Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 48

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 48
lega hann Ijet pína menn til sagna; því suma, sem a‘5 eins voru fangaðir fyrir pólitiskar sakir, ljet hann pína meS þrælslegustu kvalavjelum, svo að hryllilegt er a'5 lesa. Það er eins og að á þennan vitra mann og ætt- jarðarvin hafi stundum komið eitthvert blóðþorsta- seði. Hættan vofði þó yfir úr allt annari átt en hann varði. Ferdínand fursta og skyldmennum hans hafðr lengi verið gramt í geði til Stambúlows. Hann var hjegómagjarn og vitmaður lítill, og gat því ekki þolað þaS, að Stambúlow var allt í öllu, en hann sjálfur ekkert. En annað var þó verra. Furstatign hans var enn þá ekki formlega viðurkennd. I þ/zkum ritum var hann enn þá kallaður prinz af Kóborg. A utanferðum sín- um gat hann ekki hengt á sig gullsnúrur búlgverskra einkennisbúninga, eða furstaskrúðann. Þó fjell honum þarþyngst, að brjefin frá konungum og keisurum byrj- uðu ekki með gamla formálanum: »Herra bróðir minn og frændi«. Þetta mátti ekki svo búið standa. Hjer varð eitthvað til bragðs að taka. Stórveldin vildu ekki viðurkenna hann formlega og það var allt Stambúlows skuld. Eird vegurinn til að fá breytingu á þessu var sá, að koma Stambúlow úr vegi. Aldrei hafði það verið fjær skapi Stambúlows en nú að þoka fyrir Rússum. Hann var einmitt aS koma á fót ágætum samningum við Tyrki, sem gátu orðið landinu aS mjög miklu gagni. Af Tyrkjum var nú ekkert að óttast, en mátti' hafa mikið gott af þeim. Ferdínand fursti var þá á ferð milli keisara og konunga,. og geklc sá orðasveimur, aS hann kefði þá meSferðis fullbúið sáttaskjal milli sín og Rússa. BlaS Stambví- lows bar á móti þessu, en svo frjettist það, að Stam- búlow hefði ekki tekið á móti furstanum þegar hann kom heim sem venja var til og þá sáu menn hvers kyns var. Furstinn var honum nú hinn þverasti í öllu, svo að Stambúlow gat engu fram komið. Hjer varð að leita einhverra úrræða og hunn kaus það ráð, sem hann hugSi að bezt mundi hrífa: hann baS um lausn frá embættinu. Þetta var í mafmánuSi 1894. Honum kom sízt til hugar, að furstinn, sem hann hafði hafið til til tignar og hjálpað í mörgum vandræðum, gæti Verið án hans; hann ætlaSi öruggur að skjóta máli (38)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.