Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 27

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 27
Sigurður Jónsson, frá Brún: TIL FJMIÆ OQ FRft — ANNAR HLUTI — Heitir sá foss Tröllkonuhlaup, á hún, röskleikakonan, að hafa stiklað þar yfir á fossbrúminni á dröngum nokkrum, er kljúfa strauminn í kvíslar. öll höfðum við séð foss þennan áður, svo að við töfðum okkur ekki við hann. Var förinni enn haldið i sömu átt, þar til Guðmundur ók niður af bakkan- um að Ytri-Rangá og yfir hana á góðu vaði. En skemmtilegra var áður fyrr að reka að henni þyrsta hesta og sjá þá svala þorsta símnn og grípa sér strá úr bakka. Nú fleygðist bíllinn yfir hlátært lindarvatnið í ánni og fram hjá gróður- nælingi í bökkum, sem sá einn veit hve fagrir sýnast, er farið hefir langa vegu á gróðurlausu með skepnur í ferð. Allt hafði verið í fangið neðan frá Sel- fossi og var nú æði'hátt komið yfir sjó. Þó jókst enn brattinn upp Rangárbotn- ana og Sölva- eða Salvararhraunið, þar enn ofar og allt að Valahnjúkum. Er Sölvahraunið við veginn sokkið undir jarðveg og gróður, en þerringslegt er þar og snögglent, og endar það gróðurlendi of fljótt eins og margt annað, sem við þykir unandi. Eftir að högum sleppti var farið rnn stund norðan undir hrauni frá 1878 og var það orðið svo lygilega skófum gróið, að okkur undraði. Hefur það fallið fast norður að Valahnjúkum, háum móbergs- klettum, og smýgur vegurinn þar á milli hraunjaðarsins og hruninna mógrjóts- bákna upp á flata, sem er þar austan við þrengslin. Skiptist hann þar nokkru of- ar og liggur syðri vegurinn um Land mannahelli, Frostastaðaháls og Land- mannalaugar til Skaftártungu, en himi norður og austur undir Bjallavað á Tungnaá, og beygir þar suður á Frosta staðaháls saman við hinn fyrrtalda. Ej' nyrðri vegurinn lengri og óskemmtilegri en varð fyrr fær leið bílum. Skammi frá Bjallavaði, skiptist nyrðri leiðin einn- ig, og stefnir þá nyrðri álman til Tungnaár og Veiðivatna og reyndar víð- ar um hálendið, en nokkur maður lætur sér til hugar koma; og beið sú leið nú okkar. Hafði mér þótt seint ganga og lítið að sjá um sanda og hraun, þar sem lítt sá til fjalla vegna úrkomumóðu og hlakkaði til að komast að Tungnaá. Ein var þó nýlunda á þeirri leið að þessu sinni. Eftir umliðið þurrkasumar var á ein, er Helliskvísl heitir og yfir átti að fara, þomuð af með öllu. Sáust hennar þau ein merki, að jökulleir lá í lægðrnn, þar sem hún hafði áður runn- ið. Þar um slóðir fór líka að bregða birtu. En ég huggaði mig við þótt dimmdi, að Guðmundur var bæði kunnugur og hafði traustari leiðarmerki en ég hafði áður haft í ýmsu fjalladrasli, þar sem liann ’hafði Lílför að rekja, auk kunnugleikans, en ég hafði oft orðið að styðja sannfær- ingu mína, og hana veika, við hrossa- taðsköggla strjála, og að Tungnaá komrnn við í hálfdimmu, og ,stóðu þá tveir bílar við vaðið, var þar Sigurjón Rist, vatna- A K R A N E S 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.