Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 107
Þjónninn vonaðist eftir að fá dálitla aukaþóknun, en
sá, að hann átti ekkert að fá; segir þvi, þegar hann er að
fara: »Má ég biðja yður, herra, að gjöra svo vel að gefa
mér skriflegt, að ég enga aukaþóknun hafi fengið hjá yður,
því annars her konan mín mig, og heldur að ég hafi drukk-
ið og svallað þeim út«. Hann fékk peninga en ekki vottorð.
* * *
Frúin: »Því kemurðu ekki, þegar ég hringi til þín?<
Vinnukonan: »Eg heyrði það ekki«.
Frúin: »J?ú verður þá að láta mig vita, að þú heyr-
ir ekki, þegar ég hringi til þín næsta skifti«.
* * *
Móðirin hafði sagt Pétri litla úr ritningunni, um
Adam og Evu, að hún var i,köpuð af hans rifbeini. Næsta
morgun vill Pétur ekki klæða sig, og segir skælandi: *Æ
mamma mín, mér er svo skelfing ílt undir síðunni, ég held
ég ætli að eigast konu«.
* * *
Faðirinn: »Því ertu að gráta?«
Hans litli: »Eg meiddi mig«.
Faðirinn: »Ekki græt ég, þó ég meiði mig«.
Hans litli: »Nei! Þá blótar þú, en mér er bannað
að gera það«.
* * *
Skraddarinn: »Er hróðir yðar heima?<
Stúdentinn: »Nei! hann var fluttur í morgun á vit-
firringa spitala«.
Skraddarinn: »Skildi hann nokkuð eftir til miu
fyrir fötin«.
Stúdentinn: »Nei! svo vitlaus var hann ekki«.
* * ■ *
Hún: »Eigið þér fátæka ættingja«.
Hann: »Enga, sem e g þ e k k i« .
Hún: »En rika«.
Hann: »Enga, sem þekkja mig«.
* * *
Skáldsöguhöfundur. »Hefurðu lesið nýustu söguna eftir
mig, eða hvernig líkar þér hún?«.
Kunninginn: »Já ! Það er langt síðan eg hefi lagt hók
frámér, með jafnmikilli ánægju. Tr. G.
(95)