Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 6
að sigurverk sýna 4 mínútur yfir hádegi, þegar sólspjaldið sýnir
hádegi sjálft (kl. 12); við 23. Okt. stendur 11 44'; það merkir að
Jiá skulu sigurverk sýna 11 stundir og 44 mínútur, þegar súl-
spjaldið sýnir hádegi, o. s. frv.
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu
tungl er í hádegisstað á hverjum degi; þar af má marka sjávai-
föll, flóð og fjörur. þá daga, er tungl er hæst á lopti (sjá 4.
dálk), kemur það upp 9 st. fyr og gengur undir 9 st. síðar en
tímatakmark það, er sýnt er í 3. dálki. þá daga, er tungl er
lægst á lopti, kemur það upp 2 st. fyr og gengur undir 2 st.
síðar en tjeð tímatakmark. Einni vilcu á undan og eptir hvern af
þessum dögum kemur það upp 6 st. fyr og gengur undir 6 st.
síðar en tjeð tímatakmark segir til.
í yzta dálki til hægri handar stendur hrí forna íslenzka tímatal;
eptir því er árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta og 4 daga um-
fram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er
aukið viku 5. eða 6. hvert ár í nýja stíl; það heitir snmarauki
eða lagníngarvika.
Árið 1901 er sunnudags bóksíafur: F. — Gyllinital: 2.
Árið 1901 er hið fyrsta ár hinnar 20. aldar.
Milli jóla og langaföstu eru 7 vikur og 5 dagar.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st. 56 m., skemmstur 3 st.58 m.
Myrkvar 1901.
1. Sólmyrkvi 18. Maí, sjest ekki á íslandi. Hann sjest í
suðausturhluta Afríku, syðst í Asíu og í Ástralíu. Hann verður
almyrkvi í mjóu belti, sem liggur yfir suðuroddann á Madagaskar,
Súmatra, Borneó og Nýju-Guíneu.
2. Tunglmyrkvi 27. Október, sjest ekki á íslandi. Hann
nær yfir millum t/4 og t/5 af þvermæli tunglhvelsins.
3. Sólmyrkvi 11. Nóvember, sjest ekki á Islandi. Hann sjest
um mikinn hluta Evrópu, Asíu og Afríku og verður hringmynd-
aður í mjóu belti, sem liggur frá Möltu yfir strendur Egyptalands,
Arabíu, Ceylon, Malakka, Bakindland og alla Ieið til Maníla.