Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Page 44
74
TÍMARIT VFl 1960
Segja má, að þrennt einkenni þróun hagnýtrar stærð-
fræði í dag. I fyrsta lagi ber að telja hina siauknu notk-
un rafreikna (rafeindareiknivéla). Þessi tæki reikna
þúsund til tugþúsund sinnum hraðar en venjulegar borð-
vélar. keikni manna i lausn tæknilegra reikniverkefna
er því komin á annað stig en áður hefur þekkst. Þessi
tæki munu vafalaust teljast ein þýðingarmesta nýsköpun
20. aldarinnar, og óhjákvæmilegt er, að þau valdi straum-
hvörfum í tækni og visindum.
Samhliða þi-óun rafreikna hefur hin hagnýta stærð-
fræði tekið til notkunar ýmsar fræðilegar greinar, sem áð-
ur voru taldar mjög f jarri öllum veruleika, þ. e. abstrakt.
Greinar eins og fræðin um grúppur, algebra Booles o. fl.
hafa nú verið teknar í notkun við lausn hagnýtra verk-
efna. Hagnýt og hrein stærðfræði virðast aftur vera að
ná saman á vissum sviðum, og er það vel.
Loks er komin upp ný grein hagnýtrar stærðfræði,
sem virðist geta haft talsverða þýðingu. Þessa grein
nefna enskumælandi menn „operations research", en það
mætti nefna hagreikning, þar sem meginverkefnið er að
finna stærðfræðilega hagkvæmustu lausnir á ýmsum
verkefnum daglegs lífs. Hér er um að ræða greinar eins
og fræðin um spil og baráttuáætlanir (theory of games),
áætlanir á línulegum forsendum (linear programming)
o. s. frv. Rafreiknarnir eru raunverulega ein meginástæða
fyrir því, að menn eru farnir að gefa þessum verk-
efnum gaum, þar sem þau eru oft flókin.
Helztu verkefni nútímaeðlisfræði eru að sjálfsögðu
atóm- og kjarnafræðin, en starfsframlag til þessara
greina er þegar mjög mikið. Þá ber að nefna rafagnar-
tækni (electronics), stuttöldutækni og efnisfræði (solid
state physics). Þessum greinum er öllum sameiginlegt,
að þær byggja mjög á fræðilegum forsendum. Enginn
getur starfað að þessum verkefnum, nema hann byggi
á góðri undirstöðu.
Þióun kraftfræðinnar, sem er hornsteinn allra verk-
fræða, er að sjálfsögðu mjög ör. Einkum er hér um að
ræða fræðin um iðustrauma (turbulence), mjög hraða
strauma (supersonics), hneig efni (plasticity) o. s. frv.
Einnig hér er byggt sterklega á fræðilegri undirstöðu.
Þegar litið er á þessa þróun er augljóst, að bilið milli
núverandi námsefnis og starfseminnar fer vaxandi, og
er það nú orðið meira en það var fyrir örfáum áratugum.
Virðist óhjákvæmilegt að taka til athugunar, hvort ekki
megi ráða nokkra bót á þessu ástandi.
nugsanlef/ar breytingar og endurbœtur verkfrœöa-
Með hliðsjón af því, sem hér hefur verið sagt, virðist
koma til mála að íhuga breytingar á verkfræðanáminu,
og einnig að taka upp skipulega kennslu fyrir menn, sem
þegar hafa lokið námi. Hið fyrra miði að því að minnka
bilið milli náms og starfs, en hið síðara sé gert til þess
að auðvelda íslenzkum verkfræðingum að kynnast og
fylgjast með nýjungum, og jafnvel að endurbæta undir-
stöðuþekkingu þeirra.
1 fyi'sta lagi gefur fjölbreytni starfsins tilefni til þess
að íhuga, hvort ekki sé rétt að samræma nám og starf
með því að tvískipta verkfræðanáminu þegar frá upp-
hafi. Hver flokkur greinist síðan í hinar fjórar greinar
verkfræðinámsins.
Annars vegar mætti hafa þarfir rekstrarverkfræðinga
fyrir augum með því að minnka undirstöðunám fyrri-
hlutans og samræma það betur kröfum hins daglega lífs.
Þannig kæmi til athugunar að sleppa talsverðum hluta
stærðfræðinnar, a. m. k. í núverandi mynd, en leggja
meiri áherzlu á lausnir einfaldra daglegra hagnýtra
dæma. Eðlisfræði og kraftfræði mætti síður minnka, en
vafalaust má gera bieytingai' með það fyrir augum, að
námsefnið komi að betri notum síðar meir.
Hins vegar eru þarfir þeirra verkfræðinema, sem
stunda vilja nýsköpun og rannsóknir. Fyrir þessa náms-
menn þarf að auka allmikið kennslu í stærðfræði, eðlis-
fræði og kraftfræði, og umfram allt vinna að skilningi
á breiðum grundvelli.
Þessi tvískipting verkfræðinámsins er að sjálfsögðu
engin nýjung. Danir hafa þegar hafið tilraun til þess
að fara þessa leið. Þeir hafa sett á stofn sérstakan skóla
fyrir nemendur i rekstrarverkfræði, og nefna hann
Ingeniörakademiet. Nám er þar aðeins 3 ár. Tekið skal
fram, að hér er ekki gert ráð fyrir, að rekstrarverk-
fræðingar hafi svo stuttan námsferil, enda vii'ðist þessi
ráðstöfun varasöm.
Jafnvel þýðingameiri, og raunar sjálfsögð ráðstöfun,
er skipuleg kennslustai'fsemi fyrir verkfræðingastéttina
í heild. Halda þarf námsskeið í undirstöðufræðum og nýj-
ungum á líkan hátt og nú er gert víða i hinum stærri
löndum. Þessi námskeið eru venjulega tiltölulega stutt,
en reynt er að troða sem mestu í menn á þeim tíma.
Það hefur komið fram, að námsskeið af þessu tagi
eru ein bezta aðstoð við starfandi verkfræðinga. Þeir
geta þannig á tiltölulega auðveldan hátt endurbætt kunn-
áttu og þekkingu, og einnig gerir þetta þeim mögulegt
að kynnast nýjungum.
Á Noi'ðurlöndum er þegar farið að halda mikið af
slíkum námskeiðum. I Danmörku er það einkum danska
verkfræðingafélagið, sem að þessu stendui'.
Það virðist einmitt mjög heppilegt verkefni fyx’ir Verk-
fi-æðingafélag Islands að skipuleggja og standa að slík-
um námsskeiðum. Innan félagsins mætti skipa séi'staka
tæknifi-æðanefnd, sem hefði m. a. þennan starfa með
höndum. Háskóli Islands er að sjálfsögðu einnig aðili,
sem staðið gæti að slíkum námsskeiðum. Samstarf hans
og Verkfxæðingafélagsins kæmi einnig til greina.