Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 9

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 9
stað og mikilsverða fyrirgreiðslu, hefur stúkan rekið þarna fræðslustarf og hollar skemmtanir fyrir gestina. Hefur allt þetta verið innt af hendi með svo miklum ágætum, að sjómemi og útgerðannenn víðsvegar að af landinu studdu þessa starfsemi og þökkuðu með ríflegum íjár- framlögum, sérstaklega meðan aðsókn var þarna mest, þ. e. meðan sildin var árviss og meiri fjöldi sótti Siglufjörð þess vegna heim, en hin siðustu aflaleysisár. Til þessa mikilsverða starfs hafa marg- ir félagar lagt fram mikið og óeigin- gjarnt starf og mikla vinnu og umhyggju. Hvort tveggja hefur það verið vel þegið og unnið markvíst gagn. Má þar fyrst til nefna þá menn, sem lengst hafa haft stjóm heimilisins á . hendi, þá Pétur Björnsson, Andrés Hafliðason og séra Óskar Þorláksson. 1 stað séra Óskars mun eftirmaður hans hafa starfað, séra Krist- ján Róbertsson, meðan hann var prestur á Siglufirði. Forstöðukona heimilisins mun lengst hafa verið frú Lára Jóhanns- dóttir. Við það mimu og þessir karlmenn hafa nokkuð starfað: Friðrik Hjartar, Páll Jónsson, sem nú starfar við Bóka- búð Æskunnar, og nú síðast — og lengi — Jóhann I3orvaldsson kennari. Þetta sýnir, að Góðtemplarar liafa verið liðtækir og vakandi menn um menningarlega viðleitni í lífi Siglfirðinga. Þetta er þó sem betur fer ekki hið eina sem Góðtemplarareglan hefur lagt til á þessu sviði með þjóðinni, frá því að hún nam hér land á 9. tug síðustu aldar- I fjölmörgum kaupstöðum og um byggðir landsins hefur þessi merki félagsskapur verið merkisberi menningarinnar. Sú sér- stæða saga hefur enn ekki verið skráð til neinnar hlýtar, en hún er margþætt og merkileg og kemur víða við. AKRANES ★ Skólamál. Barnaskóli er fyrst settur á fót í Siglu- firði 1883, og voru þá 12 böm í skól- anum. Fyrsti kennari skólans í nokkur ár var Helgi Guðmundsson læknir þeirra. Árið 1899 var fyrst byggt skólahús niður á Eyrinn,, allgott hús, en 1913 var enn byggt nýtt skólahús, steinsteypt og sæmi- lega vandað. Ái'ið 1917 voru 90 böm í skólanum, en nú eru þau 436. Lengst af var þar skólastjóri frú Guðrún Bjöms- dóttir bónda á Kornsá, myndar- og dugn- aðarkona, sem mjög lét sér annt um skólamál bæjarins og stjórnsöm vel. Um mörg ár var þar einnig skólastjóri Frið- rik Hjartar, ágætur og áhugasamur skóla- maður, samvizkusamur og ólatur maður, sem kunni vel sitt verk, léttur og lið- legur, ágætur söngmaður og félagsmaður yfirleitt. Um tima var þar skólastjóri Guðmund- ur Skarphéðinsson, einnig ágætur skóla- maður. Núverandi skólastjóri er Hlöðver Sigurðsson. Alllengi hefur þar og starfað Gagn- fræðaskóli, og mun það vera allgóður skóli. Fyrsti skólastjóri hans mun hafa verið Jón Jónsson frá Völlum í Svarfað- ardal, þá Jóhann Jóhannsson cand. theol. Meðal kennara við skólann munu þessir hafa verið: Guðbrandur Magnússon, Haf- liði Guðmundsson og séra Óskar Þorláks- son, sem var þar lengi stundakennari. ★ Lokaorð um liðtæka menn. Þrátt fyrir ýmsa vaxtarverki er fylgja ört vaxandi bæjum, svo og þá erfiðleika sem afturkippur í atvinnulífinu orsakar, er margt merkilegt við þennan aðalsíldar- bæ. Hér áður hefur aðeins verið minnst á heimilislíf á Siglufirði. Hygg ég að þar sé víða um nokkuð trausta heimilismenn- 77 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.