Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 77
frá 200 til 500 kr................1,50
— 500 —1000 —................. 2,00
— 1000 —2000 —................. 3,00
— 2000 — 3500 —................... 4,00
— 3500 — 5000 —................. 5,00
5000 eða meira ..................6,00
1 búum, sem skiftaráðandi án dómsvalds lýkur skiftumi
í, skal greiða i skiftagjöld l°/o af öllum eignum búsins án
tillits til skulda, er á því hvila. f>ó skal ekkert gjald
greiða, þegar búsupphæðin nemur minna en 200 kr.
Af skiftum myndugra erfingja greiðist ekki skiftagjald.
— Erfðafjárgjald til landssjóðs greiðist af öllu arfafé, sem
nemur yfir 200 kr.
Almenn uppboðslaun eru 4°/o. En þegar selt er við
uppboð hús, jarðir, þilskip, hlutabréf og önnur þesskonar
réttindi, eru uppboðslaunin af fyrstu 2000 kr. 2°/o:
af uppbæð frá 2,000 til 6,000 kr., I1/* °/o
- 6,000 — 60,000 — l°/o
og þvi sem þar er fram yfir */» °/0.
Athugasemdir við skýrsiurnar.
Skýrslan um sparisjóðina sýnir, að íbúar og stofn-
anir Suðuramtsins hafa safnað mestu fé í forðabúr eða
sparisjóði; 5458 innieigendur áttu þar árið 18f'< við árslok
1,302,771 kr. Þó má geta þess, að dálitið af þessu fé
eiga menn úr öðrum landsfjórðungum i sparisjóðsdeild
I,andsbankans og Söfnunarsjóði. — I Yesturamtinu áttu 1120
manna i 7 sparisjóðum 197,174 kr. — 1 Norðuramtinu eru
9 sparisjóðir, og áttu i þeim á að gizka 1000 menn 209,926
kr. Austuramtið er iangt á eftir öðrum landsfjórðungum í
því, að setja á stofn sparisjóði og ávaxta fé sitt í þeim.
Þar eru að eins 2 sparisjóðir og heldur ófullkomnir; inni-
eigendur voru þar eigi fleiri en 142, og áttu samtals ekki
meira en 11,267 kr. Það er þvi vonandi, að Austfirðingar
fari að herða sig og verði ekki lengi svona langt á eftir
öðrum landsfjórðungum í þessu efni. Þeir eru alls ekki
efnaminni en menn i öðrum fjórðungum landsins og hafa
betri samgöngur en flestir. aðrir.
(65)