Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 21
Aðalsteinsdóttur íór því ekki íram hjá
ráðherranum, svo einlæg og traust voru
stúdentsáratengslin frá Höfn við þessa
göfugu konu, sem þeim var svo heimis-
ins undur góð.
Hannesi var vel kunnugt um mennt-
un ungfrú Guðrúnar. Nú vaintaði hann
alveg sérstaklega ungt fólk til starfs, sem
væri vel að sér í sem flestum tungumál-
um. Þegar hér var komið sögu, var ung-
frú Guðrún orðin fullnuma í hraðritun
á dönsku, þýzku og ensku, og var hyrjuð
á sama námi á frönsku. Hannes benti
þeim því á, að hér væri um framtíðar-
starf að ræða fyrir hina ungu stúlku.
Starf, sem föðurland hennar þarfnaðist
nú svo mjög. Þessi mikla nýja tækni
myndi flytja landið á vissan hátt mær
umheiminum, og draga úr hinu mikla
strjálbýli landsins, óbeint a-m.k., færa
líf í verzlun landsmanna innan lands og
utan.
Allt þetta voru mikilvæg rök hins
mikla framfaramanns, sem hin raunsæja
fóstra gat ekki látið eins og vind um eyr-
un þjóta. Hannes réð því Guðrúnu sem
símritara við Landssímann og það kom
einmitt í hlut þessarar ungu sérmenntuðu
stúlku að tala fyrsta samtalið við æsku-
byggðina, Akureyri, höfuðstað Norður-
lands, Þannig atvikaðist það, að Guð-
rún Aðalsteinisdóttir kom heim, og hér
hefir hún átt heima síðan.
Frk. Sigríöur Helgason
flytur heim.
Þetta leiddi auðvitað til þess, að þegar
frk. Helgason hafði lokið lífsstarfi sínu
í Kaupmannahöfn, flutti hún heim til
fósturdóttur sinnar og manns hennar,
Carls Finsens forstjóra- Þar lifði hún
bjart og fagurt ævikvöld, umvafin ástúð
góðra vina, sem nú vildu ómælt þjóna
og greiða giftu og göfugt uppeldi.
Þegar maður talar við frú Guðrúnu um
frk. Helgason, heimili hennar líf og
starf, leynir það sér ekki, að milli þeirra
liefur verið gagnkvæm ást og umhyggja.
Rausæ er Guðrún eins og fóstra hennar.
Henni dyljast ekki kostir Sigriðar, mikl-
ar gáfur, ágæt menntun. Hana ávann
hún isér með námi á góðum skólum, eins
og fyrr er sagt, með sjálfsnámi og mikl-
um lestri góðra bóka. Einnig með því að
umgangast og hafa náin kynni af há-
menntuðu fólki og gáfuðum, ungum
mönnum, innlendum og erlendum. Hún
var mikil samkvæmismanneskja, marg-
fróð og minnug, sagði sérlega vel frá
og hafði jafnan mnræðuefni á reiðum
höndum. Hún var, eins og áður er sagt,
ströng og siðavönd, ráðrík, enda vön að
stjórna án íhlutunar. Henni var því ekki
tamt að hlíta ráðum annarra, og fannst
sumum að hún væri um of einstreng-
ingsleg öfgamanneskja í þessum efnum.
Ég spurði frú Guðrúnu, hvort þessi
gáfaða, menntaða, glæsilega kona myndi
aldrei hafa lifað isín ástarævintýri, í hinni
gömlu „höfuðborg“ Islands, umkringd
af ærslafullum, ungmn stúdentum, svo
og þarlendum mönnum, sem hún hefur
verið meira og minna með frá tvítugs
aldri. Ekki segist hún vita til þess, og
ætti þó frú Guðrún að vita mann bezt
um allt slíkt. Hún fortekur alveg, að
slikt hafi getað átt isér stað milli hennar
og hinna íslenzku skjólstæðinga hennar,
eftir að hún varð ráðskona Friðriks-
spitala, því að hún hafi — ekki sízt þá
— verið orðin hin fastmótaða, stranga
hefðarkona, sem taldi sig vemdara, leið-
beinanda og hjálparhellu hinna ungu
landa. Ekki aðeins um andlega reisn og
fullkomið velsæmi á öllum sviðum, held-
ur einnig i fjánnálum, þar sem eigin
89
A K R A N E S