Akranes - 01.04.1957, Síða 39

Akranes - 01.04.1957, Síða 39
ur Metodista, og er það enn. Sveinbjörn á því láni að fagna, að vera vakandi maður í starfi og isívaxandi, virtur og viðurkenndur, enda vinnur harui af allri orku, er sífellt veitir aneiri styrk og unað, um leið og það magtnar aðra til marmgildis og góðra verka. Presturinn og boðskapurinn, er honum allt, og þar af sprettur hið giftudrjúga starf, sem í söfnuði hans vekur ást og virðingu fyrir manngildi hans og fóm- fúisu heilshugar starfi. Þannig er síra SveinTjjörn traustur verkamaður í vin- garði Drottins, þar sem hann laðar og leiðir yngri og eldri honum á hönd, svo að þeir öðlist frið hjartans, og gæfu og gengi á braut lífsins, sem aftur leiðir til víðtækari blessunar einstaklinga og kynslóða. Þannig lætur einlægt heils- hugar starf sig ekki án vitnisburðar. 1 því er falinn frjóvgunarkraftur og fyrir- heit, sem vinnur stóra sigra og veitir umbun bæði hér og annars heims- Fullreyndir menn fara venjulega fremstir, og þekn verður mest ágengt í lífinu. Þeir vinna stærsta og varanlegasta sigra, hvort sem það er gert í fámennum söfnuði í friðsælum reit, eða í víðari verkahring, þar sem þrumuraust skekur heilar þjóðir og færir þeim frið og and- legt frelsi. Þegar síra Sveinbjörn var hér heima á sinni pílagrímsgöngu 1949, isagði hann mér ýmislegt af starfi sínu ag starfstil- högun. Hann — og aðrir prestar Vestan- hafs — haga því mjög á annan veg en hér heima. Hann er fyrst og fremst prestur — eimgöngu prestur. — Það er ekki aukastarf eða eyðufyllir — einn dag í viku, — frá litlu eða engu prest- legu starfi hina sex daga vikunnar. Nei, sunnudagurinn er hámark starfsins yfir vikuna, undirstrikun þess, og oft glampi þess geisla, sem upp af því sex daga Síra Sveinbjörn Ölafsson og fjölskylda. starfi hefur vaxið. Raunveruleg prédikun og boðskapur, sem nær til hjarta safnað- arins, fyrst og fremst af því að hún er til orðin fyrir innsæi, það sem presturinn öðlast af beinni snertingu við fleiri eða færri í þjónustu hans á vegum safnað- arins umliðna viku. Alla daga, vikur og ár, er góður prestur þamnig að byggja með söfnuði sínum sameiginlegt heilagt starfshús, vígt virkileikanum í lífi fólks- ins og starfi, af fingri Guðs sjálfs, sem hvorki lætur prestiim eða það, án vitnis- burðar. Þetta sameiginlega hús er líf og starf fólksins, heimili þess, isorg þess og sæla, en það kemur svo saman ásamt prestinum í kirkju sinni — sem er helgi- dómur hins isameiginlega húss — til að styrkjast í trúnni, og þakka Guði fyrir 107 A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.