Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 105
úr aðalhúsinu er kórinn HV4 al- á breidd en 9s/4 al. á lengd.
Út úr suðurhliðinni gengur skrúðhúsið, 9’/2 al. á breidd og
11 áln. á lengd. I kirkju "þessari er skirnarskál sú úr
marmara, er Albert Þorvaldsson gaf Islandi, mesta listaverk.
A myndinni sést súla úr innlendum steini við hli'ðina
á anddyri kirkjunnar T1 /2 al. á hæð; efst á henni er mynd
af hörpu úr »bronce« 1 */4 al. á hæð. A súluna er grafið
»Hallgrímur Pétursson 1614—1674«.
Gbrímur Thomsen og Tryggvi Gunnarsson 0. fl. geng-
ust fyrir, að hinu fræga þjóðskáldi var með samskotum
reist þetta minnismark fyrir nálægt 20 árum.
A miðjum Austurvelli og fram undan þinghúsinu
stendur stórt og fagurt eirlikneski af Albert Þorvaldssyni,
íslenzkum manni og frægasta myndasmið seinni alda. —
Aftan á steinstalli þeim er myndin stendur á, eru þessi
orð grafin: »Þessa mynd, sem er steypt eftir frumsmiði
Thorvaldsens sjálfs, gaf Kaupmannahöfn, fæðingarstaður (?)
Thorvaldsens og erfingi, Islandi á þúsund ára hátíð þess
1874«.
* * *
Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var fullger og
vigður hátíðlega 27. júlí 1898. Hús þetta er 80 álnir á
lengd frá austri til vesturs, en 12 álna breitt yfirleitt, en
framskot til endanna 3 álnir fram úr og 12 álnir aftur úr
og tekur 10 álnir af lengd hússins; verður þvi breiddin á
húsinu til endanna 27 álnir. — Fram úr miðri framhliðinni,
er veit mót suðri, er forskáli 10'/.2 alin á hvern veg og 8—9
al. á hæð. Þar gengt á móti er 40 al. löng göng og 12
álna breið álma út úr afturhliðinni. Enn eru tvö framskot
út úr afturhliðinni, ð^XO álnir. — Húsið er tviloft-
að og ná álmurnar og framskotin alla leið upp úr,
nema aðalálman aftur úr. Göng eru eftir húsinu aftanverðu,
80 álnir á lengd og 4 á breidd. — Hæðin er alstaðar 5
álnir undir loft. — Kjallari er undir öllu húsinu. — 1 húsi
þessu er rúm fyrir 60 holdsveikissjúklinga, lækni, ráðskonu,
nokkurar hjúkrunarkonur og dyravörð. — Danskir Oddfel-
lowar gengust fyrir samskotum (135000 kr.) til að reisa
hús þetta, og gáfu síðan Islandi. Myndin er tekin á vigslu-
daginn.
Bjarni Jónsson.
(93)