Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 84
Veslurlandi að fjallinn Kit, sem er austan við ísafjarðar-
■djúpið. Þar kom aftur landföst isbreiða lengst norður í
hafi, svo að skipið varð að snúa aftur til Isafjarðar. Þar
settist ég um kyrt þar til er skipið kom aftur að liðnum
hálfum mánuði. Þá átti að reyna aftur að komast norður
fyrir land, en einni milu fyrir austan Rit mætti skipið aft-
ur fastri hafishellu, svo að það varð frá að hverfa og
iialda suður fyrir land. Þar sem skipið sneri aftur var l‘/a
kuldastig í hafinu við ísröndina; út af Dýrafirði var kom-
inn l'/s stiga hiti, við Látrahjarg 3 stig, Snæfellsjökul 4
stig, á Eaxaflóa 6—9 stig, við Revkjanes 10 stig, út af
Eyrarbakka 10'/* stig, við Ingólfshöfða 9 stig, út af Beru-
firði 2 stig, á Seyðisfirði ‘/2 stig. Frá Seyðisfirði fór ég
með öðru skipi lengst af leiðinni gegn um gisinn ís, er all-
ur var á hraðri ferð austur með Norðurlandi. Kuldinn i
hafinu var oftast 1 stig; 20. júlí komst ég loksins á land
við Látur, yzta bæ við Eyjafjörð að austan; þar sneri skip-
ið aftur austur fyrir land vegna íss, en ég komst á opnum
hát gegn um þröngan ís inn allan fjörðinn til Akureyrar.
Þá sýndi landið ljóslega, að það dregur dám af hafinu, þá
var Suðurland grænt 0g veður þar hlýtt, en Austur- og
Norðurland að kalla gróðurlaust, og loftkuldi þar sem vet-
ur væri, enda voru sumstaðar norðanlands kaflar af túnum
ekki ijáhornir það sumar vegna kals og gróðurleysis. I
júlí og ágúst var Eyafjörður lengst af fullur af ís. Isinn
rak altaf inn með vesturlandinu og út úr firðinum með
austurlandinu 0g hélt svo austur með Norðurlandi, og sýnir
þetta, að þá var Grolfstraumurinn að vestan orðinn harðari
en norðurhafsstraumurinn uppi við landið, en lengra út til
hafs hefir norðurhafsstraumurinn verið aflmeiri og rekið is-
inn vestur.
Vert er að geta þess, að af skýrslunum sést, að stund-
um her það við, að Golfstraumurinn er sterkari norðanlands
utan landahuga, og er hafið þá 1 og 2 stigum heitara fyr-
ir norðan Grímsey en nær landi, líkt kemur stundum fram
á Húnaflóa 0g við Hornstrandir.
Það er alment álítið, að að eins lítil kvísl af Golf-
straumnum falli fyrir vestan Reykjanes meðfram Vestur-
landi og Norðurlandi austur að Langanesi; en sé svo, þá
(72)