Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 68

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Side 68
}>ó heföi jeg átt að flvja morðið; jeg hefði ei staSizt þá sturlun og blygð, þó stæri eg mig ekki af neinni dygð. Nei, þó jeg vekti nótt eptir nótt við neySarhungur og deyjandi þrótt, — nei, það er ei dygS, en þaS get jeg sagt, að þegar jeg hélt slíka neyðarvakt, og konan og börnin af kulda titra, því köld sem hjallur var okkar kytra, og heyrSi þau skælandi biðja um brauð, og beinlínis horfSi á dauðans nauS: jeg sver viS krossinn í salnum þarna, þó sálu það gildi konu og barna, kom mór aldrei í hug að hafast neitt að, sem helvízkur þjófur — skiljið þór það! — Af því fyrir rétti er jeg alls ekki hokinn ef augaS er vott og mín kinn er ei strokin, er sökin, að fyrir mín þjáðu þrjú var þetta gert, sem þér vitið. — Nú, við þrokuSum fyrst með þolugt geð, viS þurt og með því aS setja veð ; þó leiS ei á löngu’ að leiddist mér inni aS liggja bundinn í holu minni. Jeg hefi síðan setið í haldi, en sé ei þann mun, er stóru valdi; því inni er inni. En annað er verra: iðjuleysiS, minn náðugi herra; aS hýma verklaus með hendur í kross, það er hundalíf fyrir mig, fyrir oss. Þá mundi jeg eptir, jeg átti smiðju með afli og steðja fyrir bálinu miSju! Svo leið þaS og beið, unz buddan var tóm,. sem búast var viS, því jeg vissi minn dóm. Jeg hafSi verið á tjá og tundri, troSandi strætin og gert mig að undri dag eptir dag, því að háreysti og hringl í höfuðstaS verkar sem drykkjuringl, og kæfir sultinn. En svo kem jeg heim seint um kvöldið ið síðasta í árinu, soltinn og kalinn með fönn í hárinu, og hngsaði mór að hætta við sveim. Konan sat nötrandi í krók meS börnin (58)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.