, þá sjáum við strax, að bakar- inn býr ekki til neinn rúg. Hann gefur honum lit og sérstakt ástand með því að baka hann, og hann gefur honum lögun með því að hnoða hann. Bakarinn breytir ástandi, lögun og legu efnisins. Framleiðslan er fólgin í því að breyta lögun og legu efnis, ekki í þvx að skapa nýtt efni. Jafnvel efnaiðnaðurinn fær ekki meira að gert. Munurinn er sá, að hann fæst við frumeindir, þar sem aðrir fást við sameindir. Bakarinn innir af hendi þjónustu. Bakarinn handleik- ur rúg og fiskimaðurinn handleikur þorsk, læknirinn handleikur limi okkar og lögfræðingurinn fer ekki lengra en að fá okkur til að tala eða hlusta. En mismunurinn er ekki neinn, sem skiptir máli, frá sjónarmiði hagfræð- innar. Dr. Gunnar notar hér hugtök, sem einu sinni þekkt- ust í hagfræðinni, en hafa fyrir löngu verið lögð á hilluna. Það skiptir ekki neinu verulegu máli, að við snúumst í kringum þorskinn og framleiðum nokkur hundruð þúsund tonn af þorski, eða öðrum fiski, eða hvort við gerum eins og Svisslendingar og snúumst svo og svo marga kílómetra í kringum ferðamennina. Hvort tveggja telst í rauninni framleiðsla og þjónar svipuðum tilgangi: að fullnægja þörfum manna, hvort sem það eru nú ferðamenn eða fiskætur á Spáni. Þátttakendur í framleiðslunni inna af hendi þjónustu, hvort sem þeir eru verkamenn eða verkfræðingar. Dr. Gunnar segir, að það hafi tekizt að auka fram- leiðnina í Svíþjóð. Árangurinn hafi orðið sá, að færri hafi orðið að fást við vinnslu, fleiri geti gefið sig að þjónustustörfum. Hann segir orðrétt: ,,Með því að auka afköst á mann um 2,8% hefur tekizt að auka neyzlu um 2% á mann og minnka vinnsluhluta, þ. e. að auka þjónustuhluta þjóðfélagsins um 0,8%“. Hvaða máli skiptir þetta? Hvaða máli skiptir það, að rafmagnsiðnaðurinn stækkar og efnaiðnaðurinn minnk- ar, eða þeim, sem framleiða rúg, fjölgar, en þeim, sem vinna að þvi að afgreiða bíómiða, sem er þjónusta, fækkar. Hvaða máli skiptir það í raun og veru? Frá sjónarmiði hagfræðinnar, sem er það, sem um er að ræða, skiptir það ekki máli, því hennar sjónarmið er framfarir í velmegun. Þetta skiptir máli að sjálfsögðu frá sjónarmiði félagsfræðinnar, að þjóðfélagið, sem samanstendur af fólki, sem vinnur eingöngu svokölluð þjónustustörf, er kannske öðruvísi á ýmsan hátt, en það þjóðfélag þar sem menn fást við að skera hrygginn úr fiski eða slátra rollum. Hugsunarhátturinn verður sennilega öðruvísi. Það er rétt, að eitt af því, sem gerist í sambandi við vaxandi velmegun er það, að fleiri vinna svokölluð þjónustustörf og færri vinna að framleiðslu á vöru. En frá sjónarmiði velmegunarinnar er það nokk- urn veginn sama hvernig þessu vindur fram. Það skiptir litlu máli frá sjónarmiði hagfræðinnar, hvort neytandi kaupir brauð fyrir 20 krónur, eða hvort hann kaupir sig inn á konsert fyrir 20 krónur. Hvort tveggja vill hann gefa jafn mikið fyrir og hvort tveggja því frá efna- hagslegu sjónarmiði honum jafn nauðsynlegt. Menn taki eftir því, að í þessari setningu, sem ég vitnaði til, þar talar dr. Gunnar um að auka neyzluna um 2% á mann. Neyzlan á mann eykst um 2,8% en ekki 2%. Mismun- urinn stafar af því, að til neyzlunnar telur hann ekki þjónustu. Það er ekki neyzla í hans augum að menn fari á konsert. Frá sjónarmiði hagfræðinnar er þetta neyzla. Þær hugmyndir dr. Gunnars, að framfarir séu aðal- lega það að framleiða meiri iðnaðarvörur, koma víða fram í erindi hans. Hann telur, að framfarir séu fólgn- ar í fjárfestingu í iðnaði. Þannig gagnrýnir hann það í niðurstöðum sínum, að óarðbær fjárfesting sé hlutfalls- lega mjög mikil hér á landi, og að um helmingur af fjár- festingunni fari í íbúðarhús og landbúnað. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að framfarirnar væru fólgnar í því fyrst og fremst að festa fé í þeim atvinnu- vegum, hverjir svo sem þeir væru, þar sem hægt væri að auka framleiðni. Hvað viðkemur landbúnaði og í- búðarhúsabyggingum, þá er þvi til að svara að frá sjón- armiði hagfræðingsins skiptir það miklu máli, að fjöl- skyldan er venjulega reiðubúin að leggja frá 20 og upp i 30% af tekjum sínum í húsnæðisþjónustu. Er þörfin fyrir húsnæði minna brýn en aðrar? Er húsnæðisþjón- usta óæðri hlutur heldur en t. d. brauð eða klæði? Atvinnulífið snýst fyrst og fremst um það að upp- fylla þarfir okkar, þannig að við fáum þær uppfylltar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.