Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 92
hlunnindi hennar og kvaðir þær, er á henni kunna að hvila.
Enn fremur skal taka fram allt það, er lýtur að ásigkomu-
lagi jarðarinnar í heild sinni og ræktunarástandi hennar,
hvernig viðhaldi bygginga á jörðinni sé varið og önnur
sérstök atvik, er hljóta að hafa áhrif á verðmæti jarðar-
innar, svo sem hvort hún liggur undir skemdnm af vatna-
gangi, skriðum, sandfoki o. fl. Þegar virtar eru húseignir,
skal nákvæmlega lýsa hverri einstakri byggingu, tilgreina
stærð hennar, hve mörg herbergi í henni eru, telja til allt
múr- og naglfast, er henni fylgir, svo sem ofna, járneldstór
o. fl., efni það, er byggingarnar ern bygðar úr, og, að svo
miklu leyti sem unt er, gæði þess og enn fremur aldar
bygginganna og viðhald. Að lokum skal í virðingar-
gjörðinni tekið fram, hve stór lóð sú sé, er húseigninni
fylgir, og hvernig ásigkomulag hennar sé.
Hafi hinn núverandi eigandi fengið eignina að kaupum,
skal kaupverðs hennar getið.
10. gr. Lán þau, er veðdeildin veitir, skulu standa á
hundruðum, og er henni heimilt að greiða þau hvort hún
vill heldur i peningum eða með bankavaxtabréfum eftir
ákvæðisverði þeirra, en lánþegi hefir þá rétt til að heimta,
að bankastjórnin ókeypis anuist um, að koma bankavaxta-
brét'unum í gjaldgenga peninga, gegn þvi að hann greiði
útlagðan kostnað, er af því leiðir.
11. gr. Til þess að menngeti fengið lán úr veðdeildinni,
verða menn að fullnægja þeim skilmálum, er nú skal greina:
a. Utvega virðingargjörð samkv. þvi, sem segir í 8. gr.
b. Útvega vottorð hlulaðeigandi embœttismanns sam-
kvœmt afsals- og veðmálabókunum um, hvort
nokkur veðskuld eða önnur eignarbövd liggi á
eigninni og hver þau séu, svo að það sjáist að
þau séu eigi því tit fyrirstöðu, að eignin geti
orðið veðsett veðdeildinni með 1. veðrétti.
c. Útvega vottorð hlutaðeigandi embœttismanns sam•
kvœmt embœttisbókum hans um, að hlutaðeigandi
hafi þinglesna eignarheimild fyrir eigninni, eða
sé það eigi unnt, þá vottorð hans um, að eignin
sé vitanlega hans eign.
(80)