Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 85
er ekki auðvelt að skilja, hvernig á þvi stendur, að jafn-
skjótt sem isinn fer frá Hvarfi (eða suðurodda Grænlands),
verður hitinn i hafinu þar 7—S stig á sumrum eins og sést
á skýrslunni; svo heitur getur norðurhafsstraumurinn ekki
orðið; hann er að eins 3—4 stig islaus, sé hann óblandað-
ur heitari hafstraumi. Um Grænlandshaf sigla fá skip, svo
&ð þetta mun ekki fullkannað enn. Liklegra er, að Golf-
straumurinn nái einnig til Græniands, þótt með veikum
kröftum sé.
Næstliðið ár (1899) var árferði gott á Grænlandi og
isalög í minsta lagi; í júli og ágúst mátti svo heita, að
enginn is væri við austur- og vesturströnd Grænlands, sem
þó er fágætt. Við Island var isinn einnig í minna lagi
þetta ár. í april varð isinn landfastur frá Hornbjargi til
Isafjarðardjúps, en fór eftir nokkra daga, og var ekki ná-
lægt landinu það sem eftir var af árinu, enda var sumarið
allgott norðanlands og austan.
Árin 1880 og 1895 var sjávarhitinn hér við land tals-
vert meiri en vanalega, eins og sést á skýrslunni. Þessi
sumur voru lika meðal hlýustu og beztu sumra hér á landi;
þannig má færa góð rök fyrir þvi, að því hlýrra sem haf-
ið er, því hlýrri er veðráttan á landi.
* * *
ÞilsJcip, sem höfð eru til fiskiveiða hafa talsvert fjölg-
að hér á landi síðustu árin einkum við Faxaflóa, og má
telja það góða framför. Skipin hafa ekki að eins vaxið að
tölu, heldur jafnframt að stærð og gæðum. Skýrslan á
bls. 57 sýnir, að við Faxaflóa voru 45 þilskip árið 1898,
sem gengu til fiskiveiða, eu síðustu 2 árin hafa nokkur
skip bæzt við, svo að nú eru þau yfir 50. Á Isafirði voru
31 skip, og 29 á öðrum fjörðum i Vesturamtinu. Á Norð-
ur- og Austurlandi eru engin skip talin nema á EyafirÖi
og Siglufirði, þar eru 25 skip og flest lítil. A Vesturlandi
eru skipin einnig flest smá, en við Faxaflóa eru þau að til-
tölu stærst og bezt. Þegar þau liggja öll um vertiðarlok
áJEeykjavikurhöfn, er ánægjulegt að sjá skipaflotann og vita,
að hann er islenzk eign; það er skemtilegra og gagnlegra
en þegar höfnin fyrir 20 árum var troðfull af frönskum
fiskiskipum og varla sást íslenzk fleyta, enda hafa þessi
(73)