Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 87
lielming af afla sínum við ísland, mest við Norðurland. —
í*eir hafa eftir fólkstölu mörg skip og stór, en ekki marga
raenn.
En þess ker að gæta, þegar iafnað er saman afla á
islenzkum og færeyskum skipum, að á islenzku skipunum
er aflinn talinn fullverkaður. en í Færeyum er reiknuð
þyngd á fiskinnm upp úr salti, en þá er hann nálægt */3
þyngri en þegar búið er að fullverka hann. iJar sem
krónutal er tilfært í aftasta dálki, þá er eigi þar með sagt,
að hásetinn fái þá upphæð heila né hálfa, hann fær ná-
l*gt ‘/s af upphæðinni, því laun háseta í Eæreyum eru
talsvert lægri en hér á landi og hlutnum skift öðruvísi.
Þó að í skýrslunni séu tilfærð að eins 55 þilskip, þá
eiga Færeyingar talsvert fleiri skip; 8 skip ern ekki sett i
skýrsluna af þvi, að upplýsingar um afla og veiðitíma
væru ófullkomnar. Enn fremur hafa Færeyingar nokkur
skip, er veiða heilagfiski, sem þeir flytja í is til Englands,
mest til Grimshy, og önnur skip, sem þeir geyma lifandi
fisk í, í vatnskössum, og flytja hann þannig til Englands,
einkum Lundúnaborgar. Einn skipstjórinn reyndi að salta
fiskinn í tunnur eins og Frakkar og Hollendingar gjöra,
og seldi fiskinn svo til Hollands. Fyrir þennan fisk fekk
hann talsvert meira verð, en ef hann hefði saltað og
þurkað fiskinn á vanalegan hátt. Þó græddu þeir skips-
eigendur lang-mest, sem fluttn stóran þorsk og heilagfiski
til Lundúna og seldu þar fiskinn lifandi. Einn þeirra
keypti skip i Englandi næstliðið vor fyrir 8000 krón., en
næstliðið haust var sagt, að hann hefði grætt á fiskinum
yfir sumarið meira en skipið hefði kostað. —
Þeir, sem fluttu heilagfiski í ís til Englands, uröu
fyrir nokkrum skaða, af því að fiskur, sem geymdur er i
ís, er aldrei jafn-góður og glænýr fiskur, og svo harst um
um það leyti mikið til Englands af ýmiskonar flötum fiski
i ís, bæði með botnverpingum frá Islandi og fiskiskipum
frá Noregi og Norðursjónum.
En af þessu sést, að Færeyingar hafa meiri tilraunir
en vér Islendingar til framfara i fiskiveiðum, bæði í veiði-
aðferð og sölu á aflanum.
Ekki verður þvi neitað með sanngirni, að margir sjó-
(75)