Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Page 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Page 38
Ttáka eitthvað við það, en sezt svo sjálfir að spilum og ■sopið upp alla peningana, svo furstanum var ólíft í hallarskriflinu, og þar fátt annað af húsbúnaði en stól- ■ur og borð á þremur fótum; svona var nú- húsbúnað- urinn. En ekki tók betra við, þegar hann fór að gæta ;að ástandi þjóðarinnar; þar voru Kússar á hverju strái. Miitur og fjárklækir í hávegum, fjárhirzlur allar tóm- ■ar, og lögregluliðið í miklu ólagi. A þingi þeirra, sem þeir kalla sóbrönju, var eigi allt af farið svo nákvæm- lega eptir þingsköpunum, því þingmenn voru opt full- ir og lentu stundum í áflogum. Það er því ekki aS undra, þó. hinn ungi fursti fyndi stundum til óyndis í þessum fjelagsskap, og efaðist um að sjer myndi auön- ast að gera merm úr þessum hálfviltu mönnum, sem ■svo var búið að gjörspilla, og ljetu nú eins og ótemj- ur af kátínunni yfir því, að vera slopnir úr klóm 'Tyrkja. Þó er óhætt að fullyröa að allt hefði farið vel, ef hann og þjóð hans hefðu fengiö að vera ein um hit- una; en þar var öðru nær. Það sást fljótt að velgjörða- mennirnir rússnesku höfðu frá öndverðu ætlað Búlg- urum að verða forvörður sinn þar suöur frá, þar sem þeir gæti svo sjálfir legið í leyni til árása suöur á hóginn. Furstinn hugsaði mest um hag og heill þjóð- •ar sinnar og menningu hennar, og vildi geta uotið til þess vináttu og aðstoðar Rússa, en þeir hugsuðu ein- ungis um áform sín, og það bar á milli. Þeir vildu vera húshóndinn á heimilinu, og furstinn varð að láta sjer þetta lynda. Hann varð að hafa rússneska ráð- gjafa, og eins urðu flestir hinir æðstu embættismenn ■hans að vera Rússar, og þau ein úrræði átti hann, þeg- ur allt keyrði úr hófi, að fara til Pjetursborgar og bera sig upp undan þeim við mág sinn og láta vald- boð hans þagga ofsann og ónotin um stund. En þeir rægðu hann í staðinn, allt hvað þeir gátu, kváðu hann draga taum lútersku kirkjunnar móti hinni rússnesku, ■og það er að koma við hjartaS í Rússum, sem eru mestu trúmenn, engu síSur en Tyrkir og Englendingar. Þeir kváðu hann líka Þjóðverja vin og Rússa fjanda í hjarta sínu, og sögðu, að Rússar og allt rússneskt yrði þar fóttroðið meðan þessi þýzki smáprins sæti aÖ landi. (28)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.