Akranes - 01.04.1957, Page 15

Akranes - 01.04.1957, Page 15
Þetta datt mér í hug, er ég hafði lesið hina afburðasnjöllu ritgerð Kristjáns Al- bertssonar í Morgunblaðinu 30. apríl s. 1., Um Brekkukotsatnnál og sitthvað fleira. Kristján er svo víðlesinn, að ekkert sem verulegu máli skiptir í blöðum eða bókmenntum heima eða heiman fer fram hjá honum. Hann er jafnan prúður og faguryrtur, með viðfeðma innlifun og aðdáun á töfrum tungunnar. Skýrmæltur er hann og skorinorður, er hann bendir sóðum eða sjálfbyrgingum á það sem hjá þeim skyggir á þennan töfrasprota hins gamla norræna máls. Skapheitur er hann, þegar hann segir mönnrnn til syndanna, er þeir vaða á örgustu rosabullum inn í þennan helgidóm. Þó er hann svo spakur að viti, að ekki er lengra gengið, en að hvert orð hittir i mark, og verður að heil- steyptri sókn eða öruggri vöm, sem auð- velt er að dæma eftir. Allaf er ísland efst í huga, á oddinum til sóknar eða varnar. Fjærri Islandi, en þó öllum stundum þar. I lífi og starfi, i máli og mennt- Verjandi land og þjóð, sækjandi fram fyrir þess hönd og heiður. Ekkert land í víðri veröld er undir slíkri heillastjömu sem fsland. Fjaður- magnaðir fullhugar og vitrir menn fleiri og færri lifandi og starfandi á hverri öld. „Veit þá enginn, að eyjan hvíta átt hefir sonu fremri vonum“ — „Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir Guði að treysta, hlekki hrista, lilýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa,— en þessu trúið!“ Þessi trú og tignu töfrar, veitir þann styrk, sem verður að sigurafli í lífi þjóð- arinnar og starfi. Það varðar veginn, svo að henni veitist létt að veita öðrum þjóð- um ekki minna en til þeirra er sótt. — Islendingar þurfa ekki að vera neinir ölmusumenn, ef öfund og argaþras gerir þá ekki að óvirkri þjóð og athlægi gagn- vart umheiminum. Mér þykir rétt að þessi kveðja og þakk- arorð fylgi hér mynd af Kristjáni Al- bertssyni, sem átti að fylga næst síðasta hefti, er hanns var minnst í sambandi við Albertshús. Þinn vinur, Öl. B. Björnsson. 83 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.