Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 47

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 47
Útliti hans og framgöngu lvsir yinur hans einn á þessa leiS: »Hann var mjög lágr vexti, en þrekinn. AndlitsfalliS líktist meira Tyrkjum en Rússum. EnniS var mikiS og svipurinn skarplegur. Hvirfillinn nær sköllóttur, en háriS um kring þykkt og lítiS eitt hært; augun ákaflega' fjörleg, og sýhdust viS kappræSu, þeg- ui' í hita fór, eins og eldur brynni úr þeim. Hann byrj- aði opt ræSur sínar hægt og hálf-stamandi, en þegar fram í sótti, og honum fór aS hitna, varS röddin mjúk og sterk, og gat stundum dunaS eins og þruma. Þó var hann optast stilltur, og syndi stundum óbifanlega ró, þegar allt keyrSi úr hófi í kring um hann«. Jafnvel óvinir hans játa þaS, aS hann hafi haft flesta þá hæfileika, sem einkennt hafa hina mestu stjórngarpa. Honum varS aldrei ráðafátt, og opt í mestu ogöngum sá hann eina veginn sem til var, og sá hann a augabragSi, fyr en nokkur annar, og fór þá áfram ó- hikað. Hann sá kosti annara manna og ókosti hverj- um manni betur og neytti hvorratveggja með mestu snilli. En engum er allt gefið, og Stambúlow hafði sína ókosti líka. Hann var drottnunargjarn fram úr hófi og þoldi engin andmæli. Það hafði verið siður, aS ráSherrarnir báru fram fyrir furstann hver sín mál, on þetta tók Stambúlow af og hleypti þangað engum öSrum en sjer. »Ráðaneytið er jeg«, sagði hann, »og komi þar fleiri að, verSur það einungis til að efla róg- inn og mótstöðuna gegn mjer«. Hann hugði samsæri og mótblástur í hverju horni, og elti alla, sem hann hafði fengið grun á, með hvíldarlausum ofsóknum. Ef menn kvöddu hann ekki svo lotningarfult, sem honum líkaði, eða fundu aS nokkru hjá honum, þá var þeim voði búinn. Hjer hafSi hann þó nokkra afsökun, því í raun og veru var hann aldrei óhultur um líf sitt, og varð aS vera sívakandi og hafa augun alstaðar, og er því nokkur vorkunn, þó hann gæti ekki allt af stillt geðs- muni sína. Eins má ef til vill segja, aS handtaka Klemensar yfirbiskups, foringja rússneska flokksins, og dráp Panitzu foringja, sem ber varS að samsæri, hafi verið neySarvörn frá hans hendi, en það verSur víst ekki variS, aS sum þau líflát, sem hann ljet dæma mönnum, hafi gengið morðum næst. En allra svart- asti bletturinn á minningu hans er sá, hve grimmdar- (37)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.