Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Page 62

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Page 62
Um kviksetningar. Jeg hef opt oröiö þess var, að alþ/ða manna er hrædd nm, að menn sjeu opt kviksettir, og margar sögur ganga um kviksetningar hjer á landi og annar- staðar. Alþj'Sa trúir því, að til sje það ástand, að maður sje með fullu lífi og fullri meðvitund, en líti samt út eins og liðið lík, og að ekki sje unnt eða aS minnsta kosti mjög erfitt aS vita, hvort maðurinn sje lífs eða liðinn; hun heldur einnig aS þetta ástand geti haldizt langa lengi, aS minnsta kosti dögum saman. Ef þessi skoðun væri rjett, þá væri ástæða fyrir menn til þess að vera hræddir, því að það má geta nærri, hve ógurlegt það hlýtur að vera að búast viS því aS vera kviksettur, vera grafinn lifandi, og hafa fulla meðvitund um það. Jeg er viss um, að þessi hræSsla gerir mörgum sjúklingum viSskilnaðinn erfiS- ari, og mörgum eptirlifandi ástvinum harminn viS frá- fallið enn sárari en annars mundi vera. Læknar geta ekki fallizt á að þessi skoðun alþ/Su sje rjett. Þeir þekkja að vísu nokkurskonar millibils- ástand milli lífs og dauða; þá leynist líf, þótt lífsmörk- in sjeu horfin, enda eru þá heldur ekki dauSamörk komin í ljós. Það er skoðun lækna, að þctta ástand sje sjaldgæft og þekkist varla nema eptir voveiflegan dauSdaga, t. d. köfnun, drukknun eða heugingu og hjá nýfæddum börnum, og þeir segja aS þetta ástand hald- izt ekki nema stutta stund, og að því fari fjarri, að nokkur meSvitund sje því samfara. ÞaS er því töluverður munur á slcoðun lækna og alþ/ðu í þessu efni, en læknar styðjast hjer bæSi við reynsluna og skynsemina. VíSsvegar erlendis voru reist líkhús, þegar kvik- setningarhræðslan geisaði þar. Líkin voru látin standa þar uppi um langan tíma, og þar var hafður svo hag- aulegur úthúnaður, að vökumenn mundu jafnskjótt hafa orðiö þess varir, ef líkin hefSu bærzt minnstu vitund, en aldrei hefir nokkur sá raknað við, sem þangað hef- ir veriö fluttur. Erlendis er einnig sægur af líkum krufinn á ári hverju, en engin dæmi eru til þess, að menn hafi orðið þess varir viS krufninguna, aS líf leyndist meS líkunum. I annan staS geta læknar ekki komið skoSun al- (52)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.