Akranes - 01.04.1957, Page 28

Akranes - 01.04.1957, Page 28
mælingamaður, á stórum bíl með bát á þakinu, á leið til Þórisvatns til mælinga, og samferðamaður hans mér ókenndur á öðrum smærri. Hæfði það þeim vel að bíða Guðmundar, því að vað þetta hafði hann fundið fyrstur, farið það manna oftast og mátti því bezt þekkja. Risti hann rúnir sínar í árbotninn þannig að hvergi bar út af og varð lítið vart við að verra væri undir en annar hröslu- vegur til heiða og fjalla. Sigurjóni tókst einnig yfirferðin ágætlega, en félaga hans mistókst um stefnuna, festi hann bílinn og drap á honum og varð að draga farartækið og bílstjórann á þurrt, óskaddað þó hvort tveggja, og ferðafært á þurru landi. Kvöddumst við þar á bakkanum og mun Guðmundur hafa stigið á benzíngjafann því að nú voru framundar torfærulausir vikrar lengi, og slóðir átti hann þar lagðar í björtu, og lágu þær þaðan alla leið inn að Jökul- heimum í Tungnaárbotnum. Á þeirri leið er fátt ömefna, og sá ég lítið til þeirra, sem voru sökum náttmyrkurs, vakti þó Guðmundur eftirtekt mína á þeim, sem hann hafði heyrt, að ég mundi eftir, en þegar kom upp fyrir Hravmvötn svokölluð, sem er dálítill vatnaklasi norðan við Litlasjó var mér allt nýtt og sem ósagt þótt nefnt væri nema það síðasta, en það var Heima- skarð. Þegar ég heyrði þá hina kunnugu segja, að nú værum við í Heimaskarði, fór ég nærri um að það væri miðað við Jökulheima og stutt undan þar. Fór ég þá að horfa nokkuð staðfastlega til fram- rúðu og innan stundar birtist skálinn, brá fyrir dökku timburhúsi með Ijósum gluggakörmum í geislanum frá bílnum, en hvarf óðara aftur, því að nú fór Guð- mundur að snúast við að leggja farar- tækinu þannig, að við þyrftum sem stytzt að bera dót okkar úr bíl að bóli, enda mátti svo kalla að kysstust skála- dyrnar og skottið á bílnum þegar hann þóttist 'hafa gert okkur farþegum sinum nægilega létt fyrir, og nam staðar. Hafði þá ferðin staðið í 6*4 klukkutíma að frádregnum töfum á Selfossi og við Tungnaá, talið frá Blikksmiðju Reykja- víkur á Lindargötu. Þótti mér þá hafa unnizt ótrúlega vel, en Guðmundur er einn af þeim, sem kann að flýta sér hægt og kemst því hjá slysum og stórtöfum. Menn fóru að rétta úr stirðnuðum steylunum og að bera varning í bæinn, stúlkurnar hurfu strax að eldamennsku. Þeirra beið þríkveikju olíuvél og heil bii- slóð af pottum og borðbúnaði og þær kunnu bæði að hirða inn með sér það, sem fyr,st þurfti að nota og að kalla eftir hinu, sem ]iær komu ekki inn í fyrstu ferð. Deilur hóf’USt með virðingamönnum fararinnar, er Guðmundur auðvitað hreppstjóri á þessum slóðum og heitir lögsagnarumdæmi hans Grímsvatna- hreppur og tilheyrir engri sýslu. Jón er aftur á móti sjálfsagður húsbóndi allra staða uppi þar, og deildu þeir nú um 'hvað væri hreppstjórarúmið og hvað hús- bóndasængin i skálanum, vildu báðir eftirláta hinum hið betra hlutskiptið. Er slíkt ótítt, enda settust þær deilur með sáttum svo sem með Einherjum, og varð það úr að stúlkurnar tvær sátu uppi með rúmið og naut þess hvorugur þeirra valdamanna. — Höfðu þá konur matbú- ið, er sættir tókust, og næg var lystin hjá langferðafólki. Tók síðan svefninn við, draumlaus og vær hjá mér að minnsta kosti. Hafði ég þó hugsað mér að láta mig dreyma marga óorðna hluti, í þeim vændum að ekki myndi Gnúpa- Bárður eða aðrir landvættir Vonarskarðs ljúga mig fullan svona í fyrstu kynn- ingu. A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.