Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 101
MEXICO ÞJÓÐVELDI. Stærð 1,946,523 □ km. ítúatal
(1895) 12,588,500. Höfuðborg Mexicó. íbúar 340,000.
Þjóðveldisforseti Diaz kosinn fyrir 1896—1900. Mynt:
1 piso á 100 centavos í gulli = kr. 3,60. Mál og vigt
metrisk.
Otalin ern vegna rúinleysis ýms smáríki í öllum beims-
álfunum, einkum í Afriku og Ameríku og því nær öll lönd
í Ástralíu.
Tínt saman af Tr. G.
t
Munið eftir . . . !
Salt og sauðfé. Það mun vera leit á því koti bér á
landi, að ekki sé þar keypt matarsalt, enda munu allir játa
það, að saltið sé ein af lífsnauðsynjum vornm. En þeir
munu margir vera, sem aldrei hafa hugleitt það, að saltið
er líka bráðnauðsynlegt öllum búsdýrum vorum og þó eink-
nm sauðfénn. Auðvitað er salt eins og önnur nauðsynleg
efni í grasinn, en þó minna í óræktaðri jörð en ræktaðri.
A sumrum, þegar skepnur ganga sjálfala og geta valið sér
það, sem þeim er fyrir beztu, fá þær því nægilegt salt.
Heyið, sem skepnurnar lifa á að vetrinum, er aftur á móti
ekkert úrvalsfóður, sizt útheyið. Sláttumaðurinn velur ekki
úr. Meira eða minna af heyinu getur verið hálfvisnuð strá,
næringarlítil eða næringarlaus. Þegar grasið visnar og
hrekst, hverfa brátf þau efni, sem auðleyst eru í vatni; mat-
arsaltið rennur fljótt burtu, og sé ekki bætt úr, líða þær
skepnui saltskort, er á heyinu lifa. Munið því eftir að gefa
fénu salt, einkum ef heyin hafa hrakist.
Erlendis láta fjárbændur saltsteina liggja í jötunum hjá
fénu, og getur það sleikt þá eftir vild. Líka má salta hey-
ið að sumrinu, en heppilegast hygg ég vera, að stökkva
saltvatni á heyið í jötunni eða garðanum, um leið oggefið
er, einkum ef það er myglað eða fúlt.
' Ef skepnan llður skort á einhverju þvi efni, sem henni
er nauðsynlegt, og þótt alt annað sé nægilegt, minkar þróttur
hennar og lifsafl, og er henni þá hætt við alls konar sjúk-
dómum.
(89)