Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 58

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Blaðsíða 58
88 TlMARIT VFl 1960 Engar tilsvarandi tölur eru til fyrir árið 1946. 8. Stofnfjárstuðull. Fjárfesting Árleg brúttóframleiðsla Rekstrarvörur, þjónusta og fyrning Stofnfjárstuðull == Fjárfesting________________________ árleg brúttóframleiðsla — (rekstrarvörur + fyrning) 1958 stofnfjárstuðull = 2.612.000 — 5.8 . 730.000.000 — 276.827.000 Stofnfjárstuðul fyrir 1946 er ekki hægt að finna vegna þess, að tölur um tilkostnað liggja ekki fyrir. 1946 1958 1.178.000.000 2.642.000.000 206.900.000 730.000.000 Liggur ekki 276.827.000 fyrir 4. Afköst vinnueiningar. 1958 afköst vinnueiningar = 730.000.000 — 276.827.000 10.204 = kr. 44.400.00 5. Samanburður við erlendan landbúnað er ekki fyrir hendi. 6. Tjllit og liorfur varðandi tæknilegar umbætur og af- kastaaukningu i greininni. Á árunum frá 1946 til 1958 hafa búskaparhættir breytzt mjög mikið hér á landi. Flest hin erfiðari verk, sem áður voru unnin með handafli og takmarkaðri notkun hestaverkfæra, eru nú unnin með vélknúnum tækjum. Á þessu árabili hefur meginþorri bænda eða ca. 75— 80% eignast traktor og meira eða minna af traktor- knúnum tækjum. Heyja er nú aflað að langmestu leyti á ræktuðu landi. Óhætt er að fullyrða, að meira en helmingur heyforð- ans er súgþurrkaður eða verkaður sem vothey þannig, að bændur eru ekki nærri þvi eins háðir veðráttu og áður var. Flestar jarðir hafa verið hýstar að einhverju eða öllu leyti á þessu tímabili og ræktun hefur verið gífurleg. Framleiðsla helztu búsafurða landsmanna hefur orðið eins og taflan sýnir: Mjólk (litrar) 1946 60.560.000 1958 Aukning 93.913.000 55 % Sauðfé (slátrað) 377.520 694.555 84 % Nautgr. (slátrað) 20.493 31.781 55 % Hross (slátrað) 7.135 8.117 13.8% Meðalbúið var talið árið 1946: 80 fóðraðar kindur 4.3 kýr 6.5 hross árið 1958: 128 fóðraðar 6 kýr 4.3 hross kindur Af framansögðu er ljóst, að véltæknin hefur haft í för með sér mikla afkastaaukningu. Á því tólf ára tíma- taili, sem vélvæðingin hefur staðið, hefur fólkið, sem starfar við landbúnað, fækkað um ca. 15% en framleiðsla mjólkur og nautakjöts hefur aukizt um ca. 55% og slát- urfé hefur fjölgað um 84% á sama tíma. Er þó ekki öll sagan sögð, því að sauðfjárbúskapur hefur goldið gífur- legt afhroð vegna sauðf jársjúkdóma, enda hefur af þeim sökum orðið að skera niður um 300.000 fullorðins fjár, auk allra lamba. Búast má við, að þróun véltækni í landbúnaði haldi áfram að auka afköst þess fólks, sem við hann vinnur Með stækkandi búum og aukinni ræktun batnar nýting vélanna. Súgþurrkun heys, votheysgerð og ýmsar fleiri verkunaraðferðir eiga eftir að gera bændur tiltölulega lítt háða veðurfari við heyöflunina. Hafa ber i huga, að jafnframt framleiðsluaukningunni hafa bændur varið mikilli vinnu í byggingar og rækt- un. Greinargerð þessi er byggð á uplýsingum úr búnaðar- skýrslum Hagstofu íslands, úr Timariti Framkvæmda- banka Islands (Úr þjóðarbúskapnum), ennfremur ýms- um óbirtum skýrslum frá Framkvæmdabankanum og skýrslum Innflutningsskrifstofunnar um fjárfestingar- framkvæmdir. Þá hafa starfsmenn þessara stofnana veitt ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar. Starfsmenn Búnaðarfélags Islands hafa veitt ýmsar mikilvægar upp- lýsingar og Þórður Júlíusson, verkfræðingur, hefur safn- að gögnum um skiptingu verðs i erlendan kostnað, tolla og innlendan kostnað. Vegna þess, að skýrslur eru ekki sundurgreindar nægjanlega, hefur stundum orðið að sæta nokkrum ágizkunum. Um fjölda raunverulegra bænda er t. d. ekki vitað með vissu. Þegar ákveðin var tala starfandi fólks við landbúnað, var lögð til grund- vallar sú tala bænda, sem miðað er við í búnaðarskýrsl- um Hagstofu Islands. Skýrslur þær eru byggðar á fram- tölum manna og eru þau ekki alltaf rétt. Sumir eru taldir bændur, þó að sama og engan búrekstur hafi, aðrir eru taldir vinna hjá félagsbúum, þó að þeir ættu e. t. v. að teljast bændur. Um fjölda vinnufólks var farið eftir framtöldum greiddum vinnudögum í búnaðarskýrslum. Til að finna fjölda ársfólks, var miðað við, að 300 greiddir vinnu- dagar væru í árinu. Þá er gert ráð fyrir, að vinnukona samsvari % karlmanns í vinnuafköstum og að liðlétt- ingur samsvari % karlmanni i vinnuafköstum. 1 grein- argerðinni er talið, að við landbúnað vinni bændurnir sjálfir og vinnufólk, sem greitt hefur verið kaup sam- kvæmt framtölum. Hins vegar er vitað, að skyldulið bændanna, eiginkonur, börn og gamalmenni, vinna víða að talsverðu leyti að bústörfum án þess, að fram sé talið. Má því deila um, hve margt starfsfólk vinni við landbúnað. Eftir 1946 hafa mörg mjólkurbú verið stofnuð og nokkur hluti þeirrar vinnu, mjólkurvinnslu, sem áður var framkvæmd heima á býlunum, hefur flutzt til mjólk- urbúanna. Samanburð á stofnfjárstuðlum áranna 1946 og 1958 reyndist því miður ómögulegt að gera vegna þess, að búnaðarskýrslur frá 1946 geta ekki um tilkostnað bænda við framleiðsluna. 1 töflunni um verð rekstrarvöru, viðhaldsvöru og þjón- ustu er flutningskostnaði skipt í erlendan kostnað, tolla og innlendan kostnað. Hér er reynt að gizka á, hve mik- ill hluti af rekstrarkostnaði flutningsbíla er benzín/gas- olía, olíur, varahlutir. Tölur þessar kunna að vera al- rangar, en ættu þó að gefa einhverja hugmynd um skiptingu þessara kostnaðarliða. 1 töflunni um heildarfjárfestingu (fjármunaeign) eru sérstakir dálkar, sem sýna fjárfestinguna á verðlagi árs- ins 1954. Starfsmenn Framkvæmdabankans hafa reikn- að út vísitölu neyzluvöruverðs miðað við verðlag ársins 1954 og eru þessar umreiknuðu fjárfestingartölur látn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.