Akranes - 01.04.1957, Side 11
Benidikt Gíslason frá Hofteigi:
Þorgerður « Hrnunfelli
Ég átti að fara út að Refsstað, em-
hverra erinda. Það var vor og sólskiin.
Ég man svo fátt úr bernzku minni, nema
það sé vor og sólskin.
Mér komu svona sendiferðir illa. Ég
var feiminn að upplagi, og vegna þess-
arar feimni var ég klaufi í máli, en er-
indin varð ég að gjöra svo vel að reka
upp á minn eigin persónuleik. Á eftir
gagnrýndi ég mig vægðarlaust fyrir
klaufaskapinn, og stóð oft undir þungum
dómi samvizkunnar. Nú var líka svo
virðulegt fólk á Refsstað, systkinin frá
Grænavatni, og bjuggu í nýsmíðuðu húsi,
sem ég hafði horft á rísa, fjöl eftir fjöl,
af grunni, og heyrt í hamrinum, högg
eftir högg, festa það saman- Ég gekk út
götuna, 8 eða 9 ára, langur, niðurlútur
og kvíðafullur yfir því, að klaufaskap-
urinn tæki mig nú í karphúsið, eins og
oftar. Ég var að búa til spaklegan sam-
setning af orðum, sem áttu að duga er-
indi mínu, og er kominn út í djúpu
götuna í mónum, fram hjá gömlu kví-
unum, er ég lít upp. Stutt frá mér kem-
ur kona eftir götunni. Hún situr á jarp-
skjóttum hesti, .sem var mikil myndar-
skepna. Hún er lág i sætinu, og nokkuð
samandregin i herðum. Hún situr í
djúpum söðli og hefur báða fætur i
fótaskörinni. Ég þekkti konuna strax.
Ég stíg út úr götunni, sunnanmegin, og
býst að halda ferð minni áfram eftir
vanalegar kveðjur. Hún stanzar hestinn
og tekur mig tali. Eiginlega talaði hún
__________________________________________/
þó ekki nema með vinsamlegu látbragði,
sem virtist allt hniga að því að athuga
mig ofan í kjölinn af hinni mestu góð-
vild- Hún brosti við mér, en það var eitt-
hvað stirt og staðnað í brosinu, einhver
alvara í ætt við speki og ábyrgð. Ég kann-
aðist við þetta. Þetta var svo líkt gömlu
hjónunum á Egilsstöðum, Jóni og Aðal-
björgu, enda er hún nú á líkum aldri
og þau. Hún er fríð kona, þó hún sé orð-
in þetta gömul, frekar skammleit og
skarpleit, ennið aftur dregið og nefið hátt,
en munnbragð og haka nett og smáfrítt.
Það bar af hvað hún var hreinleg og björt
yfirlitum, það var eins og hún hefði
aldrei gert annað en þvo sér um dagana.
Nú brosti hún við mér móti suðurátt-
inni, þvegin af vorblómum og signd af
sólinni, með djúpan góðleik í augunum,
og alvöruþrunginn velspár anda í þvi
sem hún sagði. Á höfðinu hafði hún hina
algengu höfuðprýði kvenna, skotthúfuna,
og lét hana sitja allframarlega yfir skiptu
hári í miðju höfði. Samt gengu fram und-
an henni lokkarnir, rauðgulir, og gljá-
andi og öðru megin drógust þeir í mjúk-
ar bylgjur yfir þunnvanganum-
Ég stóð eins og dæmdur, feiminn og
skilningssljór, athugull eins og ég var
vanur, gleymdi engu eins og ég var van-
ur. Þá þrifur hún til vasans á reiðpils-
inu, og lyfti því upp, svo ég sá hvar
fæturnir í svörtu, brydduðu .sauðskinns-
skónum hvildu á fótaskörinni á söðlinum.
Hún dró upp klút úr vasanum, rakti
AKRANES
79