Akranes - 01.04.1957, Síða 42

Akranes - 01.04.1957, Síða 42
Skjala- og minjasafn Reykjavíkur Siðustu árin er margt gert til þess að koma hetra lagi á málefni Reykjavikur. Ekki aðeins um form og fegurð hið ytra, heldur einnig í starfsemi hinna mörgu stofnana bæjarins, bæði þeim gömlu, og einnig þeim, sem stöðugt bætast við eða stækka, vegna hinnar miklu útþennslu bæjarins og öra vaxtar. Hér skal aðeins minnst á eitt atriði, umfangsmikla stofn- un, sem segja má að sé ný- Með lögum um héraðsskjalasöfn, 29. janúar 1947, var héraðs- og bæjarstjórn- um heimilað með samþykki Þjóðskjala- varðar, að varðveita sjálf sín eigin söfn. Reglugerð um héraðsskjalasöfn frá 1951 kveður nokkuð nánar á um þetta. Ræjar- stjóm Reykjavíkur hófst auðvitað handa um að notfæra sér þessa heimild 1954, enda hefur Reykjavík auðvitað algera sér- stöðu um þessi efni, með hinn mikla fjölda skjala og gagna, sem sérstaklega í þessum mannmarga bæ fer ört vaxandi. Það er auðvitað ekki annað sæmandi en að þessi hraðvaxandi nútíma bær hafi bækur sínar, skjöl og minjar í sinni eigin vörzlu, tiltæk og umhyggjusamlega varð- veitt, og með augu á hverjum fingri fyrir því að láta ekki merkar minjar um sögu bæjarins sér úr greipum ganga. Reykjavíkurbær hefur áreiðanlega ver- ið heppinn í vali um mann til þess að standa fyrir, skrá og byggja upp slíkt safn í byrjun, því að það er ekki htið vandaverk- En til þess hefur verið valinn Lárus Sigurbjörnsson, sem lengi hefur verið starfsmaður bæjarins. — Flestum fremur mun Lárus til þessa starfa vel fallinn. Áhugamaður mikill á þessu sviði, 11 o hugkvæmur og skipulagsmaður góður, sögufróður á mörgum sviðum, snyrti- menni hið mesta og hagsýnn vel og nýtinn. Mig undrar hve Lárus hefur þegar komið þessu safni á góðan rekspöl, því að nú þegar er ekki um neitt smásafn að ræða. Allt þetta hefir Lárus þegar kann- að ótrúlega vel, svo að enginn kemur þar að tómum kofum, varðandi skjöl bæjar- ins og sögu. Þannig hefur Lárus þegar gefið út mikla bók um safnið, er hann hefur skrásett rækilega, og kennir þar margra grasa. Bókin er meira en 200 síður í mjög stóru broti, Er safninu raðað með nýjum hætti, eftir svonefndu alþjóða tugstafakerfi. tJtgáfa þessarar skrár um hið mikla skjalasafn Reykjavíkurbæjar hlýtur að vera kærkomin hinum ýmsu ábyrgu starfsmönnum Reykjavikurbæjar, svo og öllum þeim er hnýsast vilja í gamlar eða nýjar sögulegar heimildir um menn eða málefni sem fyrr eða seinna koma við skjöl bæjarins eða sögu á einn eða annan hátt. Slik verndar- og varðveizlustofnun sem þessi, þarf nauðsynlega að vera til sem viðast, og þá ekki síður í höfuðstað lands- ins, þar sem allt er á svo hraðri ferð, að eftir tiltölulega fá ár stendur þar ekki steinn yfir steini af hinu gamla, og eng- inn veit hvenær eða hvernig hin miklu hamskipti hafa orðið. Allar þjóðir, og meira að segja mörg byggðarlög, eiga við og við merka braut- ryðjendur og margvislega nytjamenn sem venjulegast eru langt á undan sinni sam- AKRANF.S j

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.