Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 43
Þórarinsson frá Þormóðsdal i Mosfellssveit skant sig
óvörnm til bana við rjúpnaveiði i Þingvallasveit.
Apríl 1. Július nokknr Jónsson frá Kambi í Trékyllisvík
fórst í. snjóflóði i Reykjafjarðarhlíð.
— 13. (nótt). Ibúðarkús Stefáns Jónssonar, kaupmanns á
Seyðisfirði, brann til kaldra kola; fólkið komst af,
nokkrum munum bjargað.
— s d. Fórst 6-æringnr úr Bolungarvík, þremur mönn-
um var bjargað, en 8 druknuðu
— 14. (nótt). Brann ibúðarhús Guðmundar Bjarnarsonar,
timbursmiðs á Sauðárkrók, mannskaði enginn.
— 16. »F. St. Paul«, spitalaskipið frakkneska, strandaði
i Meðallandi; menn komust af allir.
— 17. Pálmi nokkur Guðmundsson i Önundarfirði varð
undir snjóskafli og beið bana af.
— 23. Heiðursgjafir veittar dbrm. Jóni Arnasyni i J?er-
lákshöfn og konu hans Jórunni Sigurðardóttur, frá sjó-
mönnum á Eyrarb., Stokkseyri og Loftsstöðum, fyrir
bjálp og góðar viðtökur á hröktum sjómönnum, sem
náðu i ofsaveðri lendingu i Þorlákshöfn.
— 25. Jón Þórðarson, merkur skipstjóri í Rvik, varð
bráðkvaddur um borð á fiskiskipinu »Palmen« á sjó
úti.
— s. d. Fórst bátur á Hamarsfirði með 4 mönnum á
heimleið frá Djúpavogi.
— 27. Hús Guðmundur Br. Guðmundssonar, kaupmanns
á Isafirði, brann til kaldra kola; fólkið komst af,
litlu bjargað.
I þ. m. varð skipskaði í Olafsvik með 5 mönnum.
Maí 10. Stýrimannaskólanum í Rvík sagt upp, tók að eins
einn nemandi hið meira stýrimannapróf, Jóhann Þór-
arinsson frá Olafsvik, með I. eink. ágætlega.
— • 14. Útskrifaðir úr Möðruvallaskóla 15 nemendur, 7
með I. og 8 með II. einkunn.
— 15. Hjalti Magnússon, prests i Ögurþingum, varð bráð-
kvaddur á Dvergasteini í Súðavikurhreppi.
— 19. í Arnarfirði brann bærinn Bakki til kaldra kola;
manntjón ekkert.
(31)