Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 37

Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 37
þeir karlmerunirnir hafi legið við skör með stúlkurnar á milli sím, kom það að minnsta kosti upp mn morguninn, þegar tilrætt varð um líðan og svefnstaði, að ólíkt hafði hliðum Magnúsar liðið. Lýsti hann sínum hluta með vísu þessari: Oti lágum Eldgjá við, indæll hópur vina. Ég hafði yl á aðra hlið, en austan storm á hina. % sem um langa ævi hefi þótt maður kvartsjúkur næsta, brá ekki vana mínum að þessu sinni heldur en áður, og skýrði svo frá mínum högum: Illt er hér i Eldgjá að vera, um það má ég sannlega bera, tveggja elda troðinn á milli. Telst mér von það rósemdum spilli. Tilfætis við Margréti má ég minnast hverig áður fyrr lá ég. Frá Sigriði einnig grimmlega girtur gaufa ég hér dapur og fyrtur. Allir vörðust allra frétta, hvað sem valdið hefir, en seint var úr rekkjum risið af flestum og seint af stað farið, var þó allgott veður, en sjór á jörðu eftir næturregnið. Var það mikil missa, því að fyrst og fremst er Eldgjá bæði fögur og furðuleg, 30 km löng sprunga, fleiri hundruð metrar á hreidd, sem rifið hefur sundur fjöllin eins og fúna rýju og ælt eldi meir en dæmi eru til um aðrar eld- stöðvar, og hefði vel verið skoðandi í góðu tómi, svo var þar hver brekka rauð af haustlitu bláberjalyngi, og blátt það sem sá niður á milli laufanna. Eitthvað týndu stúlkurnar af berjum og er það það eina, sem ég hefi séð af þeirri vöru í sumar. Merkur félagsskapur 50 ára. Á þessu suniri var — á Þingvöllum — ræki- lega minnzt go ára afmælis Ungmennafélags fslands, en þar var samband Ungmennafélag- anna stofnað fyrir réttum go árum. Þetta var lengi mikilvægur og merkilegur félagsskapur — og er það ef til vill enn — þótt ýmsum finnist sem reisn hans og raunverulegur árangur í sam- tiðinni nú, sé ekki eins veigamikill og ótvíræður sem t. d. fyrsta aldarfjórðunginn. Mikill fjöldi foringja úr þeirra fyrstu sveit urðu æðstu menn i stjórn landsins síðar, og á sama hátt forystumenn hver i sinu byggðarlagi, svo að áhrifa þeirra hefur viða og mikið gætt almennt i þjóðlífinu. Ungmennafélögunum nú, myndi verða það næsta gagnlegt, að um þau færi sá lieiti vorblær hrifandi ættjarðarástar og óstjórnlegs umbótavilja — hinna fyrstu ára -— þar sem allir gleymdu erfiðleikunum, torfærun- um, úrtölum, féleysi og þvilikum sinámunum, en myndu aðeins eitt, að vinna lslandi allt, og gera það öll í órjúfandi samvinnu, þar sem allt yrði að lúta einum vilja allra. FRÖKEN SIGRlÐUR HELGASON Framhald af bls. 90. teljandi í þá kjark og karlmennsku ráð- settrar en ekki reikullar konu. Konu, sem var ímynd Fjallkonunnar, agandi með hin ísköldu él, þegar þess þurfti með, en væmnislausa birtu og yl til þess að gera þá ekki gleymna á fegurð lífs- ins og frelsi, þar sem um fram allt þurfti að hafa taumhald á skynseminni og verj- ast æsandi öfgum. Með þessum fáu orðum, hefi ég viljað svara kalli vinar míns Snæbjarnar í fyrrnefndu kveri um hið unga skáld, Bertil Þorleifsson að reyna að skíra mynd þessarar merku konu, og þvo af henni þann slúðursögublett, sem Finnur Jónsison hefur vitandi eða óafvitandi sett á hana óverðskuldað. Ól. B. Björnsson. AKRANES 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.