Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 49
Febrúar 21. Sira Yilhjáiiai Briem, presti að Goðdölum,
veitt lausn frá embætti.
.Marz 11. Sira Sigtryggi Guðlaugssyni veitt Þóroddsstaða-
prestakall.
— 15. Sira Jón Þorsteinsson, fyrv. prestur að Lundar-
brekku, samþyktur aðstoðarprestur að Sauðanesi.
31aí 9. Prestaskólakand. Jóni Stefánssyni veitt Lundar-
brekkuprestakali; vígður 2C/6.
Júni 16. Prestaskólakand. Þorvarður Þorvarðarson settur
til að þjóna Fjallaþingum; v. 25/6.
— s. d. Síra Sigurður P. Sivertsen skipaður prestur að
Hofi í Vopnafirði.
— 24. Sira Friðrik Hallgrimsson (biskups) settur að
þjóna Útskálaprestakalli til fardaga 1900.
— 25. Prestaskólakand. Pétur l’orsteinsson vigður að-
stoðarprestur til Eydala.
Hktóber 5. Síra Sveinn Guðmundsson, prestur á Ríp, skip-
aður prestur til Goðdala.
— 15. Prestaskólakand. Halldór Jónsson vígður aðstoð-
arprestur að Eeynivöllum.
Desember 1. Sira Matthiasi Jochumssyni presti á Akur-
eyri veitt lausn frá embætti, frá 1. jan. 1900.
— 28. Síra Bjarni Þórarinsson frá Útskálum settur frá
embætti.
d. Aðrar embættaveitingar og lausn frá embætti.
Febrúar 10. Cand. philos. Eirikur Sverrisson settur syslu-
maður i Strandasýslu.
April 10. Konungkjörnir alþm. Hallgrímur Sveinsson,
biskup; Kristján Jónsson, dómari í landsyfirrétti; Arni
Thorsteinsson, landfóg.; Þorkell Bjarnason, prestur á
Reynivöllnm; Július J. Havsteen amtm., og Jónas
Jónassen, landlæknir.
Júní 9. Gisli Isleifsson, sýslum. í Húnaþingi, skipaður
póstafgreiðslumaður á Blönduósi.
— 12. Franz E. Siemsen, sýslumanni i Gullbr.- og Kjós-
arsýslu, veitt lausn frá embætti frá 1. júlí.
Júlí 7 Læknaskólakand. Sigurður Magnússon skipaður
béraðslæknir { 5. læknishéraði.
(37)