Akranes - 01.04.1957, Page 34
jeppaför til vinstri handar og tók Guð-
mundur þau. Þar höfðu farið Skaftfell-
ingar fjórir, og komið sunnan og vestan
öll Timgnaárfjöll. Skyldi nú freista þess
að leggja 5 tonna bíl í förin þeirra og
vita hversu tækist. Bar okkur hrátt að
Timgnaá, og er henni helst svo að lýsa,
að hún var ekki hundi í lafklauf og botn-
inn ágætur. Höfðum við þar víðast slóðir
Skaftfellinganna, og lágu þær brátt að
gilkjafti í suðurhlið og upp það gil. Þar
þurfti litið eitt að laga. R-346 var of
langur í slíkar beygjur, sem þar voru,
en tók bratta og undirlagi eins og þrælk-
unarhestur töðufóðri. Bar okkur úr gil-
botni þeim suður í fallegan, gróinn dal-
hvamm, er Botnaver heitir, og er hann
hér um bil í hásuður frá Jökulheimum,
í hvarfi þaðan bak við hnjúk nokkurn,
sem félagar mínir nefndu Rata-
Þar í verinu gistu þeir Pálmi Hannes-
son, rektor, og dr. Niels Nielsen sumarið
1927, við heldur órífleg kjör, fengu hið
versta veður, en þó rofaði svo til um ná-
grennið áður en þeir fóru, að þeir sáu
fellin í kringum sig og gaf Pálmi þeim
nafn, sem auðkennilegustu þóttu, og voru
það fell eitt úti á aurum Tungnaár og
annað í enda Tungnaárfjalla með hamra-
hlass á brún, en vegghamar upp frá ánni,
og nefndi hann það Kastala, en hitt, sem
hafði tumlaga drang á austurenda, séð
úr verinu, kallaði hann Álfakirkju, því
að þær snúa sem kunnugt er öfugt við
kirkjur kristinna manna. — Ætla ég
þessi heiti elzt á þessum fjöllum og gefin
við nægilegt skímarvatn, en kannske hef-
ir það verið of mikið og nafngiftin skol-
azt af, því nú em önnur uppi.
tJr Botnaveri sá inn með jöklinum á
kvíslar nokkrar er lágu til Tungnaár og
gróðurteyginga með fram þeim. Heita
þar Jökulfitjar og er innsti gróður, sem
ég veit um, og hagi má heita þeim
megin Vonarskarðs.
1 Botnaveri snérum við enn til suðurs,
og þá um smádag, og síðan austur í hlíð-
ina upp veggbratta brekku, en svo þétta
undir að billinn hafði viðspymu og naut
krafta sinni. Höfðu þar farið Skaftfell-
ingamir áður og gengið vel langleiðina,
en þurft þó að beygja við og fara spotta-
kom utan í hlíðinni að iægð, sem bezt
lá við til yfirferðar. Það var ónotaleið
fyrir R-346, því að þegar í hliðhallann
kom marði hann melinn eins og kramt
smjör og skreið undan brekkunni. Fóru
þá til allir, sem verkfæri höfðu, að grafa
rás fyrir efri hjól og hlaða grjóti í vatns-
grafninga, sem voru á leiðinni. En þegar
hliðhallinn minnkaði við að efri hjólin
lækkuðu og heldur tók að festast undir
þeim að minnsta kosti, þá fór Guðmund-
ur að ná valdi á íák sínum aftur, og
skilaði nú loks fram úr torleiðinu eftir
tveggja tíma vegabótastarf nokkurra
manna.
Næg myndi flestum bílstjórum þykja
vafaefni og fyrirstöður á næstu kílómetr-
rnn nokkmm suður og vestur ása marga
og smádældir, en allt varð það Guð-
mundi auðvelt suður á móts við nyrztu
vík Langasjávar. Lá þar slóð brautryðj-
endanna skaftfellsku niður í dal nokkum,
um ávala greiðfæra hlíð og sléttan dal-
botn síðan, var þá farið að þyngja 1
lofti og var dalur sá dökkur ilits, því
að þar ljósaði varla fyrir strái né mosa,
en þoka tók fjall fyrir botni. Heitir sá
hluti fjallgarðsins, er þokuna bar, Breið-
ba'kur, og er vel 1000 metra hár. Þar var
erfitt upp þungum bíl, og þótti Guð-
mundi ráð að sveigja norður í hlíðina og
fara lykkju nokkra, sem mun hafa verið
vel ráðið, þvi að það reyndist gæðaleið,
og mátti þá kalla Breiðbakinn unninn.
Hefði þar gefið sýn í ýmsar áttir ef ekki
102
AKRANES